Föngum gert að velja á milli aftökusveitar eða rafmagnsstóls Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2021 15:52 Rafmagnsstóll Suður-Karólínu í Columbus. Hann gæti bráðlega verið tekinn í notkun eftir nokkuð hlé. AP/Kinard Lisbon/Fangelsismálastjórn Suður-Karólínu Ríkisstjóri Suður-Karólínu í Bandaríkjunum staðfesti lög sem gera föngum á dauðadeild að velja á milli þess að vera teknir af lífi fyrir aftökusveit eða í rafmagnsstól. Lögunum er ætlað að koma aftökum fanga aftur af stað en þær hafa stöðvast vegna skorts á lyfjum sem eru notaðar í banvænar sprautur. Lyfjagjöf verður áfram aðalaftökuaðferðin í Suður-Karólínu en séu lyfin ekki til verða fangelsisyfirvöld að notast við nýstofnaða aftökusveit ríkisins eða rafmagnsstólinn. Fyrri lög gerðu ráð fyrir að fangar væru teknir af lífi með banvænni sprautu vildu þeir ekki fara í rafmagnsstólinn. Þrír fangar sem voru dæmdir til dauða og kusu lyfin fram yfir rafmagnsstólinn íhuga nú að skjóta nýju lögunum til dómstóla. Suður-Karólína var áður eitt refsiglaðasta ríki Bandaríkjanna þegar kom að dauðarefsingum. Í seinni tíð hafa lyfjafyrirtæki þó verið treg til að selja ríkjum lyf til að nota við aftökur. Síðustu skammtarnir sem Suður-Karólína átt af aftökulyfjunum rann út árið 2013 og enginn hefur verið tekinn af lífi þar frá árinu 2010. Repúblikanar sem fara með meirihluta á ríkisþinginu samþykktu því að stofna aftökusveit og breyta lögum um aftökur til þess að geta byrja að taka fanga af lífi á ný. Henry McMaster, ríkisstjóri og repúblikani, skrifaði undir lögin á föstudag. AP-fréttastofan segir að af tæplega fimmtíu nýsamþykktum lögum sem bárust á borð McMaster hafi hann kosið að staðfesta þessi fyrst. Fangelsisyfirvöld eru sögð tilbúin með rafmagnsstólinn til notkunar en enn er verið að kanna hvernig önnur ríki útfæra aftökur með aftökusveit. Mississippi, Oklahoma og Utah leyfa öll að aftökusveit skjóti fanga til bana. Stuðningsmenn laganna segja að dauðarefsingar séu löglegar í Suður-Karólínu og yfirvöld skuldi aðstandendum fórnarlamba að fullnusta þær refsingar. Lögmenn þriggja fanga sem eiga dauðarefsingu yfir höfði sér benda aftur á móti á að aftökur með lyfjagjöf hafi verið teknar upp þar sem þær voru taldar mannúðlegri en rafmagnsstóllinn. Með lögunum taki Suður-Karólína skref aftur til fortíðar. Af þeim 37 föngum sem eru á dauðadeild í Suður-Karólínu eru nítján svartir. Mannréttindasamtök benda á að dauðarefsingum hafi verið beitt á rasískan og gerræðislegan hátt í ríkinu í gegnum tíðina. Benda þau á mál Georges Stinney, fjórtán ára gamals drengs, sem var tekinn af lífi rafmagnsstól fyrir að hafa drepið tvær hvítar stúlkur árið 1944. Stinney var yngsti fanginn sem var tekinn af lífi í Bandaríkjunum á 20. öldinni en réttarhöldin yfir honum tóku einn dag. Dómari ógildi sakfellingu Stinney árið 2014. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Lyfjagjöf verður áfram aðalaftökuaðferðin í Suður-Karólínu en séu lyfin ekki til verða fangelsisyfirvöld að notast við nýstofnaða aftökusveit ríkisins eða rafmagnsstólinn. Fyrri lög gerðu ráð fyrir að fangar væru teknir af lífi með banvænni sprautu vildu þeir ekki fara í rafmagnsstólinn. Þrír fangar sem voru dæmdir til dauða og kusu lyfin fram yfir rafmagnsstólinn íhuga nú að skjóta nýju lögunum til dómstóla. Suður-Karólína var áður eitt refsiglaðasta ríki Bandaríkjanna þegar kom að dauðarefsingum. Í seinni tíð hafa lyfjafyrirtæki þó verið treg til að selja ríkjum lyf til að nota við aftökur. Síðustu skammtarnir sem Suður-Karólína átt af aftökulyfjunum rann út árið 2013 og enginn hefur verið tekinn af lífi þar frá árinu 2010. Repúblikanar sem fara með meirihluta á ríkisþinginu samþykktu því að stofna aftökusveit og breyta lögum um aftökur til þess að geta byrja að taka fanga af lífi á ný. Henry McMaster, ríkisstjóri og repúblikani, skrifaði undir lögin á föstudag. AP-fréttastofan segir að af tæplega fimmtíu nýsamþykktum lögum sem bárust á borð McMaster hafi hann kosið að staðfesta þessi fyrst. Fangelsisyfirvöld eru sögð tilbúin með rafmagnsstólinn til notkunar en enn er verið að kanna hvernig önnur ríki útfæra aftökur með aftökusveit. Mississippi, Oklahoma og Utah leyfa öll að aftökusveit skjóti fanga til bana. Stuðningsmenn laganna segja að dauðarefsingar séu löglegar í Suður-Karólínu og yfirvöld skuldi aðstandendum fórnarlamba að fullnusta þær refsingar. Lögmenn þriggja fanga sem eiga dauðarefsingu yfir höfði sér benda aftur á móti á að aftökur með lyfjagjöf hafi verið teknar upp þar sem þær voru taldar mannúðlegri en rafmagnsstóllinn. Með lögunum taki Suður-Karólína skref aftur til fortíðar. Af þeim 37 föngum sem eru á dauðadeild í Suður-Karólínu eru nítján svartir. Mannréttindasamtök benda á að dauðarefsingum hafi verið beitt á rasískan og gerræðislegan hátt í ríkinu í gegnum tíðina. Benda þau á mál Georges Stinney, fjórtán ára gamals drengs, sem var tekinn af lífi rafmagnsstól fyrir að hafa drepið tvær hvítar stúlkur árið 1944. Stinney var yngsti fanginn sem var tekinn af lífi í Bandaríkjunum á 20. öldinni en réttarhöldin yfir honum tóku einn dag. Dómari ógildi sakfellingu Stinney árið 2014.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira