Konur eigi rétt á bótum vegna PIP-brjóstapúðanna Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2021 08:50 Þýska fyrirtækið TUV Rheinland er talið hafa sýnt af sér vanrækslu þegar það vottaði PIP-púðana örugga jafnvel þó að þeir stæðust ekki öryggiskröfur. Vísir/EPA Franskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að á þriðja þúsund kvenna sem fengu svonefnda PIP-brjóstapúða ættu að fá skaðabætur. Lögmaður íslenskra kvenna sem taka þátt í hópmálsókn vegna púðanna segir niðurstöðuna áfangasigur. Brjóstapúðar sem franska fyrirtækið Poly Implant Prothese (PIP) framleiddi frá 2001 til 2010 ollu konum heilsutjóni um víðan heim. Fyrirtækið reyndist hafa notað ódýrt iðnaðarsílikon í púðana sem voru ekki ætlað til notkunar í mönnum og byrjuðu margir púðanna að leka. Talið er að allt að 400.000 konur hafi fengið ólöglegu brjóstapúðana. Málið í Frakklandi er gegn þýska fyrirtækinu TUV Rheinland sem gaf púðunum öryggisvottun. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði sýnt af sér vanrækslu. Rúmlega tvö hundruð íslenskar konur hafa tekið þátt í annarri hópmálsókn sem var höfðuð vegna PIP-púðanna. Reuters-fréttastofan segir að niðurstaða franska dómstólsins geti haft þýðingu fyrir þúsundir kvenna um allan heim. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður íslensku kvennanna, segir niðurstöðuna jákvæða en hún ætlar að funda með erlendu lögmönnunum sem reka málið í Frakklandi í dag. „Þetta er enn einn áfangasigurinn og boðar vonandi jákvæða niðurstöðu. Maður vill auðvitað ekki fagna fyrr en þetta er komið fast í hendi frá æðsta dómstól landsins,“ segir hún við Vísi. Hópmálsóknin sem áfrýjunardómstóllinn úrskurðaði um í dag hefur velkst fyrir frönskum dómstólum um árabil. Annar áfrýjunardómstóll taldi TUV Rheinland ekki skaðabótaskylt en hæstiréttur Frakklands vísaði málinu svo aftur niður á áfrýjunarstigið. Í yfirlýsingu sem Saga Ýrr sendi frá sér vegna niðurstöðunnar í dag sagðist hún telja allar líkur á að TUV Rheinland áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar Frakklands. Engu að síður lítu út fyrir að nú hilli undir endanlega niðurstöðu í málinu. Frakkland PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Brjóstapúðar sem franska fyrirtækið Poly Implant Prothese (PIP) framleiddi frá 2001 til 2010 ollu konum heilsutjóni um víðan heim. Fyrirtækið reyndist hafa notað ódýrt iðnaðarsílikon í púðana sem voru ekki ætlað til notkunar í mönnum og byrjuðu margir púðanna að leka. Talið er að allt að 400.000 konur hafi fengið ólöglegu brjóstapúðana. Málið í Frakklandi er gegn þýska fyrirtækinu TUV Rheinland sem gaf púðunum öryggisvottun. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði sýnt af sér vanrækslu. Rúmlega tvö hundruð íslenskar konur hafa tekið þátt í annarri hópmálsókn sem var höfðuð vegna PIP-púðanna. Reuters-fréttastofan segir að niðurstaða franska dómstólsins geti haft þýðingu fyrir þúsundir kvenna um allan heim. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður íslensku kvennanna, segir niðurstöðuna jákvæða en hún ætlar að funda með erlendu lögmönnunum sem reka málið í Frakklandi í dag. „Þetta er enn einn áfangasigurinn og boðar vonandi jákvæða niðurstöðu. Maður vill auðvitað ekki fagna fyrr en þetta er komið fast í hendi frá æðsta dómstól landsins,“ segir hún við Vísi. Hópmálsóknin sem áfrýjunardómstóllinn úrskurðaði um í dag hefur velkst fyrir frönskum dómstólum um árabil. Annar áfrýjunardómstóll taldi TUV Rheinland ekki skaðabótaskylt en hæstiréttur Frakklands vísaði málinu svo aftur niður á áfrýjunarstigið. Í yfirlýsingu sem Saga Ýrr sendi frá sér vegna niðurstöðunnar í dag sagðist hún telja allar líkur á að TUV Rheinland áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar Frakklands. Engu að síður lítu út fyrir að nú hilli undir endanlega niðurstöðu í málinu.
Frakkland PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira