Hraunið komið yfir nýlagðan ljósleiðara Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. maí 2021 18:01 Ljósleiðarinn liggur undir hrauninu við varnargarðinn. Egill Aðalsteinsson Ljósleiðari var grafinn niður fyrir framan annan varnargarðinn á gosstöðvunum síðasta þriðjudag til að mæla áhrif hraunrennslis á ljósleiðara. Ljóst er að ef gosið heldur mikið lengur áfram mun hraun á endanum renna niður að Suðurstrandavegi en áður en það næði þangað myndi það renna yfir ljósleiðara Mílu sem hringtengir Reykjanesið. Ákveðið var því að gera tilraun við gosstöðvarnar til að sjá hvaða áhrif rennandi hraun hefur á ljósleiðara sem liggur undir því. Lítil gögn eru nefnilega til um hvernig ljósleiðurum reiðir ef þeir verða undir hrauni. Þá er lítið vitað um hversu langt niður í jörðu áhrif hraunsins ná. Hraunið kom síðan upp að varnargörðunum og yfir tilraunaljósleiðarann á miðvikudaginn. Samkvæmt upplýsingum frá Mílu hefur hann enn sem komið er staðist prófið og virkar sem skyldi. Hann er ekki grafinn nema 60 til 70 sentímetra niður í jörðu, líkt og flestir ljósleiðarar. Mikilvæg reynsla Litið er nú á alla framkvæmd varnargarðanna við gosstöðvarnar sem hálfgert tilraunaverkefni sem skapar mikilvæga reynslu verkfræðinga í framtíðinni ef búast má við fleiri gosum á Reykjanesskaganum og nálægt byggð. Ríkisstjórnin samþykkti það fyrir síðustu helgi að ráðast í verkefnið og láta reisa tvo fjögurra metra háa varnargarða til að aftra því að hraun færi að renna niður í Nátthaga. Þaðan myndi það fljótt renna sína leið að Suðurstrandavegi og er ljóst að ef hraunið nær þangað muni vegurinn skemmast. Ákveðið var síðan á þriðjudaginn að bæta tuttugu milljónum við verkefnið og hækka varnargarðana upp í átta metra. Gagnrýni kom upp um verkefnið í kjölfarið og benti jarðeðlisfræðingurinn Páll Einarsson til að mynda á að engin leið væri að stöðva hraunið ef gosið héldi áfram í lengri tíma. Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Verkís sem stýrir gerð varnargarðanna, sagði í samtali við Stöð 2 í gær að þetta væri rétt hjá Páli en aðalatriðið væri ekki að stöðva hraunið heldur að afla mikilvægrar þekkingar og reynslu í hvernig hægt er að tefja rennandi hraun. „Það sem skiptir kannski meginmáli er að ef Reykjanesið er vaknað og þetta getur komið upp einhvern tíma annars staðar seinna, þar sem eru mikilvægir innviðir, að við lærum á þetta allt saman þannig við erum þá að reyna núna og fáum ýmislegt svona í farteskið fyrir næstu árin og áratugina kannski,“ sagði Hrönn. Ljósleiðaraverkefnið er liður í þessu og mun svara spurningum manna um hvort ljósleiðarar geti staðið af sér eldgos sem þetta. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Ákveðið var því að gera tilraun við gosstöðvarnar til að sjá hvaða áhrif rennandi hraun hefur á ljósleiðara sem liggur undir því. Lítil gögn eru nefnilega til um hvernig ljósleiðurum reiðir ef þeir verða undir hrauni. Þá er lítið vitað um hversu langt niður í jörðu áhrif hraunsins ná. Hraunið kom síðan upp að varnargörðunum og yfir tilraunaljósleiðarann á miðvikudaginn. Samkvæmt upplýsingum frá Mílu hefur hann enn sem komið er staðist prófið og virkar sem skyldi. Hann er ekki grafinn nema 60 til 70 sentímetra niður í jörðu, líkt og flestir ljósleiðarar. Mikilvæg reynsla Litið er nú á alla framkvæmd varnargarðanna við gosstöðvarnar sem hálfgert tilraunaverkefni sem skapar mikilvæga reynslu verkfræðinga í framtíðinni ef búast má við fleiri gosum á Reykjanesskaganum og nálægt byggð. Ríkisstjórnin samþykkti það fyrir síðustu helgi að ráðast í verkefnið og láta reisa tvo fjögurra metra háa varnargarða til að aftra því að hraun færi að renna niður í Nátthaga. Þaðan myndi það fljótt renna sína leið að Suðurstrandavegi og er ljóst að ef hraunið nær þangað muni vegurinn skemmast. Ákveðið var síðan á þriðjudaginn að bæta tuttugu milljónum við verkefnið og hækka varnargarðana upp í átta metra. Gagnrýni kom upp um verkefnið í kjölfarið og benti jarðeðlisfræðingurinn Páll Einarsson til að mynda á að engin leið væri að stöðva hraunið ef gosið héldi áfram í lengri tíma. Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Verkís sem stýrir gerð varnargarðanna, sagði í samtali við Stöð 2 í gær að þetta væri rétt hjá Páli en aðalatriðið væri ekki að stöðva hraunið heldur að afla mikilvægrar þekkingar og reynslu í hvernig hægt er að tefja rennandi hraun. „Það sem skiptir kannski meginmáli er að ef Reykjanesið er vaknað og þetta getur komið upp einhvern tíma annars staðar seinna, þar sem eru mikilvægir innviðir, að við lærum á þetta allt saman þannig við erum þá að reyna núna og fáum ýmislegt svona í farteskið fyrir næstu árin og áratugina kannski,“ sagði Hrönn. Ljósleiðaraverkefnið er liður í þessu og mun svara spurningum manna um hvort ljósleiðarar geti staðið af sér eldgos sem þetta.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25