Kaupin á eyrinni Eyþór Laxdal Arnalds skrifar 25. maí 2021 12:01 Reykjavíkurborg er stundum skrýtin skepna. Hún rekur malbikunarstöð. Hún hefur fjárfest gríðarlega í fjarskiptafélagi. Og svo hefur hún keypt rafmagn og þjónustu af eigin fyrirtækjum fyrir milljarða án útboðs. Þrátt fyrir kaup borgarinnar á rafmagni fyrir hundruði milljóna árlega var enginn samningur til um kaupin. Enginn afsláttur. Ekkert útboð. Munar miklu Þetta er ólöglegt eins og nú hefur komið fram í úrskurði um útboðsmál. Borgin hefur borgað of hátt verð fyrir rafmagn bara til að hygla eigin fyrirtæki. Þetta er bæði ólögmætt og óskynsamlegt. Samkvæmt tölum frá Orkustofnun og Orkusetrinu er munur á raforkuverði allt að 25% á milli aðila. Borgin gæti því sparað mikla fjármuni með því að bjóða meira út. Það að skipta við eigin fyrirtæki án útboðs er þvert á frjálsa samkeppni. Nýlega þurftu Samtök Iðnaðarins að kæra borgina vegna risastórs verkefnasamnings sem gerður var við ON án útboðs. Borgin tapaði því máli, enda bar að bjóða þetta út. Sama er að segja um umferðarljósastýringar. Þar braut borgin líka útboðslög. En ljósastýring í borginni er svo kapítuli út af fyrir sig. Þau eru ekki að virka sem skyldi. Undarlegar áherslur Það er illa farið með fé þegar borgin er rekin fyrir lánsfé og stundar síðan vafasaman fyrirtækjarekstur. Í stað þess að einbeita sér að því að tryggja leikskólapláss fer orkan og fjármagnið í annað. Í stað þess að bæta umferð er farið í ólögleg útboð. Nú hefur borgin aftur og aftur orðið afturreka þar sem hún hefur brotið lög um opinber útboð. Það er því morgunljóst að þetta er ekki klaufaskapur í einu máli. Þetta er einbeittur brotavilji. Svona gerast kaupin á eyrinni. Það er undarlegt að þeir flokkar sem eru nú í meirihluta skuli mæta þessum úrskurðum með þögn. Höfundur er oddviti Sjálfstæðislokksins í borgarstjórn. Til fróðleiks um raforkuverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Eyþór Laxdal Arnalds Borgarstjórn Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er stundum skrýtin skepna. Hún rekur malbikunarstöð. Hún hefur fjárfest gríðarlega í fjarskiptafélagi. Og svo hefur hún keypt rafmagn og þjónustu af eigin fyrirtækjum fyrir milljarða án útboðs. Þrátt fyrir kaup borgarinnar á rafmagni fyrir hundruði milljóna árlega var enginn samningur til um kaupin. Enginn afsláttur. Ekkert útboð. Munar miklu Þetta er ólöglegt eins og nú hefur komið fram í úrskurði um útboðsmál. Borgin hefur borgað of hátt verð fyrir rafmagn bara til að hygla eigin fyrirtæki. Þetta er bæði ólögmætt og óskynsamlegt. Samkvæmt tölum frá Orkustofnun og Orkusetrinu er munur á raforkuverði allt að 25% á milli aðila. Borgin gæti því sparað mikla fjármuni með því að bjóða meira út. Það að skipta við eigin fyrirtæki án útboðs er þvert á frjálsa samkeppni. Nýlega þurftu Samtök Iðnaðarins að kæra borgina vegna risastórs verkefnasamnings sem gerður var við ON án útboðs. Borgin tapaði því máli, enda bar að bjóða þetta út. Sama er að segja um umferðarljósastýringar. Þar braut borgin líka útboðslög. En ljósastýring í borginni er svo kapítuli út af fyrir sig. Þau eru ekki að virka sem skyldi. Undarlegar áherslur Það er illa farið með fé þegar borgin er rekin fyrir lánsfé og stundar síðan vafasaman fyrirtækjarekstur. Í stað þess að einbeita sér að því að tryggja leikskólapláss fer orkan og fjármagnið í annað. Í stað þess að bæta umferð er farið í ólögleg útboð. Nú hefur borgin aftur og aftur orðið afturreka þar sem hún hefur brotið lög um opinber útboð. Það er því morgunljóst að þetta er ekki klaufaskapur í einu máli. Þetta er einbeittur brotavilji. Svona gerast kaupin á eyrinni. Það er undarlegt að þeir flokkar sem eru nú í meirihluta skuli mæta þessum úrskurðum með þögn. Höfundur er oddviti Sjálfstæðislokksins í borgarstjórn. Til fróðleiks um raforkuverð.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar