„Við getum gert betur í að jafna hlut kynjanna“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. maí 2021 11:30 Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar og framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Vestmannaeyja, segir að félagið geti gert betur í að jafna stöðu kynjanna. Vísir Þjóðhátíðarnefnd var á dögunum gagnrýnd af tónlistarkonunni Sölku Sól Eyfeld, sem vakti athygli á því að aðeins ein kona hafi í sögu Þjóðhátíðar samið Þjóðhátíðarlagið. Það var Ragga Gísla sem samdi og flutti lagið árið 2017. Samkvæmt því semji konur Þjóðhátíðarlagið á 84 ára fresti en fyrsta Þjóðhátíðarlagið kom út árið 1933. „Þjóðhátíðarnefnd einsetur sér að ráða til verksins hvern þann aðila sem við teljum líklegastan il að semja fyrir okkur lag sem fangað geti stemninguna á Þjóðhátíð, náð vinsældum og uppfyllt önnur þau skilyrði sem Þjóðhátíðarnefnd setur, óháð kyni,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar og framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Vestmannaeyja. „Þjóðhátíðarnefnd vinnur stöðugt að því að bæta hátíðina á öllum sviðum ár frá ári og þegar við fáum réttmæta gagnrýni á okkar störf eða sjáum eitthvað sem betur má fara þá að sjálfsögðu tökum við það upp, skoðum og reynum að gera betur. Við getum gert betur í að jafna hlut kynjanna og ætlum að bæta okkur í því í framtíðinni,“ segir Hörður. Miðasala fyrir Þjóðhátíð hefur aldrei farið betur af stað Þjóðhátíð í Eyjum verður haldin með pompi og prakt um komandi Verslunarmannahelgi en þjóðhátíðarþyrstir Íslendingar hafa þurft að bíða í tvö ár eftir að komast í Herjólfsdal til að skemmta sér. Það er því kannski ekki óvænt að miðasala á hátíðina hefur aldrei farið betur af stað. „Fljótlega varð fullt í þær ferðir sem eru hvað vinsælastar, til Eyja á föstudegi og frá Eyjum á mánudegi,“ segir Hörður. Hann segir að á einhverjum tímapunkti gæti þurft að stöðva söluna svo að upplifun gesta verði sem best. „Ef of margir miðar verða seldir þá erum við hrædd um að upplifunin verði ekki sú sama.“ Mikil tilhlökkun hjá Eyjamönnum Heimasíður Herjólfs og Þjóðhátíðar lágu niðri um tíma á miðvikudag. Hörður segir að mikil traffík hafi verið um síðurnar. „Báðar síðurnar lágu niðri um tíma vegna álags. Hýsingaraðilar okkar vanmátu álagið og þá eftirspurn sem myndaðist sem er auðvitað miður og því fór sem fór. Miðasalan á báðum stöðum gekk þó vel eftir þessa hnökra,“ segir Hörður. Töluverður fjöldi þeirra sem hafði tryggt sér miða fyrir Þjóðhátíð 2020, sem ekki var haldin, hafa nýtt sér það úrræði að nota miðann sinn í ár. Flestir sem höfðu keypt miða óskuðu þó eftir endurgreiðslu. „Töluverður fjöldi flutti miðann sinn yfir á hátíðina í ár og njóta þau góðs af því enda var það líka ljóst í júlí í fyrra að miðaverð á Þjóðhátíð í ár myndi hækka í ljósi þess að hátíðin féll niður í fyrra,“ segir Hörður. Hann segir að mikil tilhlökkun sé meðal Eyjamanna fyrir hátíðinni. „Já það er mikill spenningur hjá ÍBV að framkvæma hátíðina og við upplifum mikla tilhlökkun hjá fólkinu í Eyjum yfir því að mæta á Þjóðhátíð og miða við hvernig miðasalan fór af stað er ekki heldur hægt að segja neitt annað en að allir landsmenn séu spenntir fyrir því að mæta á Þjóðhátíð.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Þjóðhátíðarlagið og myndbandið komið út Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson en í morgun var nýtt myndband frumsýnt. 28. maí 2021 09:17 „Auðveldlega hægt að breyta sögunni frá deginum í dag“ „Samkvæmt hefðinni semja konur Þjóðhátíðarlagið á 84 ára fresti. Næst fáum við þá lag eftir konu árið 2101“ 26. maí 2021 21:00 Fjöldi sá á eftir pening vegna tilkynningar sem flaug ekki hátt Margir vöknuðu fyrir tveimur vikum við þau ótíðindi að fresturinn til að flytja Þjóðhátíðarmiðann frá 2020 yfir á árið 2021 var runninn út. 26. maí 2021 17:01 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
„Þjóðhátíðarnefnd einsetur sér að ráða til verksins hvern þann aðila sem við teljum líklegastan il að semja fyrir okkur lag sem fangað geti stemninguna á Þjóðhátíð, náð vinsældum og uppfyllt önnur þau skilyrði sem Þjóðhátíðarnefnd setur, óháð kyni,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar og framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Vestmannaeyja. „Þjóðhátíðarnefnd vinnur stöðugt að því að bæta hátíðina á öllum sviðum ár frá ári og þegar við fáum réttmæta gagnrýni á okkar störf eða sjáum eitthvað sem betur má fara þá að sjálfsögðu tökum við það upp, skoðum og reynum að gera betur. Við getum gert betur í að jafna hlut kynjanna og ætlum að bæta okkur í því í framtíðinni,“ segir Hörður. Miðasala fyrir Þjóðhátíð hefur aldrei farið betur af stað Þjóðhátíð í Eyjum verður haldin með pompi og prakt um komandi Verslunarmannahelgi en þjóðhátíðarþyrstir Íslendingar hafa þurft að bíða í tvö ár eftir að komast í Herjólfsdal til að skemmta sér. Það er því kannski ekki óvænt að miðasala á hátíðina hefur aldrei farið betur af stað. „Fljótlega varð fullt í þær ferðir sem eru hvað vinsælastar, til Eyja á föstudegi og frá Eyjum á mánudegi,“ segir Hörður. Hann segir að á einhverjum tímapunkti gæti þurft að stöðva söluna svo að upplifun gesta verði sem best. „Ef of margir miðar verða seldir þá erum við hrædd um að upplifunin verði ekki sú sama.“ Mikil tilhlökkun hjá Eyjamönnum Heimasíður Herjólfs og Þjóðhátíðar lágu niðri um tíma á miðvikudag. Hörður segir að mikil traffík hafi verið um síðurnar. „Báðar síðurnar lágu niðri um tíma vegna álags. Hýsingaraðilar okkar vanmátu álagið og þá eftirspurn sem myndaðist sem er auðvitað miður og því fór sem fór. Miðasalan á báðum stöðum gekk þó vel eftir þessa hnökra,“ segir Hörður. Töluverður fjöldi þeirra sem hafði tryggt sér miða fyrir Þjóðhátíð 2020, sem ekki var haldin, hafa nýtt sér það úrræði að nota miðann sinn í ár. Flestir sem höfðu keypt miða óskuðu þó eftir endurgreiðslu. „Töluverður fjöldi flutti miðann sinn yfir á hátíðina í ár og njóta þau góðs af því enda var það líka ljóst í júlí í fyrra að miðaverð á Þjóðhátíð í ár myndi hækka í ljósi þess að hátíðin féll niður í fyrra,“ segir Hörður. Hann segir að mikil tilhlökkun sé meðal Eyjamanna fyrir hátíðinni. „Já það er mikill spenningur hjá ÍBV að framkvæma hátíðina og við upplifum mikla tilhlökkun hjá fólkinu í Eyjum yfir því að mæta á Þjóðhátíð og miða við hvernig miðasalan fór af stað er ekki heldur hægt að segja neitt annað en að allir landsmenn séu spenntir fyrir því að mæta á Þjóðhátíð.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Þjóðhátíðarlagið og myndbandið komið út Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson en í morgun var nýtt myndband frumsýnt. 28. maí 2021 09:17 „Auðveldlega hægt að breyta sögunni frá deginum í dag“ „Samkvæmt hefðinni semja konur Þjóðhátíðarlagið á 84 ára fresti. Næst fáum við þá lag eftir konu árið 2101“ 26. maí 2021 21:00 Fjöldi sá á eftir pening vegna tilkynningar sem flaug ekki hátt Margir vöknuðu fyrir tveimur vikum við þau ótíðindi að fresturinn til að flytja Þjóðhátíðarmiðann frá 2020 yfir á árið 2021 var runninn út. 26. maí 2021 17:01 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
Þjóðhátíðarlagið og myndbandið komið út Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson en í morgun var nýtt myndband frumsýnt. 28. maí 2021 09:17
„Auðveldlega hægt að breyta sögunni frá deginum í dag“ „Samkvæmt hefðinni semja konur Þjóðhátíðarlagið á 84 ára fresti. Næst fáum við þá lag eftir konu árið 2101“ 26. maí 2021 21:00
Fjöldi sá á eftir pening vegna tilkynningar sem flaug ekki hátt Margir vöknuðu fyrir tveimur vikum við þau ótíðindi að fresturinn til að flytja Þjóðhátíðarmiðann frá 2020 yfir á árið 2021 var runninn út. 26. maí 2021 17:01