Tveir úr myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2021 23:47 Pálmar og Magnús stíga fram og segjast hafa farið eða líklega farið yfir mörk kvenna. Karlmenn megi ekki útiloka að hafa einhvern tímann farið yfir mörk. Vísir/Vilhelm Magnús Sigurbjörnsson og Pálmar Ragnarsson segjast ýmist hafa eða mjög líklega hafa farið yfir mörk kvenna í lífi sínu. Magnús og Pálmar voru á meðal þeirra sem stigu fram í myndbandinu „Ég trúi“ sem birt var í gær til stuðnings þolendum ofbeldis. Karlmenn megi ekki útiloka að hafa farið yfir mörk á einhverjum tímapunktum. Þá sé ekki hægt að breyta fortíðinni. Hins vegar sé hægt að breyta til framtíðar. Edda Falak, annar þáttastjórnenda hlaðvarpsins Eigin kvenna sem stóð að birtingu myndbandsins, tjáði Vísi í kvöld að sögur sem tengdust fólki í myndbandinu hefðu farið af stað í kjölfar birtinganna. Fyrir vikið hefði myndbandið tímabundið verið tekið úr birtingu. Myndbandið muni birtast aftur „Við erum að reyna að finna út hvað er best í stöðunni. En það breytir auðvitað ekki boðskapnum,“ segir Edda. „Við ætlum að pósta því aftur. Hvort sem það verður án einhvers, eða einhver auka, eða bara eins.“ Gangi sögur um fólk í myndbandinu þurfi það fólk að axla ábyrgð. Edda nefndi sjálf engin nöfn í samtali við Vísi. Tveir úr myndbandinu hafa í dag stigið fram og tjáð sig um málið. Fyrrnefndir Magnús og Pálmar. Biðjast afsökunar „Það er ljóst að ég ásamt öðrum þurfum að horfast í augu við það að hafa farið yfir mörk. Mér þykir það leitt og vil ég biðjast afsökunar,“ segir Magnús, sem starfar sem stafrænn ráðgjafi, í færslu á Instagram. Honum finnist mikilvægt að sem flestir taki þátt í #metoo umræðunni vegna þess að kynferðisofbeldi hafi áhrif þvert á samfélagið. Hann trúi því að umræðan hafi fengið alla til að hugsa, hún hafi ekki orðið til án tilefnis og karlmenn, hann og aðrir, geti gert betur. Magnús deilir færslu Pálmars á Instagram sem segist eiga fjölmargar vinkonur sem hafi verið beittar ofbeldi og líklega marga vini sem hafi beitt ofbeldi. Stórt skref aftur á bak að fara í vörn „Ég sjálfur hef mjög líklega farið yfir mörk kvenfólks í mínu lífi. Á því vil ég taka ábyrgð og biðjast afsökunar. Ég er ekki fullkominn þó ég kjósi að taka þátt í umræðunni. Það er mjög mikilvægt að það komi fram.“ Hann segir að karlmenn megi ekki útiloka að hafa farið yfir mörk á einhverjum tímapunktum. „Ef við útilokum það og förum í vörn erum við að taka stórt skref aftur á bak í umræðunni,“ segir Pálmar sem starfar sem fyrirlesari og körfuboltaþjálfari. Hann hafi brugðist góðri vinkonu þegar hann var yngri með því að taka ekki afstöðu. Í kjölfar umræðunnar í samfélaginu hafi hann reynt að bæta fyrir það. View this post on Instagram A post shared by Pálmαr Rαgnαrssσn (@palmarragg) „Við getum ekki breytt fortíðinni. En við getum breytt því hvernig við tökum ábyrgð á okkur sjálfum og vinum okkar í framtíðinni. Það er ástæðan fyrir því að ég tek þátt í dag.“ Fjölbreyttur hópur í myndbandinu Auk Pálmars og Magnúsar vakti athygli að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og systir Magnúsar, auk Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns stigu fram í myndbandinu þolendum til stuðnings. Ásamt þeim Eddu og Fjólu, þáttastjórnendum Eigin kvenna, komu fram í myndbandinu þau Kristófer Acox, Kristján Helgi Hafliðason, Saga Garðarsdóttir, Eva Mattadóttir, Sara Mansour, Álfgrímur Aðalsteinsson, Arnar Dan Kristjánsson, Donna Cruz, Erna Kristín Stefánsdóttir, Tinna Óðinsdóttir, Kolbrún Birna H. Bachmann, Helga Sigrún, Aron Can, Þorsteinn V. Einarsson og Kamilla Ívarsdóttir. MeToo Kynferðisofbeldi Mál Sölva Tryggvasonar Tengdar fréttir Fjarlægja „Ég trúi“ myndbandið og ráða ráðum sínum Myndband sem ber yfirskriftina „Ég trúi“ og sett var í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Eigin konur hefur verið tekið tímabundið úr birtingu. Annar þáttastjórnandinn segir leiðinlegt mál hafa komið upp sem tengist einstaklingi í myndbandinu. Boðskapurinn breytist þó ekki. Trúa eigi þolendum. 13. maí 2021 21:21 Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. 12. maí 2021 16:11 #Égtrúi: „Nú þurfum við bræður, synir og feður að tala saman“ Hlaðvarpið Eigin konur gaf út nýtt myndband í dag til stuðnings þolenda ofbeldis. Handritið gerðu þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ásamt leikstjóra myndbandsins, Davíð Goða Þorvarðarsyni. 12. maí 2021 09:54 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Karlmenn megi ekki útiloka að hafa farið yfir mörk á einhverjum tímapunktum. Þá sé ekki hægt að breyta fortíðinni. Hins vegar sé hægt að breyta til framtíðar. Edda Falak, annar þáttastjórnenda hlaðvarpsins Eigin kvenna sem stóð að birtingu myndbandsins, tjáði Vísi í kvöld að sögur sem tengdust fólki í myndbandinu hefðu farið af stað í kjölfar birtinganna. Fyrir vikið hefði myndbandið tímabundið verið tekið úr birtingu. Myndbandið muni birtast aftur „Við erum að reyna að finna út hvað er best í stöðunni. En það breytir auðvitað ekki boðskapnum,“ segir Edda. „Við ætlum að pósta því aftur. Hvort sem það verður án einhvers, eða einhver auka, eða bara eins.“ Gangi sögur um fólk í myndbandinu þurfi það fólk að axla ábyrgð. Edda nefndi sjálf engin nöfn í samtali við Vísi. Tveir úr myndbandinu hafa í dag stigið fram og tjáð sig um málið. Fyrrnefndir Magnús og Pálmar. Biðjast afsökunar „Það er ljóst að ég ásamt öðrum þurfum að horfast í augu við það að hafa farið yfir mörk. Mér þykir það leitt og vil ég biðjast afsökunar,“ segir Magnús, sem starfar sem stafrænn ráðgjafi, í færslu á Instagram. Honum finnist mikilvægt að sem flestir taki þátt í #metoo umræðunni vegna þess að kynferðisofbeldi hafi áhrif þvert á samfélagið. Hann trúi því að umræðan hafi fengið alla til að hugsa, hún hafi ekki orðið til án tilefnis og karlmenn, hann og aðrir, geti gert betur. Magnús deilir færslu Pálmars á Instagram sem segist eiga fjölmargar vinkonur sem hafi verið beittar ofbeldi og líklega marga vini sem hafi beitt ofbeldi. Stórt skref aftur á bak að fara í vörn „Ég sjálfur hef mjög líklega farið yfir mörk kvenfólks í mínu lífi. Á því vil ég taka ábyrgð og biðjast afsökunar. Ég er ekki fullkominn þó ég kjósi að taka þátt í umræðunni. Það er mjög mikilvægt að það komi fram.“ Hann segir að karlmenn megi ekki útiloka að hafa farið yfir mörk á einhverjum tímapunktum. „Ef við útilokum það og förum í vörn erum við að taka stórt skref aftur á bak í umræðunni,“ segir Pálmar sem starfar sem fyrirlesari og körfuboltaþjálfari. Hann hafi brugðist góðri vinkonu þegar hann var yngri með því að taka ekki afstöðu. Í kjölfar umræðunnar í samfélaginu hafi hann reynt að bæta fyrir það. View this post on Instagram A post shared by Pálmαr Rαgnαrssσn (@palmarragg) „Við getum ekki breytt fortíðinni. En við getum breytt því hvernig við tökum ábyrgð á okkur sjálfum og vinum okkar í framtíðinni. Það er ástæðan fyrir því að ég tek þátt í dag.“ Fjölbreyttur hópur í myndbandinu Auk Pálmars og Magnúsar vakti athygli að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og systir Magnúsar, auk Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns stigu fram í myndbandinu þolendum til stuðnings. Ásamt þeim Eddu og Fjólu, þáttastjórnendum Eigin kvenna, komu fram í myndbandinu þau Kristófer Acox, Kristján Helgi Hafliðason, Saga Garðarsdóttir, Eva Mattadóttir, Sara Mansour, Álfgrímur Aðalsteinsson, Arnar Dan Kristjánsson, Donna Cruz, Erna Kristín Stefánsdóttir, Tinna Óðinsdóttir, Kolbrún Birna H. Bachmann, Helga Sigrún, Aron Can, Þorsteinn V. Einarsson og Kamilla Ívarsdóttir.
MeToo Kynferðisofbeldi Mál Sölva Tryggvasonar Tengdar fréttir Fjarlægja „Ég trúi“ myndbandið og ráða ráðum sínum Myndband sem ber yfirskriftina „Ég trúi“ og sett var í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Eigin konur hefur verið tekið tímabundið úr birtingu. Annar þáttastjórnandinn segir leiðinlegt mál hafa komið upp sem tengist einstaklingi í myndbandinu. Boðskapurinn breytist þó ekki. Trúa eigi þolendum. 13. maí 2021 21:21 Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. 12. maí 2021 16:11 #Égtrúi: „Nú þurfum við bræður, synir og feður að tala saman“ Hlaðvarpið Eigin konur gaf út nýtt myndband í dag til stuðnings þolenda ofbeldis. Handritið gerðu þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ásamt leikstjóra myndbandsins, Davíð Goða Þorvarðarsyni. 12. maí 2021 09:54 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Fjarlægja „Ég trúi“ myndbandið og ráða ráðum sínum Myndband sem ber yfirskriftina „Ég trúi“ og sett var í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Eigin konur hefur verið tekið tímabundið úr birtingu. Annar þáttastjórnandinn segir leiðinlegt mál hafa komið upp sem tengist einstaklingi í myndbandinu. Boðskapurinn breytist þó ekki. Trúa eigi þolendum. 13. maí 2021 21:21
Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. 12. maí 2021 16:11
#Égtrúi: „Nú þurfum við bræður, synir og feður að tala saman“ Hlaðvarpið Eigin konur gaf út nýtt myndband í dag til stuðnings þolenda ofbeldis. Handritið gerðu þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ásamt leikstjóra myndbandsins, Davíð Goða Þorvarðarsyni. 12. maí 2021 09:54