Bilun í lyfjagátt setur starfsemi apóteka í uppnám Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. maí 2021 15:49 Erfiðlega hefur gengið að afgreiða lyf í dag sökum bilunarinnar. Vísir/Egill Gátt hvert lyfseðlar eru sendir áður en lyf eru afgreidd í apótekum hefur að mestum hluta legið niðri frá því fyrir hádegi í dag. Lyfsali hjá Lyfju segir einn og einn lyfseðil komast í gegn, en margir viðskiptavinir hafi farið fýluferð eftir lyfjum í dag. „Þetta er bara ástand, í rauninni. Heklugáttin liggur niðri, sem er ský fyrir okkur til að sækja lyfseðla,“ segir Anna Sólmundsdóttir, lyfsali hjá Lyfju í Lágmúla, í samtali við fréttastofu. Hún segir vandamálið ekki liggja hjá apótekum landsins, heldur í umræddri Heklugátt sem nú liggur niðri. Anna kveðst ekkert geta fullyrt um hver ástæðan sé, en fyrirspurn hefur verið send á Landlæknisembættið í þeirri von um að stöðunni verði kippt í lag sem fyrst. Kerfið hafi nánast verið óvirkt frá því klukkan ellefu í dag. „Það eru margir viðskiptavinir sem hafa þurft að fara til baka í dag og við hringjum þá kannski í þá þegar þetta er komið í lag. Einstaka lyfseðlar hafa komist í gegn en það tekur mjög langan tíma,“ segir Anna og kveðst gera ráð fyrir miklu álagi þegar kerfið verður aftur komið á fulla virkni. Hún segir svipaðar bilanir hafa komið upp áður, það gerist öðru hvoru, en þær endist að jafnaði ekki jafn lengi og sú sem valdið hefur usla í apótekum landsins í dag. „Því miður þá virðist þetta gerast öðru hvoru, nokkrum sinnum í mánuði. Oft eru þetta bara einhverjar hálftíma bilanir sem eru hvimleiðar, en endast ekki allan daginn,“ segir Anna, sem segir um eina lengstu bilunina að ræða. „Það er samt of algengt að þetta sé að frjósa, eða það komi upp bilanir í kerfinu,“ segir hún. Lyf Heilbrigðismál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
„Þetta er bara ástand, í rauninni. Heklugáttin liggur niðri, sem er ský fyrir okkur til að sækja lyfseðla,“ segir Anna Sólmundsdóttir, lyfsali hjá Lyfju í Lágmúla, í samtali við fréttastofu. Hún segir vandamálið ekki liggja hjá apótekum landsins, heldur í umræddri Heklugátt sem nú liggur niðri. Anna kveðst ekkert geta fullyrt um hver ástæðan sé, en fyrirspurn hefur verið send á Landlæknisembættið í þeirri von um að stöðunni verði kippt í lag sem fyrst. Kerfið hafi nánast verið óvirkt frá því klukkan ellefu í dag. „Það eru margir viðskiptavinir sem hafa þurft að fara til baka í dag og við hringjum þá kannski í þá þegar þetta er komið í lag. Einstaka lyfseðlar hafa komist í gegn en það tekur mjög langan tíma,“ segir Anna og kveðst gera ráð fyrir miklu álagi þegar kerfið verður aftur komið á fulla virkni. Hún segir svipaðar bilanir hafa komið upp áður, það gerist öðru hvoru, en þær endist að jafnaði ekki jafn lengi og sú sem valdið hefur usla í apótekum landsins í dag. „Því miður þá virðist þetta gerast öðru hvoru, nokkrum sinnum í mánuði. Oft eru þetta bara einhverjar hálftíma bilanir sem eru hvimleiðar, en endast ekki allan daginn,“ segir Anna, sem segir um eina lengstu bilunina að ræða. „Það er samt of algengt að þetta sé að frjósa, eða það komi upp bilanir í kerfinu,“ segir hún.
Lyf Heilbrigðismál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira