Þórsaraslagur í Þorlákshöfn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. maí 2021 10:34 Larry Thomas hefur verið einn besti leikmaður Þórs Þorlákshafnar í vetur. Þór Þorlákshöfn tekur á móti nöfnum sínum í Þór Akureyri í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Þór Þ. hafnaði í öðru sæti deildarinnar, en Þór Ak. í því sjöunda. Sérfræðingar körfuboltakvölds fóru yfir þessa viðureign í þætti sínum í vikunni. Í upphafi var farið yfir tölfræði liðanna, en þar kom margt áhugavert í ljós. Liðin unnu sinn leikinn hvor þegar þau mættust í vetur. Strákarnir frá Þorlákshöfn standa betur að vígi í nánast öllum tölfræðiþáttum vetrarins. Það kemur líklega fáum á óvart sem fylgjast með Domino's deildinni að Þór Þ. er tölfræðilega með eina allra bestu sókn deildarinnar, en þegar komið er í úrslitakeppni getur allt gerst. „Það geta allir skotið í þessu liði“ Drengirnir byrjuðu á því að ræða um lið Þorlákshafnar og hvaða leikmenn væru þeir sem mest myndi mæða á í þessari rimmu. Larry Thomas, Styrmir Snær og Callum Lawson voru þeir þrír leikmenn sem nefndir voru, en Benedikt Guðmundsson benti á það að skotógn Þórs frá Þorlákshöfn væri gífurleg. „Það geta allir skotið þriggja stiga í þessu liði. Það er alveg sama hver það er, það voru níu leikmenn sem skoruðu þrist á Egilstöðum um daginn,“ sagði Benedikt. „Lárus þjálfari vill ekki leikmenn sem geta ekki skotið þriggja. Hann vill að menn geti skotið og að menn geti teygt gólfið þannig að það er mjög erfitt að verjast þessu liði.“ Adomas Drungilas verður ekki með Þór Þ. í fyrstu þrem leikjum úrslitakeppninnar, en hann er í banni eftir að hafa gefið Guy Edi olnbogaskot seinast þegar þessi tvö lið mættust. „Þórsararnir hafa samt sýnt að þeir geta spilað vel án hans. Ég sé fyrir mér að þetta fari í fimm leiki. Liðin vinna heimaleikina sína og Þór Þorlákshöfn fer áfram eftir oddaleik á heimavelli,“ sagði Benedikt. Teitur Örlygsson greip þá boltann á lofti og lét óánægju sína með Drungilas í ljós. „Þetta bann kemur út frá leik þar sem þessi lið voru að spila innbyrgðis og það gæti kannski hleypt smá illu blóði í menn.“ „En þetta er náttúrulega alveg síðasta sort með Drungilas. Þetta er ekki í fyrsta skipti og ekki í annað skipti heldur í þriðja skipti sem hann gerir þetta. Ég hugsa að einhver í kringum liðið hugsi núna um að reka hann.“ „Ef hann heitir ekki Chuck Norris þá eru þeir ekki að fara að halda sér uppi“ Næst var umræðan fær að liði Akureyringa. Sérfræðingarnir voru sammála um það að Dedrick Deon Basile þurfi að eiga góða seríu til að Akureyringar eigi séns, en hann er í banni í fyrsta leik. „Lykillinn hjá Þór Akureyri er að brjóta niður tempóið, en ég er ekki að sjá að Akureyringarnir séu með mannskapinn í það,“ sagði Teitur Örlygsson. Eins og áður segir verður Dedrick ekki með í fyrsta leik liðanna. Hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins í vetur, og gerði gott betur en að hjálpa til við að halda liðinu uppi. „Þetta er hinn nýji Chuck Norris,“ sagði Benedikt. “Mig minnir að ég hafi sagt á sínum tíma að þeir þyrftu kana og ef hann heitir ekki Chuck Norris þá eru þeir ekki að fara að halda sér uppi.“ Ivan Aurrecoechea hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds og það mun mæða mikið á honum, sérstaklega í fyrsta leik þegar Dedrick verður ekki með. „Þetta er bara algjört skrýmsli þarna inni í teig. Sama hvort að hann sé í fráköstum eða troðandi öllu þarna í kringum hringinn.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en liðin mætast í kvöld klukkan 19:15. Klippa: Þór Þ. - Þór Ak. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Í upphafi var farið yfir tölfræði liðanna, en þar kom margt áhugavert í ljós. Liðin unnu sinn leikinn hvor þegar þau mættust í vetur. Strákarnir frá Þorlákshöfn standa betur að vígi í nánast öllum tölfræðiþáttum vetrarins. Það kemur líklega fáum á óvart sem fylgjast með Domino's deildinni að Þór Þ. er tölfræðilega með eina allra bestu sókn deildarinnar, en þegar komið er í úrslitakeppni getur allt gerst. „Það geta allir skotið í þessu liði“ Drengirnir byrjuðu á því að ræða um lið Þorlákshafnar og hvaða leikmenn væru þeir sem mest myndi mæða á í þessari rimmu. Larry Thomas, Styrmir Snær og Callum Lawson voru þeir þrír leikmenn sem nefndir voru, en Benedikt Guðmundsson benti á það að skotógn Þórs frá Þorlákshöfn væri gífurleg. „Það geta allir skotið þriggja stiga í þessu liði. Það er alveg sama hver það er, það voru níu leikmenn sem skoruðu þrist á Egilstöðum um daginn,“ sagði Benedikt. „Lárus þjálfari vill ekki leikmenn sem geta ekki skotið þriggja. Hann vill að menn geti skotið og að menn geti teygt gólfið þannig að það er mjög erfitt að verjast þessu liði.“ Adomas Drungilas verður ekki með Þór Þ. í fyrstu þrem leikjum úrslitakeppninnar, en hann er í banni eftir að hafa gefið Guy Edi olnbogaskot seinast þegar þessi tvö lið mættust. „Þórsararnir hafa samt sýnt að þeir geta spilað vel án hans. Ég sé fyrir mér að þetta fari í fimm leiki. Liðin vinna heimaleikina sína og Þór Þorlákshöfn fer áfram eftir oddaleik á heimavelli,“ sagði Benedikt. Teitur Örlygsson greip þá boltann á lofti og lét óánægju sína með Drungilas í ljós. „Þetta bann kemur út frá leik þar sem þessi lið voru að spila innbyrgðis og það gæti kannski hleypt smá illu blóði í menn.“ „En þetta er náttúrulega alveg síðasta sort með Drungilas. Þetta er ekki í fyrsta skipti og ekki í annað skipti heldur í þriðja skipti sem hann gerir þetta. Ég hugsa að einhver í kringum liðið hugsi núna um að reka hann.“ „Ef hann heitir ekki Chuck Norris þá eru þeir ekki að fara að halda sér uppi“ Næst var umræðan fær að liði Akureyringa. Sérfræðingarnir voru sammála um það að Dedrick Deon Basile þurfi að eiga góða seríu til að Akureyringar eigi séns, en hann er í banni í fyrsta leik. „Lykillinn hjá Þór Akureyri er að brjóta niður tempóið, en ég er ekki að sjá að Akureyringarnir séu með mannskapinn í það,“ sagði Teitur Örlygsson. Eins og áður segir verður Dedrick ekki með í fyrsta leik liðanna. Hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins í vetur, og gerði gott betur en að hjálpa til við að halda liðinu uppi. „Þetta er hinn nýji Chuck Norris,“ sagði Benedikt. “Mig minnir að ég hafi sagt á sínum tíma að þeir þyrftu kana og ef hann heitir ekki Chuck Norris þá eru þeir ekki að fara að halda sér uppi.“ Ivan Aurrecoechea hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds og það mun mæða mikið á honum, sérstaklega í fyrsta leik þegar Dedrick verður ekki með. „Þetta er bara algjört skrýmsli þarna inni í teig. Sama hvort að hann sé í fráköstum eða troðandi öllu þarna í kringum hringinn.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en liðin mætast í kvöld klukkan 19:15. Klippa: Þór Þ. - Þór Ak. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira