Þórsaraslagur í Þorlákshöfn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. maí 2021 10:34 Larry Thomas hefur verið einn besti leikmaður Þórs Þorlákshafnar í vetur. Þór Þorlákshöfn tekur á móti nöfnum sínum í Þór Akureyri í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Þór Þ. hafnaði í öðru sæti deildarinnar, en Þór Ak. í því sjöunda. Sérfræðingar körfuboltakvölds fóru yfir þessa viðureign í þætti sínum í vikunni. Í upphafi var farið yfir tölfræði liðanna, en þar kom margt áhugavert í ljós. Liðin unnu sinn leikinn hvor þegar þau mættust í vetur. Strákarnir frá Þorlákshöfn standa betur að vígi í nánast öllum tölfræðiþáttum vetrarins. Það kemur líklega fáum á óvart sem fylgjast með Domino's deildinni að Þór Þ. er tölfræðilega með eina allra bestu sókn deildarinnar, en þegar komið er í úrslitakeppni getur allt gerst. „Það geta allir skotið í þessu liði“ Drengirnir byrjuðu á því að ræða um lið Þorlákshafnar og hvaða leikmenn væru þeir sem mest myndi mæða á í þessari rimmu. Larry Thomas, Styrmir Snær og Callum Lawson voru þeir þrír leikmenn sem nefndir voru, en Benedikt Guðmundsson benti á það að skotógn Þórs frá Þorlákshöfn væri gífurleg. „Það geta allir skotið þriggja stiga í þessu liði. Það er alveg sama hver það er, það voru níu leikmenn sem skoruðu þrist á Egilstöðum um daginn,“ sagði Benedikt. „Lárus þjálfari vill ekki leikmenn sem geta ekki skotið þriggja. Hann vill að menn geti skotið og að menn geti teygt gólfið þannig að það er mjög erfitt að verjast þessu liði.“ Adomas Drungilas verður ekki með Þór Þ. í fyrstu þrem leikjum úrslitakeppninnar, en hann er í banni eftir að hafa gefið Guy Edi olnbogaskot seinast þegar þessi tvö lið mættust. „Þórsararnir hafa samt sýnt að þeir geta spilað vel án hans. Ég sé fyrir mér að þetta fari í fimm leiki. Liðin vinna heimaleikina sína og Þór Þorlákshöfn fer áfram eftir oddaleik á heimavelli,“ sagði Benedikt. Teitur Örlygsson greip þá boltann á lofti og lét óánægju sína með Drungilas í ljós. „Þetta bann kemur út frá leik þar sem þessi lið voru að spila innbyrgðis og það gæti kannski hleypt smá illu blóði í menn.“ „En þetta er náttúrulega alveg síðasta sort með Drungilas. Þetta er ekki í fyrsta skipti og ekki í annað skipti heldur í þriðja skipti sem hann gerir þetta. Ég hugsa að einhver í kringum liðið hugsi núna um að reka hann.“ „Ef hann heitir ekki Chuck Norris þá eru þeir ekki að fara að halda sér uppi“ Næst var umræðan fær að liði Akureyringa. Sérfræðingarnir voru sammála um það að Dedrick Deon Basile þurfi að eiga góða seríu til að Akureyringar eigi séns, en hann er í banni í fyrsta leik. „Lykillinn hjá Þór Akureyri er að brjóta niður tempóið, en ég er ekki að sjá að Akureyringarnir séu með mannskapinn í það,“ sagði Teitur Örlygsson. Eins og áður segir verður Dedrick ekki með í fyrsta leik liðanna. Hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins í vetur, og gerði gott betur en að hjálpa til við að halda liðinu uppi. „Þetta er hinn nýji Chuck Norris,“ sagði Benedikt. “Mig minnir að ég hafi sagt á sínum tíma að þeir þyrftu kana og ef hann heitir ekki Chuck Norris þá eru þeir ekki að fara að halda sér uppi.“ Ivan Aurrecoechea hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds og það mun mæða mikið á honum, sérstaklega í fyrsta leik þegar Dedrick verður ekki með. „Þetta er bara algjört skrýmsli þarna inni í teig. Sama hvort að hann sé í fráköstum eða troðandi öllu þarna í kringum hringinn.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en liðin mætast í kvöld klukkan 19:15. Klippa: Þór Þ. - Þór Ak. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira
Í upphafi var farið yfir tölfræði liðanna, en þar kom margt áhugavert í ljós. Liðin unnu sinn leikinn hvor þegar þau mættust í vetur. Strákarnir frá Þorlákshöfn standa betur að vígi í nánast öllum tölfræðiþáttum vetrarins. Það kemur líklega fáum á óvart sem fylgjast með Domino's deildinni að Þór Þ. er tölfræðilega með eina allra bestu sókn deildarinnar, en þegar komið er í úrslitakeppni getur allt gerst. „Það geta allir skotið í þessu liði“ Drengirnir byrjuðu á því að ræða um lið Þorlákshafnar og hvaða leikmenn væru þeir sem mest myndi mæða á í þessari rimmu. Larry Thomas, Styrmir Snær og Callum Lawson voru þeir þrír leikmenn sem nefndir voru, en Benedikt Guðmundsson benti á það að skotógn Þórs frá Þorlákshöfn væri gífurleg. „Það geta allir skotið þriggja stiga í þessu liði. Það er alveg sama hver það er, það voru níu leikmenn sem skoruðu þrist á Egilstöðum um daginn,“ sagði Benedikt. „Lárus þjálfari vill ekki leikmenn sem geta ekki skotið þriggja. Hann vill að menn geti skotið og að menn geti teygt gólfið þannig að það er mjög erfitt að verjast þessu liði.“ Adomas Drungilas verður ekki með Þór Þ. í fyrstu þrem leikjum úrslitakeppninnar, en hann er í banni eftir að hafa gefið Guy Edi olnbogaskot seinast þegar þessi tvö lið mættust. „Þórsararnir hafa samt sýnt að þeir geta spilað vel án hans. Ég sé fyrir mér að þetta fari í fimm leiki. Liðin vinna heimaleikina sína og Þór Þorlákshöfn fer áfram eftir oddaleik á heimavelli,“ sagði Benedikt. Teitur Örlygsson greip þá boltann á lofti og lét óánægju sína með Drungilas í ljós. „Þetta bann kemur út frá leik þar sem þessi lið voru að spila innbyrgðis og það gæti kannski hleypt smá illu blóði í menn.“ „En þetta er náttúrulega alveg síðasta sort með Drungilas. Þetta er ekki í fyrsta skipti og ekki í annað skipti heldur í þriðja skipti sem hann gerir þetta. Ég hugsa að einhver í kringum liðið hugsi núna um að reka hann.“ „Ef hann heitir ekki Chuck Norris þá eru þeir ekki að fara að halda sér uppi“ Næst var umræðan fær að liði Akureyringa. Sérfræðingarnir voru sammála um það að Dedrick Deon Basile þurfi að eiga góða seríu til að Akureyringar eigi séns, en hann er í banni í fyrsta leik. „Lykillinn hjá Þór Akureyri er að brjóta niður tempóið, en ég er ekki að sjá að Akureyringarnir séu með mannskapinn í það,“ sagði Teitur Örlygsson. Eins og áður segir verður Dedrick ekki með í fyrsta leik liðanna. Hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins í vetur, og gerði gott betur en að hjálpa til við að halda liðinu uppi. „Þetta er hinn nýji Chuck Norris,“ sagði Benedikt. “Mig minnir að ég hafi sagt á sínum tíma að þeir þyrftu kana og ef hann heitir ekki Chuck Norris þá eru þeir ekki að fara að halda sér uppi.“ Ivan Aurrecoechea hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds og það mun mæða mikið á honum, sérstaklega í fyrsta leik þegar Dedrick verður ekki með. „Þetta er bara algjört skrýmsli þarna inni í teig. Sama hvort að hann sé í fráköstum eða troðandi öllu þarna í kringum hringinn.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en liðin mætast í kvöld klukkan 19:15. Klippa: Þór Þ. - Þór Ak. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti