Lakers vann en þarf enn að treysta á önnur úrslit | Randle með tvöfalda þrennu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2021 19:45 LeBron James sneri aftur í lið Lakers í kvöld. Hér fagnar hann górði köruf með Dennis Schröder. Justin Casterline/Getty Images Þremur af fimm leikjum kvöldsins í NBA-deildinni í körfubolta er nú lokið. Meistarar Los Angeles Lakers unnu Indiana Pacers í endurkomu LeBron James og Anthony Davis. Brooklyn Nets vann Chicago Bullso og New York Knicks vann Charlotte Hornets í framlengdum leik. Lakers vann fimm stiga sigur á Pacers, lokatölur 122-115. Meistararnir voru alltaf með yfirhöndina og náðu oftar en ekki tíu stiga forskoti eða meira en Pacers komu alltaf til baka. Það gekk ekkert sóknarlega hjá Lakers framan af 4. leikhluta og forysta þeirra var orðin lítil sem engin þegar LeBron James kom inn af bekknum, skoraði sjö stig í röð og fór langleiðina með að tryggja sigur Lakrs. LEBRON ELEVATED pic.twitter.com/mWxj1fTs5F— NBA TV (@NBATV) May 15, 2021 Lakers er sem stendur með 41 sigur og 30 töp, líkt og Portland Trail Blazers. Síðarnefnda liðið er hins vegar með betri innbyrðis viðureignir og fer því beint í úrslitakeppnina fari svo að liðin vinni bæði lokaleiki sína í deildarkeppninni á meðan Lakers fer í umspil. Anthony Davis skoraði 28 stig í liði Lakers ásamt því að taka 10 fráköst. LeBron James skoraði 24 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Caris LeVert skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar í liði Pacers. Brooklyn Nets átti ekki í miklum vandræðum með Chicago Bulls, lokatölur 105-91. Kyrie Irving skoraði 22 stig í liði Brooklyn og Bruce Brown Jr. henti í tvöfalda tvennu með 16 stig og 12 fráköst. Patrick Williams skoraði 24 stig í liði Bulls. Julius Randle hlóð í þrefalda tvennu í sigri Knicks á Hornets. Að venjulegum leiktíma loknum var staðan 104-104 en Knicks voru mun sterkari í framlengingunni og unnu á endanum níu stiga sigur, 118-109. 33p/10r/13a for @J30_RANDLE If MIA loses tonight, the @nyknicks can clinch #4 in the East with a win tomorrow! #NewYorkForever pic.twitter.com/psauJgZ1kD— NBA (@NBA) May 15, 2021 Julius Randle hefur verið magnaður á leiktíðinni og var það einnig í kvöld. Hann skoraði 33 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Þar á eftir kom Reggie Bullock með 17 stig á meðan Miles Bridges skoraði 30 stig í liði Hornets. Staðan í deildinni. Körfubolti NBA Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Sjá meira
Meistarar Los Angeles Lakers unnu Indiana Pacers í endurkomu LeBron James og Anthony Davis. Brooklyn Nets vann Chicago Bullso og New York Knicks vann Charlotte Hornets í framlengdum leik. Lakers vann fimm stiga sigur á Pacers, lokatölur 122-115. Meistararnir voru alltaf með yfirhöndina og náðu oftar en ekki tíu stiga forskoti eða meira en Pacers komu alltaf til baka. Það gekk ekkert sóknarlega hjá Lakers framan af 4. leikhluta og forysta þeirra var orðin lítil sem engin þegar LeBron James kom inn af bekknum, skoraði sjö stig í röð og fór langleiðina með að tryggja sigur Lakrs. LEBRON ELEVATED pic.twitter.com/mWxj1fTs5F— NBA TV (@NBATV) May 15, 2021 Lakers er sem stendur með 41 sigur og 30 töp, líkt og Portland Trail Blazers. Síðarnefnda liðið er hins vegar með betri innbyrðis viðureignir og fer því beint í úrslitakeppnina fari svo að liðin vinni bæði lokaleiki sína í deildarkeppninni á meðan Lakers fer í umspil. Anthony Davis skoraði 28 stig í liði Lakers ásamt því að taka 10 fráköst. LeBron James skoraði 24 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Caris LeVert skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar í liði Pacers. Brooklyn Nets átti ekki í miklum vandræðum með Chicago Bulls, lokatölur 105-91. Kyrie Irving skoraði 22 stig í liði Brooklyn og Bruce Brown Jr. henti í tvöfalda tvennu með 16 stig og 12 fráköst. Patrick Williams skoraði 24 stig í liði Bulls. Julius Randle hlóð í þrefalda tvennu í sigri Knicks á Hornets. Að venjulegum leiktíma loknum var staðan 104-104 en Knicks voru mun sterkari í framlengingunni og unnu á endanum níu stiga sigur, 118-109. 33p/10r/13a for @J30_RANDLE If MIA loses tonight, the @nyknicks can clinch #4 in the East with a win tomorrow! #NewYorkForever pic.twitter.com/psauJgZ1kD— NBA (@NBA) May 15, 2021 Julius Randle hefur verið magnaður á leiktíðinni og var það einnig í kvöld. Hann skoraði 33 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Þar á eftir kom Reggie Bullock með 17 stig á meðan Miles Bridges skoraði 30 stig í liði Hornets. Staðan í deildinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Sjá meira