Kostulegt rifrildi Óla Jóh og Atla Viðars: „Týpískur senter, það má ekki koma við ykkur þá farið þið niður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2021 14:30 Ólafur Jóhannesson og Atli Viðar Björnsson voru í miklum ham í Pepsi Max Stúkunni í gær. stöð 2 sport Ólafur Jóhannesson og Atli Viðar Björnsson voru ekki sammála hvort HK hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Val. HK-ingar vildu fá vítaspyrnu á 71. mínútu þegar Örvar Eggertsson féll í vítateignum eftir baráttu við Johannes Vall en Erlendur Eiríksson dæmdi ekki neitt. „Þetta er ekki víti. Af því hann brýtur ekki á honum, Atli. Þarna sparkar hann ekkert í hann, tekur bara af honum boltann,“ sagði Ólafur í Pepsi Max Stúkunni í gær. Atla Viðari fannst að Erlendur hefði átt að dæma vítaspyrnu á Vall. „Týpískur senter, týpískur senter. Það má ekki koma við ykkur þá farið þið niður,“ sagði Ólafur. Hann fór svo að tala um atvik þar sem Vall féll í vítateig HK í baráttu við Valgeir Valgeirsson. „Í þessari klippu þegar Vall fór niður, hann fékk ekki gult spjald. Ef þetta hefði verið senter hefði hann fengið gult fyrir leikaraskap,“ sagði Ólafur áður en samræðurnar urðu nokkuð súrar. Atli Viðar: „Ertu ekki að tala um Vall, þegar Valgeir fór á eftir honum?“ Óli: „Jú, þegar Valgeir fór á eftir honum.“ Atli Viðar: „Það var ekki leikaraskapur en það var heldur ekki brot. Hann sparkaði ekki í hann.“ Óli: „Bíddu, hann var að heimta víti.“ Atli Viðar: „Hann getur samt dottið.“ Óli: „Já, en hann var að heimta víti áður en hann datt.“ Atli Viðar: „Af því hann heimtaði víti ... “ Óli: „Þá er það leikaraskapur.“ Atli Viðar: „Þá er það leikaraskapur út af því að hann bað um víti?“ Óli: „Nú erum við farnir að rífast um eitthvað sem skiptir engu máli.“ Þarna fannst Guðmundi Benediktssyni nóg komið og hélt áfram með þáttinn. Valur vann leikinn gegn HK, 3-2. Almarr Ormarsson skoraði sigurmark Valsmanna í uppbótartíma. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur HK Tengdar fréttir Óli Jóh um ÍA: „Af hverju haga leikmennirnir sér svona?“ ÍA hefur misst mann af velli með rautt spjald í tveimur af fyrstu þremur leikjum liðsins í Pepsi Max-deild karla. Ólafur Jóhannesson segir að spennustigið hjá Skagamönnum sé alltof hátt. 14. maí 2021 11:31 „Ég bara bið fyrir því,“ sagði pirraður Brynjar Björn um dómara kvöldsins Brynjar Björn þjálfari HK var sáttur við sína menn en ósáttur við stigaleysið eftir tap fyrir Val að Hlíðarenda í kvöld. 13. maí 2021 22:51 Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 3-2 | Almarr hetja Vals í markasúpu á Hlíðarenda Almarr Ormarsson tryggði Íslandsmeisturum Vals dramatískan 3-2 sigur á HK að Hlíðarenda er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. Markið kom undir lok leiks. 13. maí 2021 21:05 Mest lesið „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
HK-ingar vildu fá vítaspyrnu á 71. mínútu þegar Örvar Eggertsson féll í vítateignum eftir baráttu við Johannes Vall en Erlendur Eiríksson dæmdi ekki neitt. „Þetta er ekki víti. Af því hann brýtur ekki á honum, Atli. Þarna sparkar hann ekkert í hann, tekur bara af honum boltann,“ sagði Ólafur í Pepsi Max Stúkunni í gær. Atla Viðari fannst að Erlendur hefði átt að dæma vítaspyrnu á Vall. „Týpískur senter, týpískur senter. Það má ekki koma við ykkur þá farið þið niður,“ sagði Ólafur. Hann fór svo að tala um atvik þar sem Vall féll í vítateig HK í baráttu við Valgeir Valgeirsson. „Í þessari klippu þegar Vall fór niður, hann fékk ekki gult spjald. Ef þetta hefði verið senter hefði hann fengið gult fyrir leikaraskap,“ sagði Ólafur áður en samræðurnar urðu nokkuð súrar. Atli Viðar: „Ertu ekki að tala um Vall, þegar Valgeir fór á eftir honum?“ Óli: „Jú, þegar Valgeir fór á eftir honum.“ Atli Viðar: „Það var ekki leikaraskapur en það var heldur ekki brot. Hann sparkaði ekki í hann.“ Óli: „Bíddu, hann var að heimta víti.“ Atli Viðar: „Hann getur samt dottið.“ Óli: „Já, en hann var að heimta víti áður en hann datt.“ Atli Viðar: „Af því hann heimtaði víti ... “ Óli: „Þá er það leikaraskapur.“ Atli Viðar: „Þá er það leikaraskapur út af því að hann bað um víti?“ Óli: „Nú erum við farnir að rífast um eitthvað sem skiptir engu máli.“ Þarna fannst Guðmundi Benediktssyni nóg komið og hélt áfram með þáttinn. Valur vann leikinn gegn HK, 3-2. Almarr Ormarsson skoraði sigurmark Valsmanna í uppbótartíma. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur HK Tengdar fréttir Óli Jóh um ÍA: „Af hverju haga leikmennirnir sér svona?“ ÍA hefur misst mann af velli með rautt spjald í tveimur af fyrstu þremur leikjum liðsins í Pepsi Max-deild karla. Ólafur Jóhannesson segir að spennustigið hjá Skagamönnum sé alltof hátt. 14. maí 2021 11:31 „Ég bara bið fyrir því,“ sagði pirraður Brynjar Björn um dómara kvöldsins Brynjar Björn þjálfari HK var sáttur við sína menn en ósáttur við stigaleysið eftir tap fyrir Val að Hlíðarenda í kvöld. 13. maí 2021 22:51 Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 3-2 | Almarr hetja Vals í markasúpu á Hlíðarenda Almarr Ormarsson tryggði Íslandsmeisturum Vals dramatískan 3-2 sigur á HK að Hlíðarenda er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. Markið kom undir lok leiks. 13. maí 2021 21:05 Mest lesið „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Óli Jóh um ÍA: „Af hverju haga leikmennirnir sér svona?“ ÍA hefur misst mann af velli með rautt spjald í tveimur af fyrstu þremur leikjum liðsins í Pepsi Max-deild karla. Ólafur Jóhannesson segir að spennustigið hjá Skagamönnum sé alltof hátt. 14. maí 2021 11:31
„Ég bara bið fyrir því,“ sagði pirraður Brynjar Björn um dómara kvöldsins Brynjar Björn þjálfari HK var sáttur við sína menn en ósáttur við stigaleysið eftir tap fyrir Val að Hlíðarenda í kvöld. 13. maí 2021 22:51
Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 3-2 | Almarr hetja Vals í markasúpu á Hlíðarenda Almarr Ormarsson tryggði Íslandsmeisturum Vals dramatískan 3-2 sigur á HK að Hlíðarenda er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. Markið kom undir lok leiks. 13. maí 2021 21:05