Borgarlínan og Plusbus í Álaborg Ole H.W. Jensen og Ólöf Kristjánsdóttir skrifa 22. maí 2021 09:00 Á 21. öld stöndum við frammi fyrir nýjum vandamálum sem snúa að umhverfismálum og lýðheilsu. Fólki fjölgar og reynsla síðustu áratuga bæði erlendis og hérlendis sýnir að þörf er á að styðja við og byggja innviði fyrir fjölbreytta, umhverfisvæna og heilsueflandi ferðamáta. Á næstu 15 árum verður ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir Íslandssögunnar á öllu höfuðborgarsvæðinu. 52 milljarðar verða lagðir í stofnvegi, 50 milljarðar í almenningssamgöngur, 8 milljarðar í göngu- og hjólastíga og 7 milljarðar í bætta umferðarstýringu og öryggisaðgerðir. Borgarlínan er einn hluti af því verkefni en hún verður svokallað BRT kerfi (Bus Rapid Transit). Plusbus í Álaborg er ekki BRT-Lite Þórarinn Hjaltason, samgönguverkfræðingur, gagnrýnir nýverið áform um Borgarlínuna í grein sinni „Í Álaborg eru samgöngur fyrir alla“ og vísar þar til Álaborgar sem góðrar fyrirmyndar þegar kemur að uppbyggingu almenningssamgöngukerfis. Þar standa nú yfir framkvæmdir á Plusbus, sem Þórarinn ályktar ranglega að sé BRT-Lite kerfi. Í Álaborg er samþykkt samgöngustefna sem felur í sér eftirfarandi forgangsröðun aðgerða: Að hafa áhrif á ferðaþörf og val á ferðamátum. Að hámarka nýtingu núverandi innviða. Að bæta núverandi innviði. Að byggja upp nýja innviði. Forgangsröðunin snýst um að ferðaþörf framtíðar sé fyrst og fremst leyst innan núverandi gatnakerfis, m.ö.o. stendur ekki til að skapa aukið pláss fyrir bíla. Hugmyndafræðin er að koma til móts við ferðaþörf með öðrum hætti en aukinni bílaumferð. Álaborg er byggðakjarni fyrir svæði sem er ekki mjög þéttbýlt og þarf því að vera aðgengilegt fyrir fólk sem ferðast með bílum. Til að það gangi upp til framtíðar þurfa íbúar Álaborgar að breyta sínum ferðavenjum frá bílum yfir í almenningssamgöngur, hjólreiðar og aðra virka ferðamáta, rétt eins og er nauðsynlegt hér. Að hámarka nýtingu núverandi innviða. Plusbus er BRT kerfi en byrjaði þó sem léttlestarverkefni. Öllum takmörkunum fyrir bílaumferð sem gert er ráð fyrir í léttlestarkerfi er haldið með BRT kerfinu þannig að fyrir utan vagnana er verkefnið það sama. Plusbus er metnaðarfullt verkefni með sérakreinum og takmörkunum á bílaumferð á leið þess. Í raun er það í öllum meginatriðum sambærilegt fyrstu lotu Borgarlínu og að lýsa því sem BRT-Lite kerfi er hreinlega rangt. Fleiri hraðbrautir er ekki stefna Álaborgar Í grein Þórarins er fullyrt að það sé ekki stefna samgönguyfirvalda Álaborgar að þrengja að einkabílnum. Það er rangt, en eitt megininntak samgöngustefnu Álaborgar er að hafa áhrif á ferðaþörf og val á ferðamátum. Í samgöngustefnu borgarinnar segir að tryggja skuli að aðgengi bíla í miðborginni sé neðar í forgangi en aðgengi gangandi, hjólandi og almenningssamgangna. Til dæmis var stórri tengigötu (Nyhavnsgade-Slotspladsen-Strandvejen) sem liggur um miðborgina meðfram vatnsbakkanum breytt úr 4 akreina götu í 2 akreina götu með hjólastígum. Það er verkefni sem sýnir skýra áherslu borgarinnar á göngu og hjólreiðar og á að bæta borgarumhverfið. Í grein Þórarins kemur fram að það séu uppi áætlanir um að útvíkka stofnvegakerfið með lagningu um 20 km langrar hraðbrautar sem verður þriðja vegtengingin yfir/undir Limafjörð. Hér gætir ákveðins misskilnings. Í dag liggja bæði göng undir og brú yfir Limafjörð og eru bæði mannvirkin að nálgast hámarksnýtingu. Göngin eru hluti af evrópska stofnbrautakerfinu og mynda tengingu frá meginlandi Evrópu til norðurhluta Jótlands og áfram til ferjanna í Hirtshals og Frederikshavn í átt til Svíþjóðar, Noregs, Færeyja og Íslands. Það verkefni snýr því fyrst og fremst að því að greiða leið umferðar í gegnum Álaborg frekar en að auka umferðarrýmd innan borgarinnar og einnig er litið á það sem tækifæri til að minnka umferðina á núverandi brú til að þar verði hægt að breyta akreinum í sérakreinar fyrir seinni áfanga Plusbus. Álaborg, rétt eins og allar borgir sem við viljum bera okkur saman við, leggur áherslu á aukna fjölbreytni og aukið frelsi í vali á ferðamáta svo að fólk geti valið þann kost sem hentar best hverju sinni og á sama tíma aukið greiðfærni og skilvirkni í umferðinni. Stefna um vistvænar og fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur verið unnin í mikilli samvinnu margra sérfræðinga á sviði samgangna, skipulags og umhverfismála. Ole H.W. Jensen er samgönguverkfræðingur hjá COWI, vinnur að innleiðingu Plusbus verkefnisins í Álaborg og er ráðgjafi í Borgarlínuverkefninu. Ólöf Kristjánsdóttir er samgönguverkfræðingur hjá Mannviti og ráðgjafi í Borgarlínuverkefninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Samgöngur Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Á 21. öld stöndum við frammi fyrir nýjum vandamálum sem snúa að umhverfismálum og lýðheilsu. Fólki fjölgar og reynsla síðustu áratuga bæði erlendis og hérlendis sýnir að þörf er á að styðja við og byggja innviði fyrir fjölbreytta, umhverfisvæna og heilsueflandi ferðamáta. Á næstu 15 árum verður ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir Íslandssögunnar á öllu höfuðborgarsvæðinu. 52 milljarðar verða lagðir í stofnvegi, 50 milljarðar í almenningssamgöngur, 8 milljarðar í göngu- og hjólastíga og 7 milljarðar í bætta umferðarstýringu og öryggisaðgerðir. Borgarlínan er einn hluti af því verkefni en hún verður svokallað BRT kerfi (Bus Rapid Transit). Plusbus í Álaborg er ekki BRT-Lite Þórarinn Hjaltason, samgönguverkfræðingur, gagnrýnir nýverið áform um Borgarlínuna í grein sinni „Í Álaborg eru samgöngur fyrir alla“ og vísar þar til Álaborgar sem góðrar fyrirmyndar þegar kemur að uppbyggingu almenningssamgöngukerfis. Þar standa nú yfir framkvæmdir á Plusbus, sem Þórarinn ályktar ranglega að sé BRT-Lite kerfi. Í Álaborg er samþykkt samgöngustefna sem felur í sér eftirfarandi forgangsröðun aðgerða: Að hafa áhrif á ferðaþörf og val á ferðamátum. Að hámarka nýtingu núverandi innviða. Að bæta núverandi innviði. Að byggja upp nýja innviði. Forgangsröðunin snýst um að ferðaþörf framtíðar sé fyrst og fremst leyst innan núverandi gatnakerfis, m.ö.o. stendur ekki til að skapa aukið pláss fyrir bíla. Hugmyndafræðin er að koma til móts við ferðaþörf með öðrum hætti en aukinni bílaumferð. Álaborg er byggðakjarni fyrir svæði sem er ekki mjög þéttbýlt og þarf því að vera aðgengilegt fyrir fólk sem ferðast með bílum. Til að það gangi upp til framtíðar þurfa íbúar Álaborgar að breyta sínum ferðavenjum frá bílum yfir í almenningssamgöngur, hjólreiðar og aðra virka ferðamáta, rétt eins og er nauðsynlegt hér. Að hámarka nýtingu núverandi innviða. Plusbus er BRT kerfi en byrjaði þó sem léttlestarverkefni. Öllum takmörkunum fyrir bílaumferð sem gert er ráð fyrir í léttlestarkerfi er haldið með BRT kerfinu þannig að fyrir utan vagnana er verkefnið það sama. Plusbus er metnaðarfullt verkefni með sérakreinum og takmörkunum á bílaumferð á leið þess. Í raun er það í öllum meginatriðum sambærilegt fyrstu lotu Borgarlínu og að lýsa því sem BRT-Lite kerfi er hreinlega rangt. Fleiri hraðbrautir er ekki stefna Álaborgar Í grein Þórarins er fullyrt að það sé ekki stefna samgönguyfirvalda Álaborgar að þrengja að einkabílnum. Það er rangt, en eitt megininntak samgöngustefnu Álaborgar er að hafa áhrif á ferðaþörf og val á ferðamátum. Í samgöngustefnu borgarinnar segir að tryggja skuli að aðgengi bíla í miðborginni sé neðar í forgangi en aðgengi gangandi, hjólandi og almenningssamgangna. Til dæmis var stórri tengigötu (Nyhavnsgade-Slotspladsen-Strandvejen) sem liggur um miðborgina meðfram vatnsbakkanum breytt úr 4 akreina götu í 2 akreina götu með hjólastígum. Það er verkefni sem sýnir skýra áherslu borgarinnar á göngu og hjólreiðar og á að bæta borgarumhverfið. Í grein Þórarins kemur fram að það séu uppi áætlanir um að útvíkka stofnvegakerfið með lagningu um 20 km langrar hraðbrautar sem verður þriðja vegtengingin yfir/undir Limafjörð. Hér gætir ákveðins misskilnings. Í dag liggja bæði göng undir og brú yfir Limafjörð og eru bæði mannvirkin að nálgast hámarksnýtingu. Göngin eru hluti af evrópska stofnbrautakerfinu og mynda tengingu frá meginlandi Evrópu til norðurhluta Jótlands og áfram til ferjanna í Hirtshals og Frederikshavn í átt til Svíþjóðar, Noregs, Færeyja og Íslands. Það verkefni snýr því fyrst og fremst að því að greiða leið umferðar í gegnum Álaborg frekar en að auka umferðarrýmd innan borgarinnar og einnig er litið á það sem tækifæri til að minnka umferðina á núverandi brú til að þar verði hægt að breyta akreinum í sérakreinar fyrir seinni áfanga Plusbus. Álaborg, rétt eins og allar borgir sem við viljum bera okkur saman við, leggur áherslu á aukna fjölbreytni og aukið frelsi í vali á ferðamáta svo að fólk geti valið þann kost sem hentar best hverju sinni og á sama tíma aukið greiðfærni og skilvirkni í umferðinni. Stefna um vistvænar og fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur verið unnin í mikilli samvinnu margra sérfræðinga á sviði samgangna, skipulags og umhverfismála. Ole H.W. Jensen er samgönguverkfræðingur hjá COWI, vinnur að innleiðingu Plusbus verkefnisins í Álaborg og er ráðgjafi í Borgarlínuverkefninu. Ólöf Kristjánsdóttir er samgönguverkfræðingur hjá Mannviti og ráðgjafi í Borgarlínuverkefninu.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun