Lakers vann en þarf enn að treysta á önnur úrslit | Randle með tvöfalda þrennu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2021 19:45 LeBron James sneri aftur í lið Lakers í kvöld. Hér fagnar hann górði köruf með Dennis Schröder. Justin Casterline/Getty Images Þremur af fimm leikjum kvöldsins í NBA-deildinni í körfubolta er nú lokið. Meistarar Los Angeles Lakers unnu Indiana Pacers í endurkomu LeBron James og Anthony Davis. Brooklyn Nets vann Chicago Bullso og New York Knicks vann Charlotte Hornets í framlengdum leik. Lakers vann fimm stiga sigur á Pacers, lokatölur 122-115. Meistararnir voru alltaf með yfirhöndina og náðu oftar en ekki tíu stiga forskoti eða meira en Pacers komu alltaf til baka. Það gekk ekkert sóknarlega hjá Lakers framan af 4. leikhluta og forysta þeirra var orðin lítil sem engin þegar LeBron James kom inn af bekknum, skoraði sjö stig í röð og fór langleiðina með að tryggja sigur Lakrs. LEBRON ELEVATED pic.twitter.com/mWxj1fTs5F— NBA TV (@NBATV) May 15, 2021 Lakers er sem stendur með 41 sigur og 30 töp, líkt og Portland Trail Blazers. Síðarnefnda liðið er hins vegar með betri innbyrðis viðureignir og fer því beint í úrslitakeppnina fari svo að liðin vinni bæði lokaleiki sína í deildarkeppninni á meðan Lakers fer í umspil. Anthony Davis skoraði 28 stig í liði Lakers ásamt því að taka 10 fráköst. LeBron James skoraði 24 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Caris LeVert skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar í liði Pacers. Brooklyn Nets átti ekki í miklum vandræðum með Chicago Bulls, lokatölur 105-91. Kyrie Irving skoraði 22 stig í liði Brooklyn og Bruce Brown Jr. henti í tvöfalda tvennu með 16 stig og 12 fráköst. Patrick Williams skoraði 24 stig í liði Bulls. Julius Randle hlóð í þrefalda tvennu í sigri Knicks á Hornets. Að venjulegum leiktíma loknum var staðan 104-104 en Knicks voru mun sterkari í framlengingunni og unnu á endanum níu stiga sigur, 118-109. 33p/10r/13a for @J30_RANDLE If MIA loses tonight, the @nyknicks can clinch #4 in the East with a win tomorrow! #NewYorkForever pic.twitter.com/psauJgZ1kD— NBA (@NBA) May 15, 2021 Julius Randle hefur verið magnaður á leiktíðinni og var það einnig í kvöld. Hann skoraði 33 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Þar á eftir kom Reggie Bullock með 17 stig á meðan Miles Bridges skoraði 30 stig í liði Hornets. Staðan í deildinni. Körfubolti NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Meistarar Los Angeles Lakers unnu Indiana Pacers í endurkomu LeBron James og Anthony Davis. Brooklyn Nets vann Chicago Bullso og New York Knicks vann Charlotte Hornets í framlengdum leik. Lakers vann fimm stiga sigur á Pacers, lokatölur 122-115. Meistararnir voru alltaf með yfirhöndina og náðu oftar en ekki tíu stiga forskoti eða meira en Pacers komu alltaf til baka. Það gekk ekkert sóknarlega hjá Lakers framan af 4. leikhluta og forysta þeirra var orðin lítil sem engin þegar LeBron James kom inn af bekknum, skoraði sjö stig í röð og fór langleiðina með að tryggja sigur Lakrs. LEBRON ELEVATED pic.twitter.com/mWxj1fTs5F— NBA TV (@NBATV) May 15, 2021 Lakers er sem stendur með 41 sigur og 30 töp, líkt og Portland Trail Blazers. Síðarnefnda liðið er hins vegar með betri innbyrðis viðureignir og fer því beint í úrslitakeppnina fari svo að liðin vinni bæði lokaleiki sína í deildarkeppninni á meðan Lakers fer í umspil. Anthony Davis skoraði 28 stig í liði Lakers ásamt því að taka 10 fráköst. LeBron James skoraði 24 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Caris LeVert skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar í liði Pacers. Brooklyn Nets átti ekki í miklum vandræðum með Chicago Bulls, lokatölur 105-91. Kyrie Irving skoraði 22 stig í liði Brooklyn og Bruce Brown Jr. henti í tvöfalda tvennu með 16 stig og 12 fráköst. Patrick Williams skoraði 24 stig í liði Bulls. Julius Randle hlóð í þrefalda tvennu í sigri Knicks á Hornets. Að venjulegum leiktíma loknum var staðan 104-104 en Knicks voru mun sterkari í framlengingunni og unnu á endanum níu stiga sigur, 118-109. 33p/10r/13a for @J30_RANDLE If MIA loses tonight, the @nyknicks can clinch #4 in the East with a win tomorrow! #NewYorkForever pic.twitter.com/psauJgZ1kD— NBA (@NBA) May 15, 2021 Julius Randle hefur verið magnaður á leiktíðinni og var það einnig í kvöld. Hann skoraði 33 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Þar á eftir kom Reggie Bullock með 17 stig á meðan Miles Bridges skoraði 30 stig í liði Hornets. Staðan í deildinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira