Draugagangur í Pepsi Max deild kvenna: Dómaraskandalar alltof áberandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 13:01 Þessi bolti fór ekki inn fyrir marklínuna að mati dómara í leik Breiðabliks og Þór/KA Skjámynd/S2 Sport Pepsi Max mörk kvenna voru tilneyddar til að ræða dómgæsluna í deildinni í síðasta þætti. Það var farið yfir draugamörk, draugavíti og gagnrýni þjálfara á dómgæslu. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði mark fyrir Breiðablik á móti Þór/KA en það mark mun aldrei koma fram í tölfræðinni hennar þar sem hvorki dómarinn Sigurður Óli Þórleifsson né aðstoðardómarinn Eydís Ragna Einarsdóttir sáu boltann fara yfir línuna. „Þessi bolti var aldrei inni. Einmitt,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Pepsi Max markanna. Þegar skot Þórdísar var skoðað á myndbandsupptöku þá kom í ljós að boltinn var greinilega inni. „Það er pínu leiðinlegt að þurfa að sitja hérna eftir umferðir og ræða svona atvik,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Dómaraskandalar í deildinni „Á sjónarhorninu sem við erum með þá sést að þetta er greinilega mark. Hvernig var hægt að sjá það að svo var ekki og hvar var línuvörðurinn staðsettur ef hann sá ekki að þetta var ekki mark,“ sagði Helena. „Getum við ekki séð það,“ skaut Katrín Ómarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanana, inn í og Helena svaraði strax. „Hann var reyndar ekki í mynd. Þetta er það undarlegasta sem ég hef séð í langan tíma. Við erum að spila á gervigrasi og það þyrlast upp gúmmítuðrurnar. Sem betur fer var þétta gervigras því þá sjáum við þetta,“ sagði Helena. „Ég hef verið línuvörður í leik og það er mjög auðvelt starf,“ sagði Katrín sposk en hinn sérfræðingur þáttarins var ekki sammála. „Ég hef líka verið aðstoðardómari í leik og mér fannst það ekki auðvelt,“ sagði Mist. „Ég veit ekki hvernig þessir dómarar eru að undirbúa sig fyrir leiki því þetta er eins og þú ert að fara að keppa. Þú þarft að vera tilbúinn í hausnum og búinn að borða vel. Ég veit ekki hvernig þetta er hjá dómarastéttinni,“ sagði Katrín. Pepsi Max mörkin ræddu einnig gagnrýni Nik Anthony Chamberlain, þjálfara Þróttaraliðsins, á dómgæslu í deildinni. Hann segir skammarlegt hvað stöðugleiki dómgæslunnar er lítill. „Það er ótrúlega leiðinlegt að vera í þessari umræðu en ég er ekkert búin að vera neitt sérstaklega hrifin af dómgæslunni almennt í sumar. Ég skil Nik alveg þarna. Þú ert með leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttir, sem er algjör reynslubolti, sem fær einhver fjögur til fimm tiltöl í gær án þess að fá spjald. Svo kemur fyrirliði Þróttar, sem er aðeins minna þekkt stærð og fær spjald fyrir fyrsta brot sem var ekki gróft. Það er alls konar svona atriði í þessu,“ sagði Mist. „Við erum búnar að sjá tvær skandalaklippur nú þegar í þættinum og ég hugsa að við eigum eina góða eftir alla vega,“ sagði Mist. „Þetta er vandamál en kannski er ég búin að vera í þessu svo lengi að ég er orðin vön þessu,“ sagði Katrín. Það má finna alla umfjöllunina um dómaraskandala deildarinnar hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði mark fyrir Breiðablik á móti Þór/KA en það mark mun aldrei koma fram í tölfræðinni hennar þar sem hvorki dómarinn Sigurður Óli Þórleifsson né aðstoðardómarinn Eydís Ragna Einarsdóttir sáu boltann fara yfir línuna. „Þessi bolti var aldrei inni. Einmitt,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Pepsi Max markanna. Þegar skot Þórdísar var skoðað á myndbandsupptöku þá kom í ljós að boltinn var greinilega inni. „Það er pínu leiðinlegt að þurfa að sitja hérna eftir umferðir og ræða svona atvik,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Dómaraskandalar í deildinni „Á sjónarhorninu sem við erum með þá sést að þetta er greinilega mark. Hvernig var hægt að sjá það að svo var ekki og hvar var línuvörðurinn staðsettur ef hann sá ekki að þetta var ekki mark,“ sagði Helena. „Getum við ekki séð það,“ skaut Katrín Ómarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanana, inn í og Helena svaraði strax. „Hann var reyndar ekki í mynd. Þetta er það undarlegasta sem ég hef séð í langan tíma. Við erum að spila á gervigrasi og það þyrlast upp gúmmítuðrurnar. Sem betur fer var þétta gervigras því þá sjáum við þetta,“ sagði Helena. „Ég hef verið línuvörður í leik og það er mjög auðvelt starf,“ sagði Katrín sposk en hinn sérfræðingur þáttarins var ekki sammála. „Ég hef líka verið aðstoðardómari í leik og mér fannst það ekki auðvelt,“ sagði Mist. „Ég veit ekki hvernig þessir dómarar eru að undirbúa sig fyrir leiki því þetta er eins og þú ert að fara að keppa. Þú þarft að vera tilbúinn í hausnum og búinn að borða vel. Ég veit ekki hvernig þetta er hjá dómarastéttinni,“ sagði Katrín. Pepsi Max mörkin ræddu einnig gagnrýni Nik Anthony Chamberlain, þjálfara Þróttaraliðsins, á dómgæslu í deildinni. Hann segir skammarlegt hvað stöðugleiki dómgæslunnar er lítill. „Það er ótrúlega leiðinlegt að vera í þessari umræðu en ég er ekkert búin að vera neitt sérstaklega hrifin af dómgæslunni almennt í sumar. Ég skil Nik alveg þarna. Þú ert með leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttir, sem er algjör reynslubolti, sem fær einhver fjögur til fimm tiltöl í gær án þess að fá spjald. Svo kemur fyrirliði Þróttar, sem er aðeins minna þekkt stærð og fær spjald fyrir fyrsta brot sem var ekki gróft. Það er alls konar svona atriði í þessu,“ sagði Mist. „Við erum búnar að sjá tvær skandalaklippur nú þegar í þættinum og ég hugsa að við eigum eina góða eftir alla vega,“ sagði Mist. „Þetta er vandamál en kannski er ég búin að vera í þessu svo lengi að ég er orðin vön þessu,“ sagði Katrín. Það má finna alla umfjöllunina um dómaraskandala deildarinnar hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira