Dýrar og óafturkræfar offituaðgerðir siðferðislega ámælisverðar Snorri Másson skrifar 15. maí 2021 12:58 Tara Margrét Vilhjálmsdóttir er formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Hún gerir alvarlegar athugasemdir við umfjöllun liðinna daga um offituaðgerðir. Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, gagnrýnir harðlega „einhliða umfjöllun“ Fréttablaðsins um offituaðgerðir hjá Klíníkinni, sem hún segir skaðlegra fyrirbæri en þar er látið í veðri vaka. Tara varar við því að gróðasjónarmið séu að fléttast inn í heilbrigðisþjónustu gagnvart þeim jaðarsetta hópi sem feitir eru. Því þurfi að staldra við og íhuga málið. Einkastofur annast flestar svona aðgerðir. „Það að heilbrigðiskerfið skuli bjóða jaðarsettum einstaklingum upp á dýrar og óafturkræfar skurðaðgerðir til að gera þeim kleift að losna við jaðarsetningu sína í staðinn fyrir að vinna með samfélagslega rót hennar hlýtur að teljast siðferðislega ámælisvert,“ skrifar Tara Margrét í grein á Vísi. Tara segir að tölfræði, sem gefi til kynna að fylgikvillar af offituaðgerðum séu minni háttar og sjaldgæfir, sé oftar en ekki byggð á skekktum rannsóknum. Slíkar rannsóknir nái þar með ekki utan um vandann sem fólk upplifir í kjölfar aðgerðanna. Tvær ungar konur létu lífið Í frétt Fréttablaðsins var fjallað um að aðgerðir eins og hjáveitu- og magaermisgarðir gætu lengt líf sjúklinga um hátt í átta eða tíu ár. Fylgikvillarnir eru þar sagðir fátíðir. Tara er á öðru máli. „Það eru ekki liðin nema rétt rúm þrjú ár síðan að tvær ungar konur létu lífið í kjölfar offituaðgerða hér á landi. Samtök um líkamsvirðingu hafa fengið að heyra margar fleiri sögur frá þolendum og aðstandendum/eftirlifendum þeirra um þann skaða sem þessar aðgerðir geta haft. Það er eitthvað mikið að þegar þessar sögur berast ekki til heilbrigðisyfirvalda og þegar þær rannsóknir sem gerðar eru ná ekki utan um þær. Samtök um líkamsvirðingu óttast að offituaðgerðir verði enn eitt dæmið um misbeitingu heilbrigðisvísindanna gagnvart feitu fólki þegar fram líður,“ skrifar Tara. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Margfalt fleiri fara í aðgerð vegna offitu Klíníkin framkvæmir metfjölda offituaðgerða árið 2021 og stefnir í að þær verði tvöfalt fleiri en í fyrra. 9. maí 2021 16:34 Mikil eftirspurn eftir magaaðgerðum vegna offitu Eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu hefur aukist hér á landi. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar hátt í fimm hundruð skurðaðgerðir á maga vegna offitu en langflestar voru gerðar á einkastofum. 21. desember 2019 22:00 Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð rúmir fjórir mánuðir Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð á Landspítalanum eru 4,3 mánuðir og er það einum og hálfum mánuði lengri bið en viðmið Landlæknis segja til um. 26. júlí 2019 15:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Tara varar við því að gróðasjónarmið séu að fléttast inn í heilbrigðisþjónustu gagnvart þeim jaðarsetta hópi sem feitir eru. Því þurfi að staldra við og íhuga málið. Einkastofur annast flestar svona aðgerðir. „Það að heilbrigðiskerfið skuli bjóða jaðarsettum einstaklingum upp á dýrar og óafturkræfar skurðaðgerðir til að gera þeim kleift að losna við jaðarsetningu sína í staðinn fyrir að vinna með samfélagslega rót hennar hlýtur að teljast siðferðislega ámælisvert,“ skrifar Tara Margrét í grein á Vísi. Tara segir að tölfræði, sem gefi til kynna að fylgikvillar af offituaðgerðum séu minni háttar og sjaldgæfir, sé oftar en ekki byggð á skekktum rannsóknum. Slíkar rannsóknir nái þar með ekki utan um vandann sem fólk upplifir í kjölfar aðgerðanna. Tvær ungar konur létu lífið Í frétt Fréttablaðsins var fjallað um að aðgerðir eins og hjáveitu- og magaermisgarðir gætu lengt líf sjúklinga um hátt í átta eða tíu ár. Fylgikvillarnir eru þar sagðir fátíðir. Tara er á öðru máli. „Það eru ekki liðin nema rétt rúm þrjú ár síðan að tvær ungar konur létu lífið í kjölfar offituaðgerða hér á landi. Samtök um líkamsvirðingu hafa fengið að heyra margar fleiri sögur frá þolendum og aðstandendum/eftirlifendum þeirra um þann skaða sem þessar aðgerðir geta haft. Það er eitthvað mikið að þegar þessar sögur berast ekki til heilbrigðisyfirvalda og þegar þær rannsóknir sem gerðar eru ná ekki utan um þær. Samtök um líkamsvirðingu óttast að offituaðgerðir verði enn eitt dæmið um misbeitingu heilbrigðisvísindanna gagnvart feitu fólki þegar fram líður,“ skrifar Tara.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Margfalt fleiri fara í aðgerð vegna offitu Klíníkin framkvæmir metfjölda offituaðgerða árið 2021 og stefnir í að þær verði tvöfalt fleiri en í fyrra. 9. maí 2021 16:34 Mikil eftirspurn eftir magaaðgerðum vegna offitu Eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu hefur aukist hér á landi. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar hátt í fimm hundruð skurðaðgerðir á maga vegna offitu en langflestar voru gerðar á einkastofum. 21. desember 2019 22:00 Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð rúmir fjórir mánuðir Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð á Landspítalanum eru 4,3 mánuðir og er það einum og hálfum mánuði lengri bið en viðmið Landlæknis segja til um. 26. júlí 2019 15:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Margfalt fleiri fara í aðgerð vegna offitu Klíníkin framkvæmir metfjölda offituaðgerða árið 2021 og stefnir í að þær verði tvöfalt fleiri en í fyrra. 9. maí 2021 16:34
Mikil eftirspurn eftir magaaðgerðum vegna offitu Eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu hefur aukist hér á landi. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar hátt í fimm hundruð skurðaðgerðir á maga vegna offitu en langflestar voru gerðar á einkastofum. 21. desember 2019 22:00
Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð rúmir fjórir mánuðir Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð á Landspítalanum eru 4,3 mánuðir og er það einum og hálfum mánuði lengri bið en viðmið Landlæknis segja til um. 26. júlí 2019 15:00