„Sé ekki hvernig Tindastóll á að eiga nokkurn möguleika“ Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2021 12:32 Það er erfitt að sjá að eitthvað lið geti stöðvað Deane Williams og félaga sem urðu deildarmeistarar á dögunum með miklum yfirburðum. vísir/vilhelm „Tindastóll gæti unnið einn leik en Keflavík vinnur alltaf þrjá leiki,“ segir Benedikt Guðmundsson um einvígi Keflavíkur og Tindastóls í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta sem hefst í kvöld. Benedikt og Teitur Örlygsson ræddu við Kjartan Atla Kjartansson um einvígið í Dominos Körfuboltakvöldi og drógu ekkert úr því hve mikið sigurstranglegri deildarmeistarar Keflavíkur væru. Keflavík vann báða leiki sína gegn Tindastóli af nokkru öryggi, þann seinni á Sauðárkróki án Harðar Axels Vilhjálmssonar. „Maður sér ekki í spilunum hvernig Tindastóll á að eiga nokkurn möguleika í þessari seríu,“ sagði Teitur en umræðuna má sjá hér að neðan: Klippa: Körfuboltakvöld - Einvígi Keflavíkur og Tindastóls „Við vorum að ræða um þrjá leikmenn sem gera allir tilkall til þess að vera í fimm manna úrvalsliði deildarinnar; Dominykas Milka, Deane Williams og Hörður Axel Vilhjálmsson. Þeir eru búnir að eiga skínandi leiktíð. Úrslitakeppnin snýst oft um einstaklingsviðureignir og ég veit ekki hvernig Stólarnir ætla að tækla þessa þrenningu,“ sagði Kjartan Atli. „Keflvíkingar eru með þessa tvo menn [Milka og Williams] og þeir eru bæði stærri og sterkari en nánast allir „inside“ leikmenn í deildinni. Ég sé ekki að Flenard Whitfield eigi nokkuð í þetta,“ sagði Teitur og bætti við: „Þeir stíga líka á varnarbensíngjöfina. Þeir vita hvernig á að taka leiki yfir. Þetta er svo góð blanda. Þeir eru með alla reynsluna líka. Hjalti er að gera frábæra hluti með því hvernig hann stjórnar af bekknum. Við gleymum oft Val Orra sem er einn besti „off ball spacing“ leikmaður. Hann er alltaf mættur í hornið, alltaf galopinn og þá er hann fínn skotmaður. Þetta lið er súpervel mannað.“ Tindastóll þarf að vona að nú kvikni allsvakalega á lykilmönnum liðsins, eins og til að mynda Nikolas Tomsick: „Hann getur hent í 40 stiga leiki og þegar hann er vel stilltur finnur hann jafnvægið á milli þess að skora og leita menn uppi. Þetta hefur ekki verið hans besta tímabil en við höfum inn á milli séð þann Nick Tomsick sem við hrifumst af,“ sagði Benedikt. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Sjá meira
Benedikt og Teitur Örlygsson ræddu við Kjartan Atla Kjartansson um einvígið í Dominos Körfuboltakvöldi og drógu ekkert úr því hve mikið sigurstranglegri deildarmeistarar Keflavíkur væru. Keflavík vann báða leiki sína gegn Tindastóli af nokkru öryggi, þann seinni á Sauðárkróki án Harðar Axels Vilhjálmssonar. „Maður sér ekki í spilunum hvernig Tindastóll á að eiga nokkurn möguleika í þessari seríu,“ sagði Teitur en umræðuna má sjá hér að neðan: Klippa: Körfuboltakvöld - Einvígi Keflavíkur og Tindastóls „Við vorum að ræða um þrjá leikmenn sem gera allir tilkall til þess að vera í fimm manna úrvalsliði deildarinnar; Dominykas Milka, Deane Williams og Hörður Axel Vilhjálmsson. Þeir eru búnir að eiga skínandi leiktíð. Úrslitakeppnin snýst oft um einstaklingsviðureignir og ég veit ekki hvernig Stólarnir ætla að tækla þessa þrenningu,“ sagði Kjartan Atli. „Keflvíkingar eru með þessa tvo menn [Milka og Williams] og þeir eru bæði stærri og sterkari en nánast allir „inside“ leikmenn í deildinni. Ég sé ekki að Flenard Whitfield eigi nokkuð í þetta,“ sagði Teitur og bætti við: „Þeir stíga líka á varnarbensíngjöfina. Þeir vita hvernig á að taka leiki yfir. Þetta er svo góð blanda. Þeir eru með alla reynsluna líka. Hjalti er að gera frábæra hluti með því hvernig hann stjórnar af bekknum. Við gleymum oft Val Orra sem er einn besti „off ball spacing“ leikmaður. Hann er alltaf mættur í hornið, alltaf galopinn og þá er hann fínn skotmaður. Þetta lið er súpervel mannað.“ Tindastóll þarf að vona að nú kvikni allsvakalega á lykilmönnum liðsins, eins og til að mynda Nikolas Tomsick: „Hann getur hent í 40 stiga leiki og þegar hann er vel stilltur finnur hann jafnvægið á milli þess að skora og leita menn uppi. Þetta hefur ekki verið hans besta tímabil en við höfum inn á milli séð þann Nick Tomsick sem við hrifumst af,“ sagði Benedikt.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Sjá meira