Umdeild fjölmiðlasamsteypa semur við Facebook Snorri Másson skrifar 18. maí 2021 22:00 Axel Springer er stærsti útgefandi í Þýskalandi og hefur nú samið við sölu á efni til Facebook News. Getty/Kay Nietfeld Þýska fjölmiðlasamsteypan Axel Springer Verlag tilkynnti í gær um umfangsmikinn dreifingarsamning við samfélagsmiðilinn Facebook, nokkru eftir að aðrir þýskir fjölmiðlar gerðu áþekka samninga við miðilinn. Samningurinn felur í sér að Facebook fái að dreifa fréttum útgefandans, sem koma m.a. frá stærsta miðli Þýskalands, BILD, og einu stærri dagblaða landsins, Die Welt. Efnið mun Facebook birta undir merkjum Facebook News, sem er tilraun þeirra til stofnunar allsherjarfréttaveitu. Sú er enn ekki aðgengileg öllum Íslendingum. Umræðan undanfarin ár hefur almennt verið á þá leið að Facebook sölsi sífellt til sín meiri völd á kostnað hefðbundinnar fjölmiðlaútgáfu en ekki er ljóst að umræddur samningur sé dæmi um slíka þróun. Fjárhagsleg atriði samningsins eru ekki opinber en að sögn fréttaskýranda Frankfurter Allgemeine Zeitung má lesa það úr tilkynningu útgefandans að um sé að ræða nýja, trausta tekjulind fyrir fjölmiðlana. Þannig séu blöðin farin að græða á dreifingu frétta sem voru þegar í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Það breytist ekki að öðru leyti en að nú fá menn borgað fyrir efnið. Ísraelski fáninn var dreginn að húni hjá Axel Springer á sunnudaginn til stuðnings Ísraelsmönnum í átökum þeirra við Palestínumenn.Getty/Fabian Sommer Fréttaskýrandi FAZ telur að Axel Springer hafi gert góðan samning og jafnvel betri en hinir þýsku miðlarnir, sem flestir hafa einnig gert samning við Facebook. Töf var á samningi Springer vegna sérstöðu miðilsins, sem er risi á þýskum fjölmiðlamarkaði. Um leið er Axel Springer Verlag harla umdeildur útgefandi meðal almennings, enda boðberi íhaldssamra gilda en um leið þekktur fyrir frjálslega meðferð á staðreyndum á miðlum BILD, sem er þó útbreiddasta dagblað Þýskalands. Skemmst er frá því að segja að Facebook gerði svipaða samninga við ástralska fjölmiðla fyrr á þessu ári. Þar komst fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch í áskrift að tekjum frá samfélagsmiðlinum en Murdoch á því sem nemur 70% af áströlskum miðlum. Hann á einnig Fox News í Bandaríkjunum. Fjölmiðlar Þýskaland Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Samningurinn felur í sér að Facebook fái að dreifa fréttum útgefandans, sem koma m.a. frá stærsta miðli Þýskalands, BILD, og einu stærri dagblaða landsins, Die Welt. Efnið mun Facebook birta undir merkjum Facebook News, sem er tilraun þeirra til stofnunar allsherjarfréttaveitu. Sú er enn ekki aðgengileg öllum Íslendingum. Umræðan undanfarin ár hefur almennt verið á þá leið að Facebook sölsi sífellt til sín meiri völd á kostnað hefðbundinnar fjölmiðlaútgáfu en ekki er ljóst að umræddur samningur sé dæmi um slíka þróun. Fjárhagsleg atriði samningsins eru ekki opinber en að sögn fréttaskýranda Frankfurter Allgemeine Zeitung má lesa það úr tilkynningu útgefandans að um sé að ræða nýja, trausta tekjulind fyrir fjölmiðlana. Þannig séu blöðin farin að græða á dreifingu frétta sem voru þegar í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Það breytist ekki að öðru leyti en að nú fá menn borgað fyrir efnið. Ísraelski fáninn var dreginn að húni hjá Axel Springer á sunnudaginn til stuðnings Ísraelsmönnum í átökum þeirra við Palestínumenn.Getty/Fabian Sommer Fréttaskýrandi FAZ telur að Axel Springer hafi gert góðan samning og jafnvel betri en hinir þýsku miðlarnir, sem flestir hafa einnig gert samning við Facebook. Töf var á samningi Springer vegna sérstöðu miðilsins, sem er risi á þýskum fjölmiðlamarkaði. Um leið er Axel Springer Verlag harla umdeildur útgefandi meðal almennings, enda boðberi íhaldssamra gilda en um leið þekktur fyrir frjálslega meðferð á staðreyndum á miðlum BILD, sem er þó útbreiddasta dagblað Þýskalands. Skemmst er frá því að segja að Facebook gerði svipaða samninga við ástralska fjölmiðla fyrr á þessu ári. Þar komst fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch í áskrift að tekjum frá samfélagsmiðlinum en Murdoch á því sem nemur 70% af áströlskum miðlum. Hann á einnig Fox News í Bandaríkjunum.
Fjölmiðlar Þýskaland Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira