Draga fimm leikja bann til baka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2021 07:02 Myndin tengist fréttinni ekki. Vísir/Daníel Þór Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur fellt úr gildi úrskurð aga- og úrskurðarnefndar í máli þar sem leikmanni var gert að sæta leikbanni í fimm leiki í keppnum á vegum KSÍ og banni frá Dalvíkurvelli á meðan bannið varir. Þá var sekt knattspyrnudeildar Magna samkvæmt úrskurðinum einnig felld úr gildi. Þetta kemur fram á vef KSÍ. „Í hinum áfrýjaða úrskurði byggir niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar meðal annars á skýrslu dómara þar sem atvikum er lýst sem dómari verður ekki vitni að. Í skýrslunni eru leiddar líkur að því leikmaður Magna hafi sagt eitthvað rasískt við leikmann Aftureldingar án þess þó að fyrir liggi með óyggjandi hætti hver meint ummæli hafi í raun verið. Þá er framkoma leikmannsins hörmuð í greinargerð sem barst frá knattspyrnudeild Magna án þess að vitnað sé til brotlegra ummæla leikmanns auk þess sem fram kemur að forráðamenn knattspyrnudeildar Magna, er rita greinargerðina, voru ekki á umræddum leik og urðu því ekki vitni að atvikinu,“ segir í úrskurðinum. Leikmaðurinn sjálfur neitar að hafa látið téð ummæli falla í þeim orðaskiptum er urðu á milli hans og leikmanns Aftureldingar. Hann viðurkenndi þó óíþróttamannslega framkomu af sinni hálfu. „Það er mat dómsins að ekki liggi fyrir í gögnum málsins óyggjandi staðfesting á því hvaða orð leikmaður Magna lét falla við leikmann Aftureldingar enda kemur fram í skýrslu dómara að dómari varð ekki vitni að þeim orðaskiptum,“ segir einnig í úrskurði KSÍ. „Dómurinn byggir sönnunarmat sitt á skýrslu dómara og öðrum þeim gögnum sem fram hafa verið lögð í málinu og með hliðsjón af þeim telur dómurinn ekki fullnægjandi sannað að leikmaðurinn hafi viðhaft þau ummæli sem vísað er til í skýrslu dómara og verður hann því ekki talinn hafa gerst brotlegur.“ Dóminn má lesa í heild sinni hér. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Þá var sekt knattspyrnudeildar Magna samkvæmt úrskurðinum einnig felld úr gildi. Þetta kemur fram á vef KSÍ. „Í hinum áfrýjaða úrskurði byggir niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar meðal annars á skýrslu dómara þar sem atvikum er lýst sem dómari verður ekki vitni að. Í skýrslunni eru leiddar líkur að því leikmaður Magna hafi sagt eitthvað rasískt við leikmann Aftureldingar án þess þó að fyrir liggi með óyggjandi hætti hver meint ummæli hafi í raun verið. Þá er framkoma leikmannsins hörmuð í greinargerð sem barst frá knattspyrnudeild Magna án þess að vitnað sé til brotlegra ummæla leikmanns auk þess sem fram kemur að forráðamenn knattspyrnudeildar Magna, er rita greinargerðina, voru ekki á umræddum leik og urðu því ekki vitni að atvikinu,“ segir í úrskurðinum. Leikmaðurinn sjálfur neitar að hafa látið téð ummæli falla í þeim orðaskiptum er urðu á milli hans og leikmanns Aftureldingar. Hann viðurkenndi þó óíþróttamannslega framkomu af sinni hálfu. „Það er mat dómsins að ekki liggi fyrir í gögnum málsins óyggjandi staðfesting á því hvaða orð leikmaður Magna lét falla við leikmann Aftureldingar enda kemur fram í skýrslu dómara að dómari varð ekki vitni að þeim orðaskiptum,“ segir einnig í úrskurði KSÍ. „Dómurinn byggir sönnunarmat sitt á skýrslu dómara og öðrum þeim gögnum sem fram hafa verið lögð í málinu og með hliðsjón af þeim telur dómurinn ekki fullnægjandi sannað að leikmaðurinn hafi viðhaft þau ummæli sem vísað er til í skýrslu dómara og verður hann því ekki talinn hafa gerst brotlegur.“ Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira