Innlent

Gunnar Bragi hættir á þingi í haust

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Setning vorþings Alþingis
Setning vorþings Alþingis

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, ætlar ekki að sækjast eftir kjöri í komandi Alþingiskosningum. 

Gunnar greinir frá ákvörðun sinni í viðtali við Morgunblaðið í dag og greindi mbl.is fyrst frá. 

Hann kveður stjórnmálin sáttur og segir tímann í pólitík áhugaverðan og lærdómsríkan. Gunnar var fyrst kjörinn á þing árið 2009 og hefur því setið á þingi í tólf ár sem honum þykir mátulegur tími.

Í viðtalinu kveðst hann ekki búinn að ákveða hvað taki við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×