Palestína/Ísrael - er þetta flókið? Hlédís Sveinsdóttir skrifar 18. maí 2021 08:32 Þetta snýst í grunninn um eitt: Landrán. Rán á landi, húsum og jörðum íbúa Palestínu. Birtingarmyndir þess erum við að sjá í fjölmiðlum. Má þar nefna ofbeldi, dráp, landtökubyggðir, hernám og fl. Því fleiri hús og jarðir sem Ísraelar sölsa undir sig með landtökubyggðum, því fleiri íbúar Palestínu þurfa að vera á flótta eða hafast við í flóttamannabúðum. Ef þér finnst erfitt að treysta þessum orðum þá er hægt að skoða tölur. Ferkílómetrar lands sem Ísraelar hafa tekið ófrjálsri hendi síðustu ár. Fjöldi látinna í Ísrael annarsvegar og Palestínu hinsvegar. Upphafið: Ísraelsríki var stofnað á u.þ.b. helming landsvæði Palestínu árið 1948. Það voru Sameinuðu þjóðirnar (UNSCOP) sem stóðu að því og þar áttum við Íslendingar sendiherra sem fyrstur tók til máls og lagði til að stofnað yrði þjóðríki gyðinga í Palestínu (bókun 181). Sagan nær auðvitað lengra aftur og má þar nefna Balfour samninginn (1917) og fleiri atburði. En eftir seinni heimsstyrjöld (helförina) færist aukin áhersla á að finna gyðingum stað. Skiljanlega. En það er líka skiljanlegt að íbúar Palestínu hafi ekki sætt sig við það. Framhald: Ísraelsríki lýsti yfir sjálfstæði. Íbúar Palestínu gerðu það hins vegar ekki því þannig hefðu þeir jafnframt samþykkt þessa skiptingu lands sem Sameinuðu þjóðirnar lögðu til. Í framhaldinu hófust átök. Átök sem enduðumeð því að Ísraelar náðu undir sig meira landsvæði af Palestínu. Þannig hefur það haldiðáfram í gegnum árin. Sem dæmi má nefna að í júlí 1948 ráku hersveitir Ísraels um 70 þúsund Palestínumenn á flótta frá heimilum sínum og drápu nokkur hundruð, þetta er bara einn mánuður í einu ári fyrir meira en hálfri öld síðan. Það er hægt að minnast á 6 daga stríðið árið 1967 og fleiri hernaðaraðgerðir Ísraela sem sífellt ræna meira landsvæði. Fermetra tölurnar tala sínu máli, allt þetta landsvæði sem komið er undir landtökubyggð Ísraela. Það segir sig líka sjálft að það þarf ofbeldi og dauða til að öðlast land frá þeim sem er ekki tilbúinnað láta það af hendi. Staðan í dag: Íbúar Palestínu lýstu sem fyrr segir ekki yfir sjálfstæði og geta þess vegna ekki rekið opinberan her í landinu. Í dag er þess vegna staðan þannig að fjölmiðlar og opinberir aðilar fjalla um „aðgerðir“ Ísraelshers en „hryðjuverk“ Palestínumanna. Samt eru mun fleiri drepnir í „aðgerðum“ Ísraela en í „hryðjuverkum“ Palestínumanna. Þá eru líka notuð orð eins „átök“, „stríðandi fylkingar“ og „deilur“. Það finnast mér ekki lýsandi orð fyrir þá stöðu sem tölur um stolna fermetra lands og tölur látinna í Palestínu opinbera okkur. Kemur þetta okkur við? Já. Framkoma Ísraela er ólögleg. Landtökubyggðirnar eru ólöglegar. Hernámið er ólöglegt. Aðskilnaðarmúrinn er ólöglegur. Þetta brýtur gegn alþjóðalögum. Framkoma Ísraela við íbúa Palestínu er hryllingur. Það sem átti að verða friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna snerist upp í andhverfu sína. Við tókum beinan þátt í að koma íbúum Palestínu í þennan hrylling og okkur ber að taka beinan þátt í að stöðva þennan hrylling t.d. með viðskiptaþvingunum. Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta snýst í grunninn um eitt: Landrán. Rán á landi, húsum og jörðum íbúa Palestínu. Birtingarmyndir þess erum við að sjá í fjölmiðlum. Má þar nefna ofbeldi, dráp, landtökubyggðir, hernám og fl. Því fleiri hús og jarðir sem Ísraelar sölsa undir sig með landtökubyggðum, því fleiri íbúar Palestínu þurfa að vera á flótta eða hafast við í flóttamannabúðum. Ef þér finnst erfitt að treysta þessum orðum þá er hægt að skoða tölur. Ferkílómetrar lands sem Ísraelar hafa tekið ófrjálsri hendi síðustu ár. Fjöldi látinna í Ísrael annarsvegar og Palestínu hinsvegar. Upphafið: Ísraelsríki var stofnað á u.þ.b. helming landsvæði Palestínu árið 1948. Það voru Sameinuðu þjóðirnar (UNSCOP) sem stóðu að því og þar áttum við Íslendingar sendiherra sem fyrstur tók til máls og lagði til að stofnað yrði þjóðríki gyðinga í Palestínu (bókun 181). Sagan nær auðvitað lengra aftur og má þar nefna Balfour samninginn (1917) og fleiri atburði. En eftir seinni heimsstyrjöld (helförina) færist aukin áhersla á að finna gyðingum stað. Skiljanlega. En það er líka skiljanlegt að íbúar Palestínu hafi ekki sætt sig við það. Framhald: Ísraelsríki lýsti yfir sjálfstæði. Íbúar Palestínu gerðu það hins vegar ekki því þannig hefðu þeir jafnframt samþykkt þessa skiptingu lands sem Sameinuðu þjóðirnar lögðu til. Í framhaldinu hófust átök. Átök sem enduðumeð því að Ísraelar náðu undir sig meira landsvæði af Palestínu. Þannig hefur það haldiðáfram í gegnum árin. Sem dæmi má nefna að í júlí 1948 ráku hersveitir Ísraels um 70 þúsund Palestínumenn á flótta frá heimilum sínum og drápu nokkur hundruð, þetta er bara einn mánuður í einu ári fyrir meira en hálfri öld síðan. Það er hægt að minnast á 6 daga stríðið árið 1967 og fleiri hernaðaraðgerðir Ísraela sem sífellt ræna meira landsvæði. Fermetra tölurnar tala sínu máli, allt þetta landsvæði sem komið er undir landtökubyggð Ísraela. Það segir sig líka sjálft að það þarf ofbeldi og dauða til að öðlast land frá þeim sem er ekki tilbúinnað láta það af hendi. Staðan í dag: Íbúar Palestínu lýstu sem fyrr segir ekki yfir sjálfstæði og geta þess vegna ekki rekið opinberan her í landinu. Í dag er þess vegna staðan þannig að fjölmiðlar og opinberir aðilar fjalla um „aðgerðir“ Ísraelshers en „hryðjuverk“ Palestínumanna. Samt eru mun fleiri drepnir í „aðgerðum“ Ísraela en í „hryðjuverkum“ Palestínumanna. Þá eru líka notuð orð eins „átök“, „stríðandi fylkingar“ og „deilur“. Það finnast mér ekki lýsandi orð fyrir þá stöðu sem tölur um stolna fermetra lands og tölur látinna í Palestínu opinbera okkur. Kemur þetta okkur við? Já. Framkoma Ísraela er ólögleg. Landtökubyggðirnar eru ólöglegar. Hernámið er ólöglegt. Aðskilnaðarmúrinn er ólöglegur. Þetta brýtur gegn alþjóðalögum. Framkoma Ísraela við íbúa Palestínu er hryllingur. Það sem átti að verða friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna snerist upp í andhverfu sína. Við tókum beinan þátt í að koma íbúum Palestínu í þennan hrylling og okkur ber að taka beinan þátt í að stöðva þennan hrylling t.d. með viðskiptaþvingunum. Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun