Innlit inn í nýja sýnatökugáminn á Keflavíkurflugvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júní 2021 21:54 Starfsfólk í sýnatökugáminum býr sig undir komu flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Vísir/arnar Nýr sýnatökugámur var tekinn í notkun á Keflavíkurflugvelli fyrir helgi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn vonar að afkastageta aukist um helming en með auknum straumi ferðamanna sé þó spurning hvenær starfsemin sprengi utan af sér þessa nýju aðstöðu. Sýnataka og móttaka vottorða fór áður fram á tveimur mismunandi stöðum inni í miðri flugstöðinni. Nú sýna farþegar hins vegar bólusetningar- og PCR-vottorð í komusal - og fara að því búnu í sýnatöku í sérútbúnum gámi fyrir utan flugstöðina. Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir nýju aðstöðuna hafa gefist mjög vel. „Málið var það að við vorum komin alveg að þanmörkum þar sem við vorum staðsett á öðrum stað í byggingunni, þar vorum við með einhverjar níu vinnustöðvar en hér er búið að opna átján vinnustöðvar þannig að þetta er búið að auka flæði gríðarlega.“ Arngrímur reiknar með breytingum á skimunarfyrirkomulaginu um miðjan júní. „Við erum að vona að þetta sé að auka um helming hjá okkur, afkastagetan, en á sama tíma er farþegunum að fjölga alveg gríðarlega. Þannig að það er spurning hvenær þessi aðstaða hjá okkur springur líka.“ Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Vísir/Arnar Almennt hafi gengið vel að taka á móti ferðamönnum á vellinum. „Það er alltaf eitthvað um það að ferðamenn komi til landsins sem hafa ekki þessar heimildir sem ég hef nefnt áður og við höfum þurft að vísa aftur til síns heima. Þannig að nei, ekkert stórt en það er alltaf einn og einn sem er ekki alveg búinn að kynna sér hvernig á að ferðast til Íslands og hvaða gögn þarf að hafa með sér.“ Beðið eftir farþegum til að skima.Vísir/Arnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Sýnataka og móttaka vottorða fór áður fram á tveimur mismunandi stöðum inni í miðri flugstöðinni. Nú sýna farþegar hins vegar bólusetningar- og PCR-vottorð í komusal - og fara að því búnu í sýnatöku í sérútbúnum gámi fyrir utan flugstöðina. Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir nýju aðstöðuna hafa gefist mjög vel. „Málið var það að við vorum komin alveg að þanmörkum þar sem við vorum staðsett á öðrum stað í byggingunni, þar vorum við með einhverjar níu vinnustöðvar en hér er búið að opna átján vinnustöðvar þannig að þetta er búið að auka flæði gríðarlega.“ Arngrímur reiknar með breytingum á skimunarfyrirkomulaginu um miðjan júní. „Við erum að vona að þetta sé að auka um helming hjá okkur, afkastagetan, en á sama tíma er farþegunum að fjölga alveg gríðarlega. Þannig að það er spurning hvenær þessi aðstaða hjá okkur springur líka.“ Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Vísir/Arnar Almennt hafi gengið vel að taka á móti ferðamönnum á vellinum. „Það er alltaf eitthvað um það að ferðamenn komi til landsins sem hafa ekki þessar heimildir sem ég hef nefnt áður og við höfum þurft að vísa aftur til síns heima. Þannig að nei, ekkert stórt en það er alltaf einn og einn sem er ekki alveg búinn að kynna sér hvernig á að ferðast til Íslands og hvaða gögn þarf að hafa með sér.“ Beðið eftir farþegum til að skima.Vísir/Arnar
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira