Viðskipti innlent

Kaupa Malbik og völtun

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Bjarni Jónsson hjá Malbiki og völtun, Vilhjálmur Þór Matthíasson,framkvæmdastjóri Malbikstöðvarinnar, og Valgarð Einarsson hjá Malbiki og völtun.
Jón Bjarni Jónsson hjá Malbiki og völtun, Vilhjálmur Þór Matthíasson,framkvæmdastjóri Malbikstöðvarinnar, og Valgarð Einarsson hjá Malbiki og völtun. Malbikunarstöðin

Malbikstöðin og Fagverk hafa keypt Malbik og völtun ehf. sem hefur verið starfrækt í fjörutíu ár.

Í tilkynningu segir að með kaupunum sameinist fyrirtækin undir merkjum Malbikstöðvarinnar og færist starfsfólk hins keypta fyrirtækis þangað yfir.

„Kaupin eru mikilvægur hluti af uppbyggingu Malbikstöðvarinnar og Fagverks og einn liður í baráttu fyrirtækjanna um aukna markaðshlutdeild í samkeppni við Reykjavíkurborg sem fer mikinn á malbiksmarkaðnum í samkeppni við einkafyrirtækin,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×