Stefna á fjölmennustu Þjóðhátíð sögunnar Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 14. maí 2021 11:01 Hörður Orri og aðrir Eyjapeyjar reikna með miklum fjölda til Eyjunnar í sumar. Vísir/JóiK Eyjamenn eru stórhuga varðandi Þjóðhátíð 2021. Hún verður haldin um Verslunarmannahelgina og er reiknað með risahátíð að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Árið 2020 var Þjóðhátíðarlaust sökum kórónuveirunnar. Nú þegar ellefu vikur eru til Verslunarmannahelgar eru Eyjamenn að setja sig í stellingar. „Áætlanir stjórnvalda eru á þá leið að hér verði búið að aflétta öllum samkomutakmörkunum í júlí. Þannig að við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að halda Þjóðhátíð eins og við þekkjum hana um Verslunarmannahelgi,“ segir Hörður Örri Grettisson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Vestmannaeyja og formaður Þjóðhátíðarnefndar. Það er einn af hápunktum Þjóðhátíðar þegar kveikt er á blysunum, eða eldunum eins og segir í einu Þjóðhátíðarlaginu.Óskar P. Friðriksson „Það er alltaf mjög margt fólk um Verslunarmannahelgina. Eins og ástandið hefur verið þá erum við að reikna með risaþjóðhátíð í ágúst, jafnvel stærri þjóðhátíð en verið hefur hingað til.“ Hörður merkir mikla eftirvæntingu í Eyjum eftir að geta farið aftur niður í Dal eftir hléð í fyrra. Spenna meðal væntanlegra gesta sé líka mikil. Gæti orðið uppselt einn daginn „Eftirspurnin sem við verðum vör við er gríðarlega mikil.“ Hörður vill ekki gefa neitt uppi að svo stöddu varðandi þá listamenn sem koma fram. Tilkynnt verði um það á næstunni. Hann lofar einvalaliðið tónlistarfólks og boðar nýtt Þjóðhátíðarlag um mánaðamótin. Lífið er yndislegt með Hreimi Erni Heimissyni fagnar tuttugu ára afmæli í sumar. Hörður segir ekki útilokað að það komi að því að uppselt verði á Þjóðhátíð einn daginn. Brekkan hafi verið það þéttsetin á sunnudeginum undanfarin ár og svæðið beri ekki mikið meiri fjölda. En það verði að koma betur í ljós síðar. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Miðasala á Þjóðhátíð hefst á næstu dögum Miðasala á Þjóðhátíð hefst á allra næstu dögum.„Við hlökkum til að sjá þig í Herjólfsdal, þar sem lífið er yndislegt - á ný!“ segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. 14. maí 2021 07:53 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Árið 2020 var Þjóðhátíðarlaust sökum kórónuveirunnar. Nú þegar ellefu vikur eru til Verslunarmannahelgar eru Eyjamenn að setja sig í stellingar. „Áætlanir stjórnvalda eru á þá leið að hér verði búið að aflétta öllum samkomutakmörkunum í júlí. Þannig að við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að halda Þjóðhátíð eins og við þekkjum hana um Verslunarmannahelgi,“ segir Hörður Örri Grettisson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Vestmannaeyja og formaður Þjóðhátíðarnefndar. Það er einn af hápunktum Þjóðhátíðar þegar kveikt er á blysunum, eða eldunum eins og segir í einu Þjóðhátíðarlaginu.Óskar P. Friðriksson „Það er alltaf mjög margt fólk um Verslunarmannahelgina. Eins og ástandið hefur verið þá erum við að reikna með risaþjóðhátíð í ágúst, jafnvel stærri þjóðhátíð en verið hefur hingað til.“ Hörður merkir mikla eftirvæntingu í Eyjum eftir að geta farið aftur niður í Dal eftir hléð í fyrra. Spenna meðal væntanlegra gesta sé líka mikil. Gæti orðið uppselt einn daginn „Eftirspurnin sem við verðum vör við er gríðarlega mikil.“ Hörður vill ekki gefa neitt uppi að svo stöddu varðandi þá listamenn sem koma fram. Tilkynnt verði um það á næstunni. Hann lofar einvalaliðið tónlistarfólks og boðar nýtt Þjóðhátíðarlag um mánaðamótin. Lífið er yndislegt með Hreimi Erni Heimissyni fagnar tuttugu ára afmæli í sumar. Hörður segir ekki útilokað að það komi að því að uppselt verði á Þjóðhátíð einn daginn. Brekkan hafi verið það þéttsetin á sunnudeginum undanfarin ár og svæðið beri ekki mikið meiri fjölda. En það verði að koma betur í ljós síðar.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Miðasala á Þjóðhátíð hefst á næstu dögum Miðasala á Þjóðhátíð hefst á allra næstu dögum.„Við hlökkum til að sjá þig í Herjólfsdal, þar sem lífið er yndislegt - á ný!“ segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. 14. maí 2021 07:53 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Miðasala á Þjóðhátíð hefst á næstu dögum Miðasala á Þjóðhátíð hefst á allra næstu dögum.„Við hlökkum til að sjá þig í Herjólfsdal, þar sem lífið er yndislegt - á ný!“ segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. 14. maí 2021 07:53