Lakers vann en þarf enn að treysta á önnur úrslit | Randle með tvöfalda þrennu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2021 19:45 LeBron James sneri aftur í lið Lakers í kvöld. Hér fagnar hann górði köruf með Dennis Schröder. Justin Casterline/Getty Images Þremur af fimm leikjum kvöldsins í NBA-deildinni í körfubolta er nú lokið. Meistarar Los Angeles Lakers unnu Indiana Pacers í endurkomu LeBron James og Anthony Davis. Brooklyn Nets vann Chicago Bullso og New York Knicks vann Charlotte Hornets í framlengdum leik. Lakers vann fimm stiga sigur á Pacers, lokatölur 122-115. Meistararnir voru alltaf með yfirhöndina og náðu oftar en ekki tíu stiga forskoti eða meira en Pacers komu alltaf til baka. Það gekk ekkert sóknarlega hjá Lakers framan af 4. leikhluta og forysta þeirra var orðin lítil sem engin þegar LeBron James kom inn af bekknum, skoraði sjö stig í röð og fór langleiðina með að tryggja sigur Lakrs. LEBRON ELEVATED pic.twitter.com/mWxj1fTs5F— NBA TV (@NBATV) May 15, 2021 Lakers er sem stendur með 41 sigur og 30 töp, líkt og Portland Trail Blazers. Síðarnefnda liðið er hins vegar með betri innbyrðis viðureignir og fer því beint í úrslitakeppnina fari svo að liðin vinni bæði lokaleiki sína í deildarkeppninni á meðan Lakers fer í umspil. Anthony Davis skoraði 28 stig í liði Lakers ásamt því að taka 10 fráköst. LeBron James skoraði 24 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Caris LeVert skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar í liði Pacers. Brooklyn Nets átti ekki í miklum vandræðum með Chicago Bulls, lokatölur 105-91. Kyrie Irving skoraði 22 stig í liði Brooklyn og Bruce Brown Jr. henti í tvöfalda tvennu með 16 stig og 12 fráköst. Patrick Williams skoraði 24 stig í liði Bulls. Julius Randle hlóð í þrefalda tvennu í sigri Knicks á Hornets. Að venjulegum leiktíma loknum var staðan 104-104 en Knicks voru mun sterkari í framlengingunni og unnu á endanum níu stiga sigur, 118-109. 33p/10r/13a for @J30_RANDLE If MIA loses tonight, the @nyknicks can clinch #4 in the East with a win tomorrow! #NewYorkForever pic.twitter.com/psauJgZ1kD— NBA (@NBA) May 15, 2021 Julius Randle hefur verið magnaður á leiktíðinni og var það einnig í kvöld. Hann skoraði 33 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Þar á eftir kom Reggie Bullock með 17 stig á meðan Miles Bridges skoraði 30 stig í liði Hornets. Staðan í deildinni. Körfubolti NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Meistarar Los Angeles Lakers unnu Indiana Pacers í endurkomu LeBron James og Anthony Davis. Brooklyn Nets vann Chicago Bullso og New York Knicks vann Charlotte Hornets í framlengdum leik. Lakers vann fimm stiga sigur á Pacers, lokatölur 122-115. Meistararnir voru alltaf með yfirhöndina og náðu oftar en ekki tíu stiga forskoti eða meira en Pacers komu alltaf til baka. Það gekk ekkert sóknarlega hjá Lakers framan af 4. leikhluta og forysta þeirra var orðin lítil sem engin þegar LeBron James kom inn af bekknum, skoraði sjö stig í röð og fór langleiðina með að tryggja sigur Lakrs. LEBRON ELEVATED pic.twitter.com/mWxj1fTs5F— NBA TV (@NBATV) May 15, 2021 Lakers er sem stendur með 41 sigur og 30 töp, líkt og Portland Trail Blazers. Síðarnefnda liðið er hins vegar með betri innbyrðis viðureignir og fer því beint í úrslitakeppnina fari svo að liðin vinni bæði lokaleiki sína í deildarkeppninni á meðan Lakers fer í umspil. Anthony Davis skoraði 28 stig í liði Lakers ásamt því að taka 10 fráköst. LeBron James skoraði 24 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Caris LeVert skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar í liði Pacers. Brooklyn Nets átti ekki í miklum vandræðum með Chicago Bulls, lokatölur 105-91. Kyrie Irving skoraði 22 stig í liði Brooklyn og Bruce Brown Jr. henti í tvöfalda tvennu með 16 stig og 12 fráköst. Patrick Williams skoraði 24 stig í liði Bulls. Julius Randle hlóð í þrefalda tvennu í sigri Knicks á Hornets. Að venjulegum leiktíma loknum var staðan 104-104 en Knicks voru mun sterkari í framlengingunni og unnu á endanum níu stiga sigur, 118-109. 33p/10r/13a for @J30_RANDLE If MIA loses tonight, the @nyknicks can clinch #4 in the East with a win tomorrow! #NewYorkForever pic.twitter.com/psauJgZ1kD— NBA (@NBA) May 15, 2021 Julius Randle hefur verið magnaður á leiktíðinni og var það einnig í kvöld. Hann skoraði 33 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Þar á eftir kom Reggie Bullock með 17 stig á meðan Miles Bridges skoraði 30 stig í liði Hornets. Staðan í deildinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira