Fylgi Sjálfstæðisflokksins dregst saman Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. maí 2021 20:28 Kosið verður til Alþingis 25. september næstkomandi. Vísir/Vilhelm Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar nokkuð samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eða um tvö og hálft prósentustig miðað við sambærilega könnun sem gerð var í apríl á þessu ári. Minna en helmingur kveðst ánægður með störf ríkisstjórnarinnar. Fylgi Miðflokksins, sem hefur verið á niðurleið, hækkar aftur á móti úr 5,3 prósentum í 6,8 prósent. Sósíalistar bæta einnig við sig og fara úr 4,1 prósenti í 5,5 prósent. Fylgi Vinstri grænna mælist þá 14,4 prósent, samanborið við 15,2 prósent í síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn bætir við sig einum tíunda úr prósentustigi og mælist með 11,2 prósent fylgi. Samfylkingin og Viðreisn mælast með ríflega tólf prósenta fylgi, Píratar með tæp ellefu prósent og Flokkur fólksins með fimm prósent, líkt og í síðustu könnun. Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar myndrænt. Þrír stólpar fyrir hvern flokk. Sá til vinstri táknar fylgi í síðustu kosningum, sá í miðjunni fylgi samkvæmt könnun í síðasta mánuði og sá til hægri fylgið samkvæmt nýjustu könnun.Stöð 2 Tæpur helmingur ánægður með ríkisstjórnina Tæpur helmingur svarenda, eða 47,7 prósent, kveðst ánægður með störf ríkisstjórnarinnar. Minnihluti kveðst óánægður, eða 22,6 prósent. Þá sögðust 29,7 prósent svarenda í meðallagi ánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Rúmlega helmingur svarenda, 50,1 prósent, kvaðst í meðallagi ánægður með störf stjórnarandstöðunnar á þingi. Þá segjast 15,3 prósent ánægð með störf hennar en 34,6 prósent óánægð. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, hóp fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Á netinu. Þátttakendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Könnunin inniheldur tvær mælingar. Sú fyrri fór fram dagana 26. apríl til 5. maí 2021 og sú síðari 10. til 19. maí. Svarendur voru 1.715 talsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Fylgi Miðflokksins, sem hefur verið á niðurleið, hækkar aftur á móti úr 5,3 prósentum í 6,8 prósent. Sósíalistar bæta einnig við sig og fara úr 4,1 prósenti í 5,5 prósent. Fylgi Vinstri grænna mælist þá 14,4 prósent, samanborið við 15,2 prósent í síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn bætir við sig einum tíunda úr prósentustigi og mælist með 11,2 prósent fylgi. Samfylkingin og Viðreisn mælast með ríflega tólf prósenta fylgi, Píratar með tæp ellefu prósent og Flokkur fólksins með fimm prósent, líkt og í síðustu könnun. Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar myndrænt. Þrír stólpar fyrir hvern flokk. Sá til vinstri táknar fylgi í síðustu kosningum, sá í miðjunni fylgi samkvæmt könnun í síðasta mánuði og sá til hægri fylgið samkvæmt nýjustu könnun.Stöð 2 Tæpur helmingur ánægður með ríkisstjórnina Tæpur helmingur svarenda, eða 47,7 prósent, kveðst ánægður með störf ríkisstjórnarinnar. Minnihluti kveðst óánægður, eða 22,6 prósent. Þá sögðust 29,7 prósent svarenda í meðallagi ánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Rúmlega helmingur svarenda, 50,1 prósent, kvaðst í meðallagi ánægður með störf stjórnarandstöðunnar á þingi. Þá segjast 15,3 prósent ánægð með störf hennar en 34,6 prósent óánægð. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, hóp fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Á netinu. Þátttakendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Könnunin inniheldur tvær mælingar. Sú fyrri fór fram dagana 26. apríl til 5. maí 2021 og sú síðari 10. til 19. maí. Svarendur voru 1.715 talsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira