Sjúkdómsvæðing fæðingar í fjölmiðlum Stefanía Ósk Margeirsdóttir skrifar 27. maí 2021 15:00 Það er áhugavert að velta fyrir sér fyrirsögnum blaðamanna í umfjöllun um fæðingar. Fjölmiðlar eiga til að mála upp ákveðna mynd af fæðingum sem einkennist af neikvæðri upplifun, áhættu, dramatík og óbærilegum sársauka. Líkleg skýring er sú að það sem er krassandi vill oft seljast betur. Umfjöllun um fæðingar getur þó haft bein áhrif á viðhorf til fæðingarinnar og því er ábyrgð fjölmiðla mikil þegar öll umfjöllun er sett í neikvætt eða áhættumiðað form. En hverju skiptir þetta máli? Á einhverjum tímapunkti í lífi sínu eru flestir að íhuga barneignir. Þegar fæðingar eru sjúkdómsvæddar og fjölmiðlar draga upp neikvæða umfjöllun um fæðingar hefur það áhrif á ungt fólk og elur á hræðslu varðandi fæðingar og barneignarferlið allt (1). Rannsóknir hafa sýnt að umfjöllun fjölmiðla getur mótað viðhorf kvenna og alið á ótta og ranghugmyndum um fæðingar (2). Í 3. grein í siðareglum Blaðamannafélag Íslands stendur: ,,Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu”. Það má því spyrja sig hvort blaðamenn séu að fara gegn eigin siðareglum þegar þeir endurtekið fjalla um eins venjulegan atburð og fæðingu sem hádramtískan og hættulegan atburð í lífi kvenna. Þetta er ekki bara rangt, heldur getur þetta hreinlega valdið skaða. Á Íslandi eru útkomur kvenna og nýbura góðar. Í samanburði við önnur lönd innan Evrópu er Ísland meðal þeirra landa sem hefur lægstu tíðni keisaraskurða, léttbura, andvana fæðingar og nýburadauða (3). Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að mikill meirihluti kvenna sem verða barnshafandi eru hraustar konur í eðlilegri meðgöngu og því litlar líkur á að þörf sé fyrir bráðahjálp í fæðingu. Fjölmiðlar geta haft veigamikil áhrif á það hvort og hvar kona upplifir sig örugga og bera þar af leiðandi mikla ábyrgð. Mikilvægt er að minna líka á að flestar fæðingar ganga vel fyrir sig og þegar það þarf að grípa inn í er það gert af öryggi og þekkingu hér á landi. Þegar fjölmiðlar draga upp hádramatíska og neikvæða mynd af fæðingum getur það gefið verðandi foreldrum ranga hugmynd um áhættuna sem fylgir fæðingu og skapað óraunhæfan ótta hjá þeim. Þessi ótti getur orðið til þess að konur verði óþarflega hræddar á meðgöngu og í fæðingu sem síðan eykur líkur á fylgikvillum og inngripum. Í ljósi þess skora ég á fjölmiðla að láta af nokkrum flettingum á ári, vanda framsetningu og einbeita sér að ábyrgri umfjöllun þegar kemur að fæðingum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir hjá Fæðingarheimili Reykjavíkur, Heilsugæslunni í Hamraborg og á Fæðingarvakt Landspítalans. Heimildir: Serçekuş, P. og Okumuş, H. (2009). Fears associated with childbirth among nulliparous women in Turkey. Midwifery, 25(2), 155-162. Stoll, K. og Hall, W. (2013). Vicarious birth experiences and childbirth fear: does it matter how young Canadian women learn about birth? The Journal of perinatal education, 22(4), 226. Euro-Peristat Project. (2018). European Perinatal Health Report. Core indictators of the health and care of pregnant women and babies in Europe in 2015. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Börn og uppeldi Fjölmiðlar Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að velta fyrir sér fyrirsögnum blaðamanna í umfjöllun um fæðingar. Fjölmiðlar eiga til að mála upp ákveðna mynd af fæðingum sem einkennist af neikvæðri upplifun, áhættu, dramatík og óbærilegum sársauka. Líkleg skýring er sú að það sem er krassandi vill oft seljast betur. Umfjöllun um fæðingar getur þó haft bein áhrif á viðhorf til fæðingarinnar og því er ábyrgð fjölmiðla mikil þegar öll umfjöllun er sett í neikvætt eða áhættumiðað form. En hverju skiptir þetta máli? Á einhverjum tímapunkti í lífi sínu eru flestir að íhuga barneignir. Þegar fæðingar eru sjúkdómsvæddar og fjölmiðlar draga upp neikvæða umfjöllun um fæðingar hefur það áhrif á ungt fólk og elur á hræðslu varðandi fæðingar og barneignarferlið allt (1). Rannsóknir hafa sýnt að umfjöllun fjölmiðla getur mótað viðhorf kvenna og alið á ótta og ranghugmyndum um fæðingar (2). Í 3. grein í siðareglum Blaðamannafélag Íslands stendur: ,,Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu”. Það má því spyrja sig hvort blaðamenn séu að fara gegn eigin siðareglum þegar þeir endurtekið fjalla um eins venjulegan atburð og fæðingu sem hádramtískan og hættulegan atburð í lífi kvenna. Þetta er ekki bara rangt, heldur getur þetta hreinlega valdið skaða. Á Íslandi eru útkomur kvenna og nýbura góðar. Í samanburði við önnur lönd innan Evrópu er Ísland meðal þeirra landa sem hefur lægstu tíðni keisaraskurða, léttbura, andvana fæðingar og nýburadauða (3). Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að mikill meirihluti kvenna sem verða barnshafandi eru hraustar konur í eðlilegri meðgöngu og því litlar líkur á að þörf sé fyrir bráðahjálp í fæðingu. Fjölmiðlar geta haft veigamikil áhrif á það hvort og hvar kona upplifir sig örugga og bera þar af leiðandi mikla ábyrgð. Mikilvægt er að minna líka á að flestar fæðingar ganga vel fyrir sig og þegar það þarf að grípa inn í er það gert af öryggi og þekkingu hér á landi. Þegar fjölmiðlar draga upp hádramatíska og neikvæða mynd af fæðingum getur það gefið verðandi foreldrum ranga hugmynd um áhættuna sem fylgir fæðingu og skapað óraunhæfan ótta hjá þeim. Þessi ótti getur orðið til þess að konur verði óþarflega hræddar á meðgöngu og í fæðingu sem síðan eykur líkur á fylgikvillum og inngripum. Í ljósi þess skora ég á fjölmiðla að láta af nokkrum flettingum á ári, vanda framsetningu og einbeita sér að ábyrgri umfjöllun þegar kemur að fæðingum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir hjá Fæðingarheimili Reykjavíkur, Heilsugæslunni í Hamraborg og á Fæðingarvakt Landspítalans. Heimildir: Serçekuş, P. og Okumuş, H. (2009). Fears associated with childbirth among nulliparous women in Turkey. Midwifery, 25(2), 155-162. Stoll, K. og Hall, W. (2013). Vicarious birth experiences and childbirth fear: does it matter how young Canadian women learn about birth? The Journal of perinatal education, 22(4), 226. Euro-Peristat Project. (2018). European Perinatal Health Report. Core indictators of the health and care of pregnant women and babies in Europe in 2015.
Heimildir: Serçekuş, P. og Okumuş, H. (2009). Fears associated with childbirth among nulliparous women in Turkey. Midwifery, 25(2), 155-162. Stoll, K. og Hall, W. (2013). Vicarious birth experiences and childbirth fear: does it matter how young Canadian women learn about birth? The Journal of perinatal education, 22(4), 226. Euro-Peristat Project. (2018). European Perinatal Health Report. Core indictators of the health and care of pregnant women and babies in Europe in 2015.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun