Hrund, ertu ekkert að deita? Hrund Snorradóttir skrifar 28. maí 2021 07:31 Hrund, ertu ekkert að deita? Langar þig ekkert í mann? Eru spurningar sem ég fæ reglulega frá fólki. Já ég er í alvöru spurð þessarar spurningar bara svona almennt. Svarið er eiginlega nei. Mér finnst bara fínt að búa ein og þurfa ekki að taka tillit til neins nema sjálfrar mín og barnsins. Nema, stundum er svarið Jú það væri kanski fínt. Það kemur sérstaklega um mánaðarmót þegar ég stend frammi fyrir því að borga reikninga. Það er nefnilega þannig að einstæðir foreldrar þurfa á einum tekjum að standa sama straum af kostnaði lífsins eins og fólk í sambúð og hjónaböndum. Það er leiga/afborganir, hiti og rafmagn, skólamáltíðir, frístund, tómstundir, sími/internet/sjónvarp, matur, fatnaður, klipping, bíll, og svo framvegis. Við búum í samfélagi sem gerir ráð fyrir að fjölskyldu eining innihaldi tvær innkomur og helst eignir. Leigjendur hafa ekkert um leiguverð að segja þrátt fyrir hækkun á húsnæðismarkaði með tilheyrandi hækkun á leigu. Það að greiðslumat á kaupum á íbúðum taki tillit til tekna fólks skilar sér alls ekki til fólks á leigumarkaði. Þannig að fólk sem greiðir 200 þús í leigu á mánuði fengi aldrei greiðslumat fyrir íbúða kaupum sem fela í sér afborganir upp á 200 þús á mánuði. Það gefur auga leið að einstætt foreldri á leigumarkaði getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð þar sem lungað úr tekjunum fara í leigu. Staðan eins og hún er núna þá eru leigjendur að borga upp íbúðir fyrir eigendur og festast þar af leiðandi gjarnan í fátæktargildru. Það að það komi inn barnabætur 4 sinnum á ári er bara til þess að moka flórinn á milli þeirra mánaða sem engar eru barnabæturnar. Matarkostnaður hækkar, leiga hækkar og leigjendur hafa ekkert um sína stöðu að segja. 50 fm íbúð í Rvk í dag fer á 200-230 þús í dag á leigumarkaði. Sama fólk og myndi aldrei komast í gegnum greiðslumat fyrir sömu afborganir á mánuði, Er það ekki eitthvað skakkt? Í flestum tilfellum er það þannig að fólk er að fjárfesta, festa pening í þessum eignum sem segir manni það að útborgunin í fasteignina er þannig að þú ert aldrei að borga 200 þús af eigninni á mánuði. Sem þýðir það að leigjendur eru að borga upp eignir fólks. Afhverju er ekki hægt að setja þak á þessa leigu? Afhverju er ekki hægt að setja þá reglu að leigjendur borgi aldrei meira en kanski 80% af þessum afborgunum? Alveg eins og einstæðir foreldrar fá barnabætur, fá þessir eigendur vaxtabætur. Það myndi strax létta róðurinn á leigjendum og meiri líkur á að þeir geti staðið í skilum. Þar er mögulega kominn grundvöllur fyrir því að einstæðir foreldrar á leigumarkaði gætu mögulega safnað sér fyrir útborgun í íbúð, hafi þeir áhuga á því, nú eða bara lifað mannsæmadi lífi. Fjölskyldur á Íslandi eru að breytast. Fólk velur það í meira mæli að vera eitt umfram að vera óhamingjusamt og sumir hafa ekki einu sinni það val. Afhverju að gera lífið erfiðara fyrir þennan hóp? Málefni einstæðra foreldra hefur löngum farið inn um annað og út um hitt. En það eru að koma kosningar og ég hef mikinn áhuga á að sjá hvaða flokkar láta þetta málefni sig skipta. Þannig að svarið við spurningunni í byrjun þessarar greinar er: Jú mig langar alveg í mann. Mig langar að þurfa ekki að telja krónur og aura. Að þurfa ekki að brjóta upp sparibauk sonarins sem safnar fyrir playstation, að þurfa ekki að kvíða þeim mánuðum sem engar eru barnabæturnar. Það eru að koma kosningar. Ég skora á stjórnmálaflokkana í landinu að taka fyrir málefni einstæðra foreldra. Höfundur er einstætt foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2021 Leigumarkaður Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Hrund, ertu ekkert að deita? Langar þig ekkert í mann? Eru spurningar sem ég fæ reglulega frá fólki. Já ég er í alvöru spurð þessarar spurningar bara svona almennt. Svarið er eiginlega nei. Mér finnst bara fínt að búa ein og þurfa ekki að taka tillit til neins nema sjálfrar mín og barnsins. Nema, stundum er svarið Jú það væri kanski fínt. Það kemur sérstaklega um mánaðarmót þegar ég stend frammi fyrir því að borga reikninga. Það er nefnilega þannig að einstæðir foreldrar þurfa á einum tekjum að standa sama straum af kostnaði lífsins eins og fólk í sambúð og hjónaböndum. Það er leiga/afborganir, hiti og rafmagn, skólamáltíðir, frístund, tómstundir, sími/internet/sjónvarp, matur, fatnaður, klipping, bíll, og svo framvegis. Við búum í samfélagi sem gerir ráð fyrir að fjölskyldu eining innihaldi tvær innkomur og helst eignir. Leigjendur hafa ekkert um leiguverð að segja þrátt fyrir hækkun á húsnæðismarkaði með tilheyrandi hækkun á leigu. Það að greiðslumat á kaupum á íbúðum taki tillit til tekna fólks skilar sér alls ekki til fólks á leigumarkaði. Þannig að fólk sem greiðir 200 þús í leigu á mánuði fengi aldrei greiðslumat fyrir íbúða kaupum sem fela í sér afborganir upp á 200 þús á mánuði. Það gefur auga leið að einstætt foreldri á leigumarkaði getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð þar sem lungað úr tekjunum fara í leigu. Staðan eins og hún er núna þá eru leigjendur að borga upp íbúðir fyrir eigendur og festast þar af leiðandi gjarnan í fátæktargildru. Það að það komi inn barnabætur 4 sinnum á ári er bara til þess að moka flórinn á milli þeirra mánaða sem engar eru barnabæturnar. Matarkostnaður hækkar, leiga hækkar og leigjendur hafa ekkert um sína stöðu að segja. 50 fm íbúð í Rvk í dag fer á 200-230 þús í dag á leigumarkaði. Sama fólk og myndi aldrei komast í gegnum greiðslumat fyrir sömu afborganir á mánuði, Er það ekki eitthvað skakkt? Í flestum tilfellum er það þannig að fólk er að fjárfesta, festa pening í þessum eignum sem segir manni það að útborgunin í fasteignina er þannig að þú ert aldrei að borga 200 þús af eigninni á mánuði. Sem þýðir það að leigjendur eru að borga upp eignir fólks. Afhverju er ekki hægt að setja þak á þessa leigu? Afhverju er ekki hægt að setja þá reglu að leigjendur borgi aldrei meira en kanski 80% af þessum afborgunum? Alveg eins og einstæðir foreldrar fá barnabætur, fá þessir eigendur vaxtabætur. Það myndi strax létta róðurinn á leigjendum og meiri líkur á að þeir geti staðið í skilum. Þar er mögulega kominn grundvöllur fyrir því að einstæðir foreldrar á leigumarkaði gætu mögulega safnað sér fyrir útborgun í íbúð, hafi þeir áhuga á því, nú eða bara lifað mannsæmadi lífi. Fjölskyldur á Íslandi eru að breytast. Fólk velur það í meira mæli að vera eitt umfram að vera óhamingjusamt og sumir hafa ekki einu sinni það val. Afhverju að gera lífið erfiðara fyrir þennan hóp? Málefni einstæðra foreldra hefur löngum farið inn um annað og út um hitt. En það eru að koma kosningar og ég hef mikinn áhuga á að sjá hvaða flokkar láta þetta málefni sig skipta. Þannig að svarið við spurningunni í byrjun þessarar greinar er: Jú mig langar alveg í mann. Mig langar að þurfa ekki að telja krónur og aura. Að þurfa ekki að brjóta upp sparibauk sonarins sem safnar fyrir playstation, að þurfa ekki að kvíða þeim mánuðum sem engar eru barnabæturnar. Það eru að koma kosningar. Ég skora á stjórnmálaflokkana í landinu að taka fyrir málefni einstæðra foreldra. Höfundur er einstætt foreldri.
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun