Innlent

Þessi fara fram í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Brynjar Níelsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sækjast eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sækjast eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Samsett

Þrettán gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar 2021, sem fram fer dagana 4. og 5. júní næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verði, fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Við lok framboðsfrestsins klukkan 16 í gær höfðu þrettán framboð borist. Öll framboðin voru úrskurðuð gild.

Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru í stafrófsröð:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Birgir Ármannsson

Birgir Örn Steingrímsson

Brynjar Níelsson

Diljá Mist Einarsdóttir

Friðjón R Friðjónsson

Guðlaugur Þór Þórðarson

Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Hildur Sverrisdóttir

Ingibjörg H Sverrisdóttir

Kjartan Magnússon

Sigríður Ásthildur Andersen

Þórður Kristjánsson


Tengdar fréttir

Birgir stefnir á efstu sætin í Reykjavík

Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, býður sig fram í annað til þriðja sæti í prófkjöri flokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö. Hann hefur setið á Alþingi fyrir flokkinn í tæp tuttugu ár.

Hildur stefnir ofarlega á lista Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík

Hildur Sverrisdóttir, 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, ætlar að bjóða sig fram í 3.-4. sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík í júní. Auk þess að vera varaþingmaður starfar Hildur sem aðstoðarmaður Þórdís Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×