Hvað verður um barnið mitt í sumar? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 20. maí 2021 11:31 Nú fer að nálgast sá tími árs að fjölskyldur fara að huga að sumarfríi og grunnskólar að skólalokum þetta skólaárið. Skólalokin eru ávallt þáttaskil í lífi hvers barns og nýtt upphaf hefst svo í sumarlok með nýjum áskorunum og nýjum verkefnum. En sumarið og sumarfríið er ekki eintóm sæla fyrir fjölskyldur. Flestir foreldrar starfa utan heimilis í 100% starfi enda eru fáir sem geta framfleytt fjölskyldunni án þess. Flestir foreldrar fá mest sex vikur í sumarfrí. Börn á grunnskólaaldri eiga hins vegar tvöfalt lengra sumarfrí en foreldrar þeirra auk allra frídaganna sem eru á skólaárinu. Nú er úr vöndu að ráða. Foreldrar bera jú megin ábyrgð á börnum sínum og ber að vernda þau og annast. Veldur þetta mikla ósamræmi í frídögum ábyrgum foreldrunum oft miklum kvíða og áhyggjum. Foreldrar vilja sinna börnum sínum og hafa það að leiðarljósi sem börnunum er fyrir bestu. Félagasamtök bjóða börnum upp á ýmis námskeið að sumri til. Nú þarf að leggjast yfir það sem er í boði og finna ótal námskeið til að fylla í skarðið. Mörg þeirra fyllast fljótt. Námskeiðin kosta mikið og ekki er á allra færi að standa straum af þeim kostnaði. Mörg þeirra eru jafnframt einungis hluta úr degi og jafnvel þarf að fara með börn um langan veg, skutla til og frá. Þetta fyrirkomulag er algjörlega ótækt og virðist miðast að samfélagi sem fyrir löngu er horfið, samfélagi þar sem atvinnuþátttaka mæðra var minni og jafnrétti kynjanna ekki hið sama og nú. Börn á yngsta stigi grunnskóla eiga kost á frístund eftir að skóladegi lýkur yfir veturinn, þar sem ekki er talið að þau eigi að sjá um sig sjálf og vera ein að loknum skóladegi. Flest sveitarfélög bjóða börnum og fjölskyldum þeirra upp á þessa þjónustu auk fæðis á meðan á dvölinni stendur. Þessi þjónusta er ekki gjaldfrjáls en greiðsluþátttaka miðast víða við hversu mörg börn í fjölskyldunni þiggja þjónustu sveitarfélagsins. Frístund er mun kostnaðarminni en þau námskeið sem börn sækja að sumri til og tímasetningar miðast við vinnudag foreldra. Þar sem mikil röskun hefur orðið á skólastarfi víða um heim vegna heimsfaraldursins hefur staða barna víða versnað. Hið daglega líf þeirra hefur raskast og mörg þeirra hafa ekki fengið þann stuðning sem þau þurfa. Á Íslandi hefur staðan verið mun betri en víðast hvar. Víða hafa börn jafnvel ekki fengið næga næringu þar sem skólamáltíðin hefur verið eina næringarríka máltíð dagsins hjá sumum þeirra. Víða í Evrópu er umræða um mikilvægi þess að öllum börnum sé tryggð næringarrík máltíð á degi hverjum í fríum og gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja stjórnvöld, ekki síst sveitarfélög til að taka til skoðunar að koma á uppbyggilegum úrræðum fyrir börn á yngsta stigi grunnskóla í skólafríum. Þau má skipuleggja í samstarfi við tómstundafélög sveitarfélaganna og umfram allt vera á viðráðanlegu verði ef ekki gjaldfrjáls. Kjörið er fyrir atvinnulífið að styrkja slíka starfsemi. Slík úrræði þurfa jafnframt að vera í samræmi við það samfélag sem við búum við nú. Barnaheill hvetja jafnframt fyrirtæki og stofnanir að sýna foreldrum skilning þegar hliðra þarf til vegna frídaga barna. Móðir hvar er barnið þitt? Svo var eitt sinn kveðið og sungið af Bubba Mortens og margar mæður fengu sting í hjarta vegna umhyggju og jafnvel skömm yfir því að hafa ekki gætt barnsins síns nægilega vel. Látum mæður og feður 21. aldarinnar losna við skömmina, áhyggjur og úrræðaleysi sumarsins. Það er barninu fyrir bestu. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Börn og uppeldi Félagasamtök Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú fer að nálgast sá tími árs að fjölskyldur fara að huga að sumarfríi og grunnskólar að skólalokum þetta skólaárið. Skólalokin eru ávallt þáttaskil í lífi hvers barns og nýtt upphaf hefst svo í sumarlok með nýjum áskorunum og nýjum verkefnum. En sumarið og sumarfríið er ekki eintóm sæla fyrir fjölskyldur. Flestir foreldrar starfa utan heimilis í 100% starfi enda eru fáir sem geta framfleytt fjölskyldunni án þess. Flestir foreldrar fá mest sex vikur í sumarfrí. Börn á grunnskólaaldri eiga hins vegar tvöfalt lengra sumarfrí en foreldrar þeirra auk allra frídaganna sem eru á skólaárinu. Nú er úr vöndu að ráða. Foreldrar bera jú megin ábyrgð á börnum sínum og ber að vernda þau og annast. Veldur þetta mikla ósamræmi í frídögum ábyrgum foreldrunum oft miklum kvíða og áhyggjum. Foreldrar vilja sinna börnum sínum og hafa það að leiðarljósi sem börnunum er fyrir bestu. Félagasamtök bjóða börnum upp á ýmis námskeið að sumri til. Nú þarf að leggjast yfir það sem er í boði og finna ótal námskeið til að fylla í skarðið. Mörg þeirra fyllast fljótt. Námskeiðin kosta mikið og ekki er á allra færi að standa straum af þeim kostnaði. Mörg þeirra eru jafnframt einungis hluta úr degi og jafnvel þarf að fara með börn um langan veg, skutla til og frá. Þetta fyrirkomulag er algjörlega ótækt og virðist miðast að samfélagi sem fyrir löngu er horfið, samfélagi þar sem atvinnuþátttaka mæðra var minni og jafnrétti kynjanna ekki hið sama og nú. Börn á yngsta stigi grunnskóla eiga kost á frístund eftir að skóladegi lýkur yfir veturinn, þar sem ekki er talið að þau eigi að sjá um sig sjálf og vera ein að loknum skóladegi. Flest sveitarfélög bjóða börnum og fjölskyldum þeirra upp á þessa þjónustu auk fæðis á meðan á dvölinni stendur. Þessi þjónusta er ekki gjaldfrjáls en greiðsluþátttaka miðast víða við hversu mörg börn í fjölskyldunni þiggja þjónustu sveitarfélagsins. Frístund er mun kostnaðarminni en þau námskeið sem börn sækja að sumri til og tímasetningar miðast við vinnudag foreldra. Þar sem mikil röskun hefur orðið á skólastarfi víða um heim vegna heimsfaraldursins hefur staða barna víða versnað. Hið daglega líf þeirra hefur raskast og mörg þeirra hafa ekki fengið þann stuðning sem þau þurfa. Á Íslandi hefur staðan verið mun betri en víðast hvar. Víða hafa börn jafnvel ekki fengið næga næringu þar sem skólamáltíðin hefur verið eina næringarríka máltíð dagsins hjá sumum þeirra. Víða í Evrópu er umræða um mikilvægi þess að öllum börnum sé tryggð næringarrík máltíð á degi hverjum í fríum og gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja stjórnvöld, ekki síst sveitarfélög til að taka til skoðunar að koma á uppbyggilegum úrræðum fyrir börn á yngsta stigi grunnskóla í skólafríum. Þau má skipuleggja í samstarfi við tómstundafélög sveitarfélaganna og umfram allt vera á viðráðanlegu verði ef ekki gjaldfrjáls. Kjörið er fyrir atvinnulífið að styrkja slíka starfsemi. Slík úrræði þurfa jafnframt að vera í samræmi við það samfélag sem við búum við nú. Barnaheill hvetja jafnframt fyrirtæki og stofnanir að sýna foreldrum skilning þegar hliðra þarf til vegna frídaga barna. Móðir hvar er barnið þitt? Svo var eitt sinn kveðið og sungið af Bubba Mortens og margar mæður fengu sting í hjarta vegna umhyggju og jafnvel skömm yfir því að hafa ekki gætt barnsins síns nægilega vel. Látum mæður og feður 21. aldarinnar losna við skömmina, áhyggjur og úrræðaleysi sumarsins. Það er barninu fyrir bestu. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun