Noah og Kelly staðfestu aldrei samband sitt opinberlega en haft var eftir vinafólki þeirra í fjölmiðlum að þau væru mjög hamingjusöm saman.
Í lok desember keypti grínistinn hús fyrir þau saman í Los Angeles og voru þau sögð vera að „skipuleggja framtíðina“ saman. „Þau hafa eytt miklum tíma saman og hafa verið að leita að heimili saman sem par.“
Minka Kelly er frægust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Friday Night Lights. Hún var áður með leikaranum Jesse Williams, sem fer með hlutverk Jackson Avery í Grey‘s Anatomy, en þau hættu saman í janúar árið 2018 á meðan Williams stóð í skilnaðardeilu við fyrrverandi eiginkonu sína.