Umfjöllun og viðtöl: KR - HK 1-1 | Stefan bjargaði stigi fyrir HK Valur Páll Eiríksson skrifar 25. maí 2021 22:30 Stefan Ljubicic var hetja HK-inga í kvöld. Vísir/Vilhelm KR og HK skildu jöfn 1-1 er þau mættust á Meistaravöllum í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í dag. Stefan Alexander Ljubicic bjargaði stigi fyrir HK undir lokin. Fyrir leik dagsins var KR með sjö stig eftir fyrstu fimm leiki sína en átti enn eftir að vinna leik á heimavelli. HK var hins vegar sigurlaust hvort sem var heima eða að heiman; með tvö stig í fallsæti. Bæði lið vildu því þrjú stig í kvöld. Það voru gestirnir úr Kópavogi sem voru hættulegri aðilinn strax í upphafi og áttu þrjár marktilraunir á fyrstu fjórum mínútunum. KR-ingar unnu sig þó fljótt inn í leikinn og einkenndist fyrri hálfleikurinn af því að KR hélt boltanum án þess að ógna þéttum HK-ingum mikið. Þeir náðu þó að setja mark sitt á leikinn þegar Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, gerði sig sekan um slæm mistök um miðjan hálfleikinn. Hann gaf boltann þá frá sér undir pressu KR-inga við vítateigsendann hægra megin frá KR séð, boltinn barst til Atla Sigurjónssonar sem lagði boltann með snyrtilegum boga úr þröngu færi, yfir Arnar sem var á hlaupum aftur í markið. HK-ingar ógnuðu gott sem ekkert í fyrri hálfleiknum, fyrr en að Bjarni Gunnarsson átti skalla rétt fram hjá úr góðri stöðu undir lok hálfleiksins. Staðan í hléi var þó 1-0 fyrir KR-liði sem var líklega milli 60 og 70% með boltann fyrir hléið. Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri. KR var meira með boltann og HK sat aftarlega. Báðum liðum gekk erfiðlega að finna opnanir en Óskar Örn Hauksson fékk besta færi leiksins þegar hann prjónaði sig laglega í gegnum vörn HK eftir sendingu frá Stefáni Árna Geirssyni, lék á Arnar Frey, markvörð HK, en hitti boltanum agalega í skotinu fyrir opnu marki. KR-ingum refsaðist fyrir þetta seint í leiknum þegar HK-ingar spiluðu sig upp vinstri kantinn, fyrirgjöf kom fyrir markið hvar Aron Bjarki Jósepsson, sem kom inn í vinstri bakvarðarstöðuna fyrir meiddan Kristin Jónsson seint í leiknum, skallaði boltann illa frá, beint fyrir fætur annars varamanns, Stefans Ljubicic, sem kom boltanum í markið á 86. mínútu. KR-ingar reyndu hvað þeir gátu að koma marki inn í lokin en varð ekki erindi sem erfiði. 1-1 jafntefli niðurstaðan í nokkuð bragðdaufum leik. KR er með átta stig eftir leikinn í sjötta sæti en bíður enn síns fyrsta heimsigurs. HK hefur hvorki unnið á heimavelli né útivelli í sumar og er eftir jafnteflið í kvöld með þrjú stig í tíunda sæti, fyrir ofan Keflavík sem er í fallsæti, vegna markatölu. Af hverju fór leikurinn jafntefli? KR-ingar náðu ekki að breyta yfirburðum sínum úti á velli í mörk. Klúður Óskar Arnar Haukssonar var dýrkeypt þar sem Stefan Ljubicic nýtti eina færi HK í seinni hálfleiknum. Hverjir stóðu upp úr? KR-ingar voru gríðarsterkir á miðjunni stóra kafla leiksins. Pálmi Rafn stýrði því vel sem dýpsti miðjumaður og þá áttu Ægir Jarl Jónasson og Stefán Árni Geirsson fyrir framan hann góðan leik. Guðmundur Þór Júlíusson var sem klettur í vörn HK og gerði vel í að halda Kjartani Henry Finnbogassyni niðri stóra hluta leiksins. Birnir Snær Ingason var þá helsta sóknarógn HK og átti fína spretti. Hvað fór illa? Hvorugt liðanna átti sinn besta leik sóknarlega þar sem mikill vindur hafði sitt að segja. Óskar Örn Hauksson sást lítið, að góðum spretti í færinu í seinni hálfleik undanskildum. Sömuleiðis kom lítið út úr Kristni Jónssyni sem deildi vinstri kantinum með honum. Valgeir Valgeirsson var færður upp á kant þar sem að Birkir Valur Jónsson kom aftur í bakvörðinn hjá HK. Valgeir sást hins vegar varla í leiknum. Arnar Freyr Ólafsson gerir þá mistök í marki KR og sömuleiðis gerir Aron Bjarki Jósepsson það í marki HK. Hvað gerist næst? KR mætir ÍA að Meistaravöllum á sunnudagskvöld og sækist eftir sínum fyrsta heimasigri. HK vonast eftir sínum fyrsta sigri í sumar er nýliðar Leiknis heimsækja þá í Kórinn sama kvöld. Brynjar Björn: Næst á dagskrá að ná fyrsta sigrinum Brynjar Björn var ánægður að ná í stig.Vísir/Bára „Það var mjög ljúft að ná stigi. Gangur leiksins var svolítið eins og við bjuggumst við. Við fengum ágætis möguleika, eitt, tvö, góð færi í byrjun leiks, en svo lögðumst við aðeins of djúpt niður á völlinn og leyfum þeim að vera fulllengi með boltann á köflum án þess að þeir skapi færi í fyrri hálfleik en við gefum þeim mark. Það er óþægilegt á KR-vellinum.“ segir Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK eftir leik kvöldsins og bætir við: „En við höldum haus, komust í gegnum hálfleikinn, og út í seinni hálfleikinn. Náum svo að þrýsta aðeins á þá í lokinn og setja jöfnunarmarkið.“ HK er enn án sigurs er Brynjar Björn telur margt í leik liðsins benda til að biðin lengist ekki mikið meira. „Ætli það sé ekki næst á dagskrá að ná í fyrsta sigurinn. Eins og þetta er að spilast eru lið öll að taka stig af hvoru öðru og við teljum okkur eiga möguleika inni í Kór í næsta leik. Við fáum aðeins lengri tíma núna milli leikja að jafna okkur, þó það sé ekki mikið, og ég er bara bjartsýnn eftir fína frammistöðu í dag, sérstaklega varnarlega.“ segir Brynjar Björn. Sigurvin: Agaleysi undir lokin Sigurvin Ólafsson, aðstoðarþjálfari KR, Vísir/KR.is „Þetta gríðarlega svekkjandi, þetta er bara sárt að fá sig þetta mark undir lokin, sagði Sigurvin Ólafsson, aðstoðarþjálfari KR, eftir leik kvöldsins. „Við erum að gera, að mínu viti, nóg. Við erum með góð tök á leiknum þannig séð allan tímann, skorum þarna í fyrri hálfleik og höldum þeim frá okkar marki gott sem allan tímann. Við fáum svo þetta tækifæri til að klára leikinn en náum ekki að gera það. Í seinni hálfleik finnst mér samt engin hætta á ferðum við okkar mark, en það er svona þegar þú ert bara með eitt mark í forskot, þá er hætta á ferðum. Við gerum okkur seka um agaleysi þarna í lokin og er refsað grimmilega.“ segir Sigurvin enn fremur. KR er án sigurs á heimavelli það sem af er móti og aðspurður um hvort það sé áhyggjuefni segir Sigurvin: „Það er ekkert áhyggjuefni, mér finnst við spila nógu vel í dag til að vinna leikinn. Fótboltinn er bara svona, stundum fellur þetta með manni og stundum ekki. Mér fannst við gera nóg til að vinna þennan leik en okkur vantar bara herslumuninn til að breyta svona leikjum í örugga sigra. Það er ekki mikið sem vantar upp á með það.“ segir Sigurvin. Pepsi Max-deild karla KR HK
KR og HK skildu jöfn 1-1 er þau mættust á Meistaravöllum í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í dag. Stefan Alexander Ljubicic bjargaði stigi fyrir HK undir lokin. Fyrir leik dagsins var KR með sjö stig eftir fyrstu fimm leiki sína en átti enn eftir að vinna leik á heimavelli. HK var hins vegar sigurlaust hvort sem var heima eða að heiman; með tvö stig í fallsæti. Bæði lið vildu því þrjú stig í kvöld. Það voru gestirnir úr Kópavogi sem voru hættulegri aðilinn strax í upphafi og áttu þrjár marktilraunir á fyrstu fjórum mínútunum. KR-ingar unnu sig þó fljótt inn í leikinn og einkenndist fyrri hálfleikurinn af því að KR hélt boltanum án þess að ógna þéttum HK-ingum mikið. Þeir náðu þó að setja mark sitt á leikinn þegar Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, gerði sig sekan um slæm mistök um miðjan hálfleikinn. Hann gaf boltann þá frá sér undir pressu KR-inga við vítateigsendann hægra megin frá KR séð, boltinn barst til Atla Sigurjónssonar sem lagði boltann með snyrtilegum boga úr þröngu færi, yfir Arnar sem var á hlaupum aftur í markið. HK-ingar ógnuðu gott sem ekkert í fyrri hálfleiknum, fyrr en að Bjarni Gunnarsson átti skalla rétt fram hjá úr góðri stöðu undir lok hálfleiksins. Staðan í hléi var þó 1-0 fyrir KR-liði sem var líklega milli 60 og 70% með boltann fyrir hléið. Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri. KR var meira með boltann og HK sat aftarlega. Báðum liðum gekk erfiðlega að finna opnanir en Óskar Örn Hauksson fékk besta færi leiksins þegar hann prjónaði sig laglega í gegnum vörn HK eftir sendingu frá Stefáni Árna Geirssyni, lék á Arnar Frey, markvörð HK, en hitti boltanum agalega í skotinu fyrir opnu marki. KR-ingum refsaðist fyrir þetta seint í leiknum þegar HK-ingar spiluðu sig upp vinstri kantinn, fyrirgjöf kom fyrir markið hvar Aron Bjarki Jósepsson, sem kom inn í vinstri bakvarðarstöðuna fyrir meiddan Kristin Jónsson seint í leiknum, skallaði boltann illa frá, beint fyrir fætur annars varamanns, Stefans Ljubicic, sem kom boltanum í markið á 86. mínútu. KR-ingar reyndu hvað þeir gátu að koma marki inn í lokin en varð ekki erindi sem erfiði. 1-1 jafntefli niðurstaðan í nokkuð bragðdaufum leik. KR er með átta stig eftir leikinn í sjötta sæti en bíður enn síns fyrsta heimsigurs. HK hefur hvorki unnið á heimavelli né útivelli í sumar og er eftir jafnteflið í kvöld með þrjú stig í tíunda sæti, fyrir ofan Keflavík sem er í fallsæti, vegna markatölu. Af hverju fór leikurinn jafntefli? KR-ingar náðu ekki að breyta yfirburðum sínum úti á velli í mörk. Klúður Óskar Arnar Haukssonar var dýrkeypt þar sem Stefan Ljubicic nýtti eina færi HK í seinni hálfleiknum. Hverjir stóðu upp úr? KR-ingar voru gríðarsterkir á miðjunni stóra kafla leiksins. Pálmi Rafn stýrði því vel sem dýpsti miðjumaður og þá áttu Ægir Jarl Jónasson og Stefán Árni Geirsson fyrir framan hann góðan leik. Guðmundur Þór Júlíusson var sem klettur í vörn HK og gerði vel í að halda Kjartani Henry Finnbogassyni niðri stóra hluta leiksins. Birnir Snær Ingason var þá helsta sóknarógn HK og átti fína spretti. Hvað fór illa? Hvorugt liðanna átti sinn besta leik sóknarlega þar sem mikill vindur hafði sitt að segja. Óskar Örn Hauksson sást lítið, að góðum spretti í færinu í seinni hálfleik undanskildum. Sömuleiðis kom lítið út úr Kristni Jónssyni sem deildi vinstri kantinum með honum. Valgeir Valgeirsson var færður upp á kant þar sem að Birkir Valur Jónsson kom aftur í bakvörðinn hjá HK. Valgeir sást hins vegar varla í leiknum. Arnar Freyr Ólafsson gerir þá mistök í marki KR og sömuleiðis gerir Aron Bjarki Jósepsson það í marki HK. Hvað gerist næst? KR mætir ÍA að Meistaravöllum á sunnudagskvöld og sækist eftir sínum fyrsta heimasigri. HK vonast eftir sínum fyrsta sigri í sumar er nýliðar Leiknis heimsækja þá í Kórinn sama kvöld. Brynjar Björn: Næst á dagskrá að ná fyrsta sigrinum Brynjar Björn var ánægður að ná í stig.Vísir/Bára „Það var mjög ljúft að ná stigi. Gangur leiksins var svolítið eins og við bjuggumst við. Við fengum ágætis möguleika, eitt, tvö, góð færi í byrjun leiks, en svo lögðumst við aðeins of djúpt niður á völlinn og leyfum þeim að vera fulllengi með boltann á köflum án þess að þeir skapi færi í fyrri hálfleik en við gefum þeim mark. Það er óþægilegt á KR-vellinum.“ segir Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK eftir leik kvöldsins og bætir við: „En við höldum haus, komust í gegnum hálfleikinn, og út í seinni hálfleikinn. Náum svo að þrýsta aðeins á þá í lokinn og setja jöfnunarmarkið.“ HK er enn án sigurs er Brynjar Björn telur margt í leik liðsins benda til að biðin lengist ekki mikið meira. „Ætli það sé ekki næst á dagskrá að ná í fyrsta sigurinn. Eins og þetta er að spilast eru lið öll að taka stig af hvoru öðru og við teljum okkur eiga möguleika inni í Kór í næsta leik. Við fáum aðeins lengri tíma núna milli leikja að jafna okkur, þó það sé ekki mikið, og ég er bara bjartsýnn eftir fína frammistöðu í dag, sérstaklega varnarlega.“ segir Brynjar Björn. Sigurvin: Agaleysi undir lokin Sigurvin Ólafsson, aðstoðarþjálfari KR, Vísir/KR.is „Þetta gríðarlega svekkjandi, þetta er bara sárt að fá sig þetta mark undir lokin, sagði Sigurvin Ólafsson, aðstoðarþjálfari KR, eftir leik kvöldsins. „Við erum að gera, að mínu viti, nóg. Við erum með góð tök á leiknum þannig séð allan tímann, skorum þarna í fyrri hálfleik og höldum þeim frá okkar marki gott sem allan tímann. Við fáum svo þetta tækifæri til að klára leikinn en náum ekki að gera það. Í seinni hálfleik finnst mér samt engin hætta á ferðum við okkar mark, en það er svona þegar þú ert bara með eitt mark í forskot, þá er hætta á ferðum. Við gerum okkur seka um agaleysi þarna í lokin og er refsað grimmilega.“ segir Sigurvin enn fremur. KR er án sigurs á heimavelli það sem af er móti og aðspurður um hvort það sé áhyggjuefni segir Sigurvin: „Það er ekkert áhyggjuefni, mér finnst við spila nógu vel í dag til að vinna leikinn. Fótboltinn er bara svona, stundum fellur þetta með manni og stundum ekki. Mér fannst við gera nóg til að vinna þennan leik en okkur vantar bara herslumuninn til að breyta svona leikjum í örugga sigra. Það er ekki mikið sem vantar upp á með það.“ segir Sigurvin.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti