Mannréttindi fyrir alla Anna Lúðvíksdóttir skrifar 28. maí 2021 09:01 Í 60 ár hefur alþjóðahreyfingin Amnesty International barist þrotlaust gegn mannréttindabrotum og hefur skilað árangri fyrir hundruð þúsunda einstaklinga um heim allan. Amnesty International fagnar afmæli sínu, sögu og sigrum með opnun útisýningar í Pósthússtræti í dag klukkan 17:00 ásamt því að veita viðurkenninguna Aðgerðasinni Amnesty International til að heiðra einstakling sem hefur barist fyrir mannréttindum með aðgerðum sínum af krafti og eljusemi. Upphaf Amnesty International má rekja til breska lögfræðingsins Peter Benenson sem fékk grein sína Gleymdu fangarnir (e. The Forgotten Prisoners) birta í dagblaðinu Observer þann 28. maí 1961. Í kjölfarið hóf hann alþjóðlega herferð sem bar heitið Ákall um sakaruppgjöf 1961 (Appeal for Amnesty 1961). Þar kallaði hann eftir því að fólk gripi til aðgerða fyrir einstaklinga sem væru í fangelsi fyrir skoðanir sínar. Ákall hans snerti við fólki sem sameinaðist í baráttunni fyrir réttlæti og frelsi. Allar götur síðan hefur hreyfingin byggt starf sitt á þeirri hugmynd að saman geti almennir borgarar breytt heiminum til hins betra. Í dag er Amnesty International alþjóðahreyfing um 10 milljón einstaklinga sem berjast fyrir mannréttindum, réttlæti, jafnrétti og frelsi fyrir alla. Um heim allan, allt frá Bretlandi til Íslands, frá Ástralíu til Úganda hefur fólk komið saman til að krefjast þess að mannréttindi allra séu virt og vernduð. Mannréttindi eru bundin í alþjóðasamninga og sáttmála sem ríki hafa skuldbundið sig til að virða og Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er vegvísir Amnesty International í baráttu samtakanna. Styrkur Amnesty International byggir meðal annars á því að samtökin eru óháð öllum ríkisstjórnum, stjórnmálastefnum, efnahagslegum hagsmunum og trúarbrögðum. Því geta samtökin óhikað sinnt starfi sínu í þágu mannréttinda og barist fyrir jákvæðum breytingum með því að beita þrýstingi á valdhafa án áhrifa frá stjórnvöldum og stórfyrirtækjum. Þau eru fjárhagslega sjálfstæð, þökk sé öflugum stuðningi félaga og stuðningsaðila og ákvarðanir eru teknar á lýðræðislegan hátt. Á fyrstu árum Amnesty International voru markmið og starfssvið þrengri en þá var aðaláherslan á að fá samviskufanga leysta úr haldi, að öllum væru tryggð réttlát réttarhöld og að borin væri virðing fyrir mannlegri reisn fanga . Með auknum fjölda félaga og stofnun fleiri deilda um allan heim varð krafan um að Amnesty International beitti sér gegn fleiri mannréttindabrotum háværari og á næstu árum og áratugum tóku samtökin að vinna gegn dauðarefsingunni, pyndingum, þvinguðum mannshvörfum ásamt því að berjast fyrir réttindum kvenna, flóttafólks og hinsegin fólks. Amnesty International þrýsti á gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasamnings með það að markmiði að koma í veg fyrir frjálst flæði vopna og torvelda að vopn lendi í höndum ólögmætra herja, hryðjuverkamanna og glæpasamtaka og að alþjóðlegur sakamáladómstóll yrði stofnaður til að draga aðila til ábyrgðar fyrir alvarlegustu mannréttindabrotin eins og þjóðarmorð og stríðsglæpi. Breytingar á stöðu mannréttinda í heiminum gerast ekki á einni nóttu, það krefst seiglu og þolinmæði að berjast fyrir bættum heimi. En hvernig er árangurinn af starfi Amnesty mældur? Árangurinn er mældur í því hvar jákvæðar breytingar hafa orðið á lífi fólks, hann er mældur í fjölda samviskufanga sem hafa verið leystir úr haldi, í fjölda hótana, pyndinga og dauðarefsinga sem hefur verið afstýrt og í fjölda laga sem hefur verið breytt svo þau verndi og virði mannréttindi allra. Hann er mældur í fjölda skólabarna sem læra um réttindi sín og fjölda einstaklinga í jaðarsettum hópum sem óttast ekki lengur að krefjast þess að fá að njóta réttinda sinna. Drifkraftur og hvatning til áframhaldandi starfs fæst þegar góðar fréttir berast ár hvert um að valdhafar hafi brugðist við þrýstingi félaga Amnesty International og réttlæti tryggt fyrir þolendur mannréttindabrota. Árið 2016 var Bandaríkjamaðurinn Albert Woodfox loksins látinn laus úr fangelsi eftir að hafa dvalið í einangrun í ríkisfangelsi í Louisiana í Bandaríkjunum í 43 ár og 10 mánuði. Woodfox hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu. Engar áþreifanlegar sannanir tengja hann við glæpinn og sakfelling hans byggðist einkum á vitnisburði samfanga hans sem hlaut náðun fyrir vikið. Amnesty International hafði lengi barist fyrir lausn hans úr fangelsi. Í febrúar 2018 var Teodora del Carmen Vásquez leyst úr haldi eftir áralanga baráttu Amnesty-félaga. Teodora fæddi andvana barn árið 2007 í El Salvador. Þar er þungunarrof bannað undir öllum kringumstæðum og konur sem verða fyrir fósturmissi eiga jafnvel hættu á að verða ákærðar fyrir morð. Lögreglan handtók hana þar sem hún lá í blóði sínu á vinnustað sínum. Teodora var dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði þar sem ályktað var að hún væri sek um þungunarrof. Þetta er langt frá því að vera eina dæmið um slíkt óréttlæti þar í landi og halda Amnesty-félagar áfram að berjast fyrir því að þessi grimmu og miskunnarlausu lög verði afnumin. Þó að staðan á mannréttindum víða um heim sé bágborin og ljóst að starfi Amnesty International sé hvergi nærri lokið halda félagar og aðgerðasinnar áfram baráttunni allt þar til síðasta pyndingaklefanum verður lokað, dauðarefsingin heyrir sögunni til og mannréttindi allra eru virt. Stuðningur þinn skiptir máli! Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í 60 ár hefur alþjóðahreyfingin Amnesty International barist þrotlaust gegn mannréttindabrotum og hefur skilað árangri fyrir hundruð þúsunda einstaklinga um heim allan. Amnesty International fagnar afmæli sínu, sögu og sigrum með opnun útisýningar í Pósthússtræti í dag klukkan 17:00 ásamt því að veita viðurkenninguna Aðgerðasinni Amnesty International til að heiðra einstakling sem hefur barist fyrir mannréttindum með aðgerðum sínum af krafti og eljusemi. Upphaf Amnesty International má rekja til breska lögfræðingsins Peter Benenson sem fékk grein sína Gleymdu fangarnir (e. The Forgotten Prisoners) birta í dagblaðinu Observer þann 28. maí 1961. Í kjölfarið hóf hann alþjóðlega herferð sem bar heitið Ákall um sakaruppgjöf 1961 (Appeal for Amnesty 1961). Þar kallaði hann eftir því að fólk gripi til aðgerða fyrir einstaklinga sem væru í fangelsi fyrir skoðanir sínar. Ákall hans snerti við fólki sem sameinaðist í baráttunni fyrir réttlæti og frelsi. Allar götur síðan hefur hreyfingin byggt starf sitt á þeirri hugmynd að saman geti almennir borgarar breytt heiminum til hins betra. Í dag er Amnesty International alþjóðahreyfing um 10 milljón einstaklinga sem berjast fyrir mannréttindum, réttlæti, jafnrétti og frelsi fyrir alla. Um heim allan, allt frá Bretlandi til Íslands, frá Ástralíu til Úganda hefur fólk komið saman til að krefjast þess að mannréttindi allra séu virt og vernduð. Mannréttindi eru bundin í alþjóðasamninga og sáttmála sem ríki hafa skuldbundið sig til að virða og Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er vegvísir Amnesty International í baráttu samtakanna. Styrkur Amnesty International byggir meðal annars á því að samtökin eru óháð öllum ríkisstjórnum, stjórnmálastefnum, efnahagslegum hagsmunum og trúarbrögðum. Því geta samtökin óhikað sinnt starfi sínu í þágu mannréttinda og barist fyrir jákvæðum breytingum með því að beita þrýstingi á valdhafa án áhrifa frá stjórnvöldum og stórfyrirtækjum. Þau eru fjárhagslega sjálfstæð, þökk sé öflugum stuðningi félaga og stuðningsaðila og ákvarðanir eru teknar á lýðræðislegan hátt. Á fyrstu árum Amnesty International voru markmið og starfssvið þrengri en þá var aðaláherslan á að fá samviskufanga leysta úr haldi, að öllum væru tryggð réttlát réttarhöld og að borin væri virðing fyrir mannlegri reisn fanga . Með auknum fjölda félaga og stofnun fleiri deilda um allan heim varð krafan um að Amnesty International beitti sér gegn fleiri mannréttindabrotum háværari og á næstu árum og áratugum tóku samtökin að vinna gegn dauðarefsingunni, pyndingum, þvinguðum mannshvörfum ásamt því að berjast fyrir réttindum kvenna, flóttafólks og hinsegin fólks. Amnesty International þrýsti á gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasamnings með það að markmiði að koma í veg fyrir frjálst flæði vopna og torvelda að vopn lendi í höndum ólögmætra herja, hryðjuverkamanna og glæpasamtaka og að alþjóðlegur sakamáladómstóll yrði stofnaður til að draga aðila til ábyrgðar fyrir alvarlegustu mannréttindabrotin eins og þjóðarmorð og stríðsglæpi. Breytingar á stöðu mannréttinda í heiminum gerast ekki á einni nóttu, það krefst seiglu og þolinmæði að berjast fyrir bættum heimi. En hvernig er árangurinn af starfi Amnesty mældur? Árangurinn er mældur í því hvar jákvæðar breytingar hafa orðið á lífi fólks, hann er mældur í fjölda samviskufanga sem hafa verið leystir úr haldi, í fjölda hótana, pyndinga og dauðarefsinga sem hefur verið afstýrt og í fjölda laga sem hefur verið breytt svo þau verndi og virði mannréttindi allra. Hann er mældur í fjölda skólabarna sem læra um réttindi sín og fjölda einstaklinga í jaðarsettum hópum sem óttast ekki lengur að krefjast þess að fá að njóta réttinda sinna. Drifkraftur og hvatning til áframhaldandi starfs fæst þegar góðar fréttir berast ár hvert um að valdhafar hafi brugðist við þrýstingi félaga Amnesty International og réttlæti tryggt fyrir þolendur mannréttindabrota. Árið 2016 var Bandaríkjamaðurinn Albert Woodfox loksins látinn laus úr fangelsi eftir að hafa dvalið í einangrun í ríkisfangelsi í Louisiana í Bandaríkjunum í 43 ár og 10 mánuði. Woodfox hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu. Engar áþreifanlegar sannanir tengja hann við glæpinn og sakfelling hans byggðist einkum á vitnisburði samfanga hans sem hlaut náðun fyrir vikið. Amnesty International hafði lengi barist fyrir lausn hans úr fangelsi. Í febrúar 2018 var Teodora del Carmen Vásquez leyst úr haldi eftir áralanga baráttu Amnesty-félaga. Teodora fæddi andvana barn árið 2007 í El Salvador. Þar er þungunarrof bannað undir öllum kringumstæðum og konur sem verða fyrir fósturmissi eiga jafnvel hættu á að verða ákærðar fyrir morð. Lögreglan handtók hana þar sem hún lá í blóði sínu á vinnustað sínum. Teodora var dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði þar sem ályktað var að hún væri sek um þungunarrof. Þetta er langt frá því að vera eina dæmið um slíkt óréttlæti þar í landi og halda Amnesty-félagar áfram að berjast fyrir því að þessi grimmu og miskunnarlausu lög verði afnumin. Þó að staðan á mannréttindum víða um heim sé bágborin og ljóst að starfi Amnesty International sé hvergi nærri lokið halda félagar og aðgerðasinnar áfram baráttunni allt þar til síðasta pyndingaklefanum verður lokað, dauðarefsingin heyrir sögunni til og mannréttindi allra eru virt. Stuðningur þinn skiptir máli! Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun