Borgarlínan og Plusbus í Álaborg Ole H.W. Jensen og Ólöf Kristjánsdóttir skrifa 22. maí 2021 09:00 Á 21. öld stöndum við frammi fyrir nýjum vandamálum sem snúa að umhverfismálum og lýðheilsu. Fólki fjölgar og reynsla síðustu áratuga bæði erlendis og hérlendis sýnir að þörf er á að styðja við og byggja innviði fyrir fjölbreytta, umhverfisvæna og heilsueflandi ferðamáta. Á næstu 15 árum verður ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir Íslandssögunnar á öllu höfuðborgarsvæðinu. 52 milljarðar verða lagðir í stofnvegi, 50 milljarðar í almenningssamgöngur, 8 milljarðar í göngu- og hjólastíga og 7 milljarðar í bætta umferðarstýringu og öryggisaðgerðir. Borgarlínan er einn hluti af því verkefni en hún verður svokallað BRT kerfi (Bus Rapid Transit). Plusbus í Álaborg er ekki BRT-Lite Þórarinn Hjaltason, samgönguverkfræðingur, gagnrýnir nýverið áform um Borgarlínuna í grein sinni „Í Álaborg eru samgöngur fyrir alla“ og vísar þar til Álaborgar sem góðrar fyrirmyndar þegar kemur að uppbyggingu almenningssamgöngukerfis. Þar standa nú yfir framkvæmdir á Plusbus, sem Þórarinn ályktar ranglega að sé BRT-Lite kerfi. Í Álaborg er samþykkt samgöngustefna sem felur í sér eftirfarandi forgangsröðun aðgerða: Að hafa áhrif á ferðaþörf og val á ferðamátum. Að hámarka nýtingu núverandi innviða. Að bæta núverandi innviði. Að byggja upp nýja innviði. Forgangsröðunin snýst um að ferðaþörf framtíðar sé fyrst og fremst leyst innan núverandi gatnakerfis, m.ö.o. stendur ekki til að skapa aukið pláss fyrir bíla. Hugmyndafræðin er að koma til móts við ferðaþörf með öðrum hætti en aukinni bílaumferð. Álaborg er byggðakjarni fyrir svæði sem er ekki mjög þéttbýlt og þarf því að vera aðgengilegt fyrir fólk sem ferðast með bílum. Til að það gangi upp til framtíðar þurfa íbúar Álaborgar að breyta sínum ferðavenjum frá bílum yfir í almenningssamgöngur, hjólreiðar og aðra virka ferðamáta, rétt eins og er nauðsynlegt hér. Að hámarka nýtingu núverandi innviða. Plusbus er BRT kerfi en byrjaði þó sem léttlestarverkefni. Öllum takmörkunum fyrir bílaumferð sem gert er ráð fyrir í léttlestarkerfi er haldið með BRT kerfinu þannig að fyrir utan vagnana er verkefnið það sama. Plusbus er metnaðarfullt verkefni með sérakreinum og takmörkunum á bílaumferð á leið þess. Í raun er það í öllum meginatriðum sambærilegt fyrstu lotu Borgarlínu og að lýsa því sem BRT-Lite kerfi er hreinlega rangt. Fleiri hraðbrautir er ekki stefna Álaborgar Í grein Þórarins er fullyrt að það sé ekki stefna samgönguyfirvalda Álaborgar að þrengja að einkabílnum. Það er rangt, en eitt megininntak samgöngustefnu Álaborgar er að hafa áhrif á ferðaþörf og val á ferðamátum. Í samgöngustefnu borgarinnar segir að tryggja skuli að aðgengi bíla í miðborginni sé neðar í forgangi en aðgengi gangandi, hjólandi og almenningssamgangna. Til dæmis var stórri tengigötu (Nyhavnsgade-Slotspladsen-Strandvejen) sem liggur um miðborgina meðfram vatnsbakkanum breytt úr 4 akreina götu í 2 akreina götu með hjólastígum. Það er verkefni sem sýnir skýra áherslu borgarinnar á göngu og hjólreiðar og á að bæta borgarumhverfið. Í grein Þórarins kemur fram að það séu uppi áætlanir um að útvíkka stofnvegakerfið með lagningu um 20 km langrar hraðbrautar sem verður þriðja vegtengingin yfir/undir Limafjörð. Hér gætir ákveðins misskilnings. Í dag liggja bæði göng undir og brú yfir Limafjörð og eru bæði mannvirkin að nálgast hámarksnýtingu. Göngin eru hluti af evrópska stofnbrautakerfinu og mynda tengingu frá meginlandi Evrópu til norðurhluta Jótlands og áfram til ferjanna í Hirtshals og Frederikshavn í átt til Svíþjóðar, Noregs, Færeyja og Íslands. Það verkefni snýr því fyrst og fremst að því að greiða leið umferðar í gegnum Álaborg frekar en að auka umferðarrýmd innan borgarinnar og einnig er litið á það sem tækifæri til að minnka umferðina á núverandi brú til að þar verði hægt að breyta akreinum í sérakreinar fyrir seinni áfanga Plusbus. Álaborg, rétt eins og allar borgir sem við viljum bera okkur saman við, leggur áherslu á aukna fjölbreytni og aukið frelsi í vali á ferðamáta svo að fólk geti valið þann kost sem hentar best hverju sinni og á sama tíma aukið greiðfærni og skilvirkni í umferðinni. Stefna um vistvænar og fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur verið unnin í mikilli samvinnu margra sérfræðinga á sviði samgangna, skipulags og umhverfismála. Ole H.W. Jensen er samgönguverkfræðingur hjá COWI, vinnur að innleiðingu Plusbus verkefnisins í Álaborg og er ráðgjafi í Borgarlínuverkefninu. Ólöf Kristjánsdóttir er samgönguverkfræðingur hjá Mannviti og ráðgjafi í Borgarlínuverkefninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Samgöngur Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á 21. öld stöndum við frammi fyrir nýjum vandamálum sem snúa að umhverfismálum og lýðheilsu. Fólki fjölgar og reynsla síðustu áratuga bæði erlendis og hérlendis sýnir að þörf er á að styðja við og byggja innviði fyrir fjölbreytta, umhverfisvæna og heilsueflandi ferðamáta. Á næstu 15 árum verður ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir Íslandssögunnar á öllu höfuðborgarsvæðinu. 52 milljarðar verða lagðir í stofnvegi, 50 milljarðar í almenningssamgöngur, 8 milljarðar í göngu- og hjólastíga og 7 milljarðar í bætta umferðarstýringu og öryggisaðgerðir. Borgarlínan er einn hluti af því verkefni en hún verður svokallað BRT kerfi (Bus Rapid Transit). Plusbus í Álaborg er ekki BRT-Lite Þórarinn Hjaltason, samgönguverkfræðingur, gagnrýnir nýverið áform um Borgarlínuna í grein sinni „Í Álaborg eru samgöngur fyrir alla“ og vísar þar til Álaborgar sem góðrar fyrirmyndar þegar kemur að uppbyggingu almenningssamgöngukerfis. Þar standa nú yfir framkvæmdir á Plusbus, sem Þórarinn ályktar ranglega að sé BRT-Lite kerfi. Í Álaborg er samþykkt samgöngustefna sem felur í sér eftirfarandi forgangsröðun aðgerða: Að hafa áhrif á ferðaþörf og val á ferðamátum. Að hámarka nýtingu núverandi innviða. Að bæta núverandi innviði. Að byggja upp nýja innviði. Forgangsröðunin snýst um að ferðaþörf framtíðar sé fyrst og fremst leyst innan núverandi gatnakerfis, m.ö.o. stendur ekki til að skapa aukið pláss fyrir bíla. Hugmyndafræðin er að koma til móts við ferðaþörf með öðrum hætti en aukinni bílaumferð. Álaborg er byggðakjarni fyrir svæði sem er ekki mjög þéttbýlt og þarf því að vera aðgengilegt fyrir fólk sem ferðast með bílum. Til að það gangi upp til framtíðar þurfa íbúar Álaborgar að breyta sínum ferðavenjum frá bílum yfir í almenningssamgöngur, hjólreiðar og aðra virka ferðamáta, rétt eins og er nauðsynlegt hér. Að hámarka nýtingu núverandi innviða. Plusbus er BRT kerfi en byrjaði þó sem léttlestarverkefni. Öllum takmörkunum fyrir bílaumferð sem gert er ráð fyrir í léttlestarkerfi er haldið með BRT kerfinu þannig að fyrir utan vagnana er verkefnið það sama. Plusbus er metnaðarfullt verkefni með sérakreinum og takmörkunum á bílaumferð á leið þess. Í raun er það í öllum meginatriðum sambærilegt fyrstu lotu Borgarlínu og að lýsa því sem BRT-Lite kerfi er hreinlega rangt. Fleiri hraðbrautir er ekki stefna Álaborgar Í grein Þórarins er fullyrt að það sé ekki stefna samgönguyfirvalda Álaborgar að þrengja að einkabílnum. Það er rangt, en eitt megininntak samgöngustefnu Álaborgar er að hafa áhrif á ferðaþörf og val á ferðamátum. Í samgöngustefnu borgarinnar segir að tryggja skuli að aðgengi bíla í miðborginni sé neðar í forgangi en aðgengi gangandi, hjólandi og almenningssamgangna. Til dæmis var stórri tengigötu (Nyhavnsgade-Slotspladsen-Strandvejen) sem liggur um miðborgina meðfram vatnsbakkanum breytt úr 4 akreina götu í 2 akreina götu með hjólastígum. Það er verkefni sem sýnir skýra áherslu borgarinnar á göngu og hjólreiðar og á að bæta borgarumhverfið. Í grein Þórarins kemur fram að það séu uppi áætlanir um að útvíkka stofnvegakerfið með lagningu um 20 km langrar hraðbrautar sem verður þriðja vegtengingin yfir/undir Limafjörð. Hér gætir ákveðins misskilnings. Í dag liggja bæði göng undir og brú yfir Limafjörð og eru bæði mannvirkin að nálgast hámarksnýtingu. Göngin eru hluti af evrópska stofnbrautakerfinu og mynda tengingu frá meginlandi Evrópu til norðurhluta Jótlands og áfram til ferjanna í Hirtshals og Frederikshavn í átt til Svíþjóðar, Noregs, Færeyja og Íslands. Það verkefni snýr því fyrst og fremst að því að greiða leið umferðar í gegnum Álaborg frekar en að auka umferðarrýmd innan borgarinnar og einnig er litið á það sem tækifæri til að minnka umferðina á núverandi brú til að þar verði hægt að breyta akreinum í sérakreinar fyrir seinni áfanga Plusbus. Álaborg, rétt eins og allar borgir sem við viljum bera okkur saman við, leggur áherslu á aukna fjölbreytni og aukið frelsi í vali á ferðamáta svo að fólk geti valið þann kost sem hentar best hverju sinni og á sama tíma aukið greiðfærni og skilvirkni í umferðinni. Stefna um vistvænar og fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur verið unnin í mikilli samvinnu margra sérfræðinga á sviði samgangna, skipulags og umhverfismála. Ole H.W. Jensen er samgönguverkfræðingur hjá COWI, vinnur að innleiðingu Plusbus verkefnisins í Álaborg og er ráðgjafi í Borgarlínuverkefninu. Ólöf Kristjánsdóttir er samgönguverkfræðingur hjá Mannviti og ráðgjafi í Borgarlínuverkefninu.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar