Samherji og Kjálkanes áfram með meirihluta í Síldarvinnslunni eftir útboðið Eiður Þór Árnason skrifar 27. maí 2021 10:57 Frá athafnasvæði Síldarvinnslunnar í Norðfjarðarhöfn. Vísir/Einar Samherji hf. og Kjálkanes ehf. eru áfram stærstu hluthafar Síldarvinnslunnar hf. að loknu hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 12. maí. Samanlagt fara félögin með 51,8% hlut í Síldarvinnslunni en hlutabréf sjávarútvegsfyrirtækisins voru tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Að loknu útboði hefur Samherji minnkað eignarhlut sinn í Síldarvinnslunni úr 44,64% í 32,6% en er áfram stærsti einstaki hluthafi félagsins. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, keypti hlutabréf fyrir 60 milljónir króna í útboðinu samkvæmt tilkynningu til Kauphallar. Hlutur Kjálkaness fer úr 34,23% í 19,2% en helstu eigendur félagsins eru Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, og fólk sem tengist honum fjölskylduböndum. Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað er áfram þriðji stærsti einstaki eigandi Síldarvinnslunnar. Félagið bætir lítillega við sig og fer úr 10,97% í 11,0% eignarhlut. Eignarhaldsfélagið Snæfugl á nú 4,3% hlut í Síldarvinnslunni eftir útboðið en var með 5,3% eignarhlut. Samherji á 15% hlut í Snæfugli og Björgólfur Jóhannsson 5% hlut. Síldarvinnslan birti nýjan lista yfir stærstu hluthafa félagsins í dag. Hlutabréf seldust fyrir 30 milljarða Hlutabréf í Síldarvinnslunni seldust fyrir 29,7 milljarða í hlutafjárútboði fyrirtækisins en alls skráðu 6.500 fjárfestar og einstaklingar sig fyrir áskrift að hlutabréfum að andvirði um 60 milljarða króna. Var því rúmlega tvölfalt meiri eftirspurn en nam sölu og nýttu seljendur sér heimild til að fjölga seldum hlutum í útboðinu um 51 milljón hluta. Í útboðinu voru boðnir til sölu 447,6 milljónir hluta af áður útgefnum hlutum en í heild samþykkti Síldarvinnslan áskriftir fyrir 498,6 milljónir hluta eða 29,3% af hlutafé þess að sögn félagsins. Hlutfallsleg eign 20 stærstu hluthafa Síldarvinnslunnar eftir útboðið Samherji hf. 32,6% Kjálkanes ehf. 19,2% Samvinnufélag útgerðarm. Neskau 11,0% Gildi - lífeyrissjóður 9,9% Eignarhaldsfélagið Snæfugl ehf. 4,3% Almenni lífeyrissjóðurinn 1,4% Hraunlón ehf. 1,0% Snæból ehf. 1,0% Lífeyrissjóður verslunarmanna 0,9% Olíusamlag útvegsmanna Nesk svf 0,8% Stefnir - ÍS 15 0,8% Stefnir - ÍS 5 0,6% A80 ehf. 0,5% Askja fagfjárfestasjóður 0,5% Júpíter rekstrarfélag hf. 0,5% Stapi lífeyrissjóður 0,5% Landsbréf hf. 0,4% Landsbréf - Úrvalsbréf 0,4% Stefnir - Samval 0,3% Lífeyrissjóður bankam Aldursdei 0,3% Fréttin hefur verið uppfærð. Sjávarútvegur Kauphöllin Síldarvinnslan Tengdar fréttir Síldarvinnslan verðlögð á allt að 99 milljarða fyrir hlutafjárútboð Síldarvinnslan, eitt eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, er verður verðlögð á allt að 99 milljarða króna í komandi hlutafjárútboði félagsins sem fram fer 10. til 12. maí. 28. apríl 2021 07:01 Norðfirðingar vilja stækka hlut sinn í Síldarvinnslunni Áhugi er meðal heimamanna á Norðfirði að auka hlut sinn á ný í Síldarvinnslunni, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Austfjarða, nú þegar stefnt er að skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað. 12. apríl 2021 22:10 Býst við að Síldarvinnslan verði skráð í Kauphöll í maí Forstjóri Síldarvinnslunar býst við að félagið verði skráð í Kauphöllina í maí. Ekki verða gefin út ný hlutabréf heldur ætli stærstu eigendur að selja af sínum hlutum við skráningu í félaginu. 20. febrúar 2021 13:31 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Að loknu útboði hefur Samherji minnkað eignarhlut sinn í Síldarvinnslunni úr 44,64% í 32,6% en er áfram stærsti einstaki hluthafi félagsins. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, keypti hlutabréf fyrir 60 milljónir króna í útboðinu samkvæmt tilkynningu til Kauphallar. Hlutur Kjálkaness fer úr 34,23% í 19,2% en helstu eigendur félagsins eru Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, og fólk sem tengist honum fjölskylduböndum. Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað er áfram þriðji stærsti einstaki eigandi Síldarvinnslunnar. Félagið bætir lítillega við sig og fer úr 10,97% í 11,0% eignarhlut. Eignarhaldsfélagið Snæfugl á nú 4,3% hlut í Síldarvinnslunni eftir útboðið en var með 5,3% eignarhlut. Samherji á 15% hlut í Snæfugli og Björgólfur Jóhannsson 5% hlut. Síldarvinnslan birti nýjan lista yfir stærstu hluthafa félagsins í dag. Hlutabréf seldust fyrir 30 milljarða Hlutabréf í Síldarvinnslunni seldust fyrir 29,7 milljarða í hlutafjárútboði fyrirtækisins en alls skráðu 6.500 fjárfestar og einstaklingar sig fyrir áskrift að hlutabréfum að andvirði um 60 milljarða króna. Var því rúmlega tvölfalt meiri eftirspurn en nam sölu og nýttu seljendur sér heimild til að fjölga seldum hlutum í útboðinu um 51 milljón hluta. Í útboðinu voru boðnir til sölu 447,6 milljónir hluta af áður útgefnum hlutum en í heild samþykkti Síldarvinnslan áskriftir fyrir 498,6 milljónir hluta eða 29,3% af hlutafé þess að sögn félagsins. Hlutfallsleg eign 20 stærstu hluthafa Síldarvinnslunnar eftir útboðið Samherji hf. 32,6% Kjálkanes ehf. 19,2% Samvinnufélag útgerðarm. Neskau 11,0% Gildi - lífeyrissjóður 9,9% Eignarhaldsfélagið Snæfugl ehf. 4,3% Almenni lífeyrissjóðurinn 1,4% Hraunlón ehf. 1,0% Snæból ehf. 1,0% Lífeyrissjóður verslunarmanna 0,9% Olíusamlag útvegsmanna Nesk svf 0,8% Stefnir - ÍS 15 0,8% Stefnir - ÍS 5 0,6% A80 ehf. 0,5% Askja fagfjárfestasjóður 0,5% Júpíter rekstrarfélag hf. 0,5% Stapi lífeyrissjóður 0,5% Landsbréf hf. 0,4% Landsbréf - Úrvalsbréf 0,4% Stefnir - Samval 0,3% Lífeyrissjóður bankam Aldursdei 0,3% Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjávarútvegur Kauphöllin Síldarvinnslan Tengdar fréttir Síldarvinnslan verðlögð á allt að 99 milljarða fyrir hlutafjárútboð Síldarvinnslan, eitt eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, er verður verðlögð á allt að 99 milljarða króna í komandi hlutafjárútboði félagsins sem fram fer 10. til 12. maí. 28. apríl 2021 07:01 Norðfirðingar vilja stækka hlut sinn í Síldarvinnslunni Áhugi er meðal heimamanna á Norðfirði að auka hlut sinn á ný í Síldarvinnslunni, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Austfjarða, nú þegar stefnt er að skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað. 12. apríl 2021 22:10 Býst við að Síldarvinnslan verði skráð í Kauphöll í maí Forstjóri Síldarvinnslunar býst við að félagið verði skráð í Kauphöllina í maí. Ekki verða gefin út ný hlutabréf heldur ætli stærstu eigendur að selja af sínum hlutum við skráningu í félaginu. 20. febrúar 2021 13:31 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Síldarvinnslan verðlögð á allt að 99 milljarða fyrir hlutafjárútboð Síldarvinnslan, eitt eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, er verður verðlögð á allt að 99 milljarða króna í komandi hlutafjárútboði félagsins sem fram fer 10. til 12. maí. 28. apríl 2021 07:01
Norðfirðingar vilja stækka hlut sinn í Síldarvinnslunni Áhugi er meðal heimamanna á Norðfirði að auka hlut sinn á ný í Síldarvinnslunni, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Austfjarða, nú þegar stefnt er að skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað. 12. apríl 2021 22:10
Býst við að Síldarvinnslan verði skráð í Kauphöll í maí Forstjóri Síldarvinnslunar býst við að félagið verði skráð í Kauphöllina í maí. Ekki verða gefin út ný hlutabréf heldur ætli stærstu eigendur að selja af sínum hlutum við skráningu í félaginu. 20. febrúar 2021 13:31