Geymslur þurfa ekki að greiða skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2021 16:30 Frá vettvangi brunans í Garðabæ í apríl 2018. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur fyrst, svo Landsréttur og nú Hæstiréttur eru sammála um að fyrirtækið Geymslur sé ekki skaðabótaskylt vegna stórbrunans í Garðabæ í apríl 2018. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í dag og staðfesti dóm á neðri dómstigum. Stór hópur fólks var að baki málsókninni gegn Geymslum sem fékk áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Leigjendur geymslu kröfðust viðurkenningar á bótaábyrgð Geymslna vegna tjóns sem varð í brunanum. Fólkið geymdi tilteknar eigur sínar þar á grundvelli samnings við Geymslur. Var krafan einkum reist á því að Geymslur rækju þjónustustarfsemi um geymslu á lausafjármunum samkvæmt lögum um þjónustukaup. Hæstiréttur benti á að í ákvæðum samningsins kom fram að leigjendur hefðu afmarkaða og aflokaða geymslu auk þess sem Geymslur hefðu hvorki afskipti né vitneskju um hvaða munir væru geymdir þar. Því væri ekki hægt að fallast á með leigjandanum að samningurinn hefði verið um geymslu lausafjármuna gegn endurgjaldi í skilningi laga um þjónustukaup. Samningurinn félli undir gildissvið húsaleigulaga. Ekki kæmi því til álita að með samningnum hefði verið vikið frá ákvæðum þjónustukaupalaga neytendum í óhag. Jafnframt var kröfu leigjandans um að víkja ákvæðum samningsins til hliðar á grundvelli ógildingarreglna samningaréttar hafnað. Þá var talið ósannað að tjón leigjenda yrði rakið til vanrækslu eða annars konar saknæmrar háttsemi Geymslna. Dóminn má lesa hér. Dómsmál Tryggingar Stórbruni í Miðhrauni Garðabær Tengdar fréttir Landsréttur telur Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ Landsréttur hefur sýknað fyrirtækið Geymslur af þremur kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins við Miðhraun í Garðabæ í apríl 2018. 30. október 2020 16:07 Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fyrirtækið Geymslur af kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins í Garðabæ í apríl í fyrra. 5. júní 2019 11:43 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira
Stór hópur fólks var að baki málsókninni gegn Geymslum sem fékk áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Leigjendur geymslu kröfðust viðurkenningar á bótaábyrgð Geymslna vegna tjóns sem varð í brunanum. Fólkið geymdi tilteknar eigur sínar þar á grundvelli samnings við Geymslur. Var krafan einkum reist á því að Geymslur rækju þjónustustarfsemi um geymslu á lausafjármunum samkvæmt lögum um þjónustukaup. Hæstiréttur benti á að í ákvæðum samningsins kom fram að leigjendur hefðu afmarkaða og aflokaða geymslu auk þess sem Geymslur hefðu hvorki afskipti né vitneskju um hvaða munir væru geymdir þar. Því væri ekki hægt að fallast á með leigjandanum að samningurinn hefði verið um geymslu lausafjármuna gegn endurgjaldi í skilningi laga um þjónustukaup. Samningurinn félli undir gildissvið húsaleigulaga. Ekki kæmi því til álita að með samningnum hefði verið vikið frá ákvæðum þjónustukaupalaga neytendum í óhag. Jafnframt var kröfu leigjandans um að víkja ákvæðum samningsins til hliðar á grundvelli ógildingarreglna samningaréttar hafnað. Þá var talið ósannað að tjón leigjenda yrði rakið til vanrækslu eða annars konar saknæmrar háttsemi Geymslna. Dóminn má lesa hér.
Dómsmál Tryggingar Stórbruni í Miðhrauni Garðabær Tengdar fréttir Landsréttur telur Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ Landsréttur hefur sýknað fyrirtækið Geymslur af þremur kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins við Miðhraun í Garðabæ í apríl 2018. 30. október 2020 16:07 Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fyrirtækið Geymslur af kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins í Garðabæ í apríl í fyrra. 5. júní 2019 11:43 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira
Landsréttur telur Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ Landsréttur hefur sýknað fyrirtækið Geymslur af þremur kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins við Miðhraun í Garðabæ í apríl 2018. 30. október 2020 16:07
Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fyrirtækið Geymslur af kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins í Garðabæ í apríl í fyrra. 5. júní 2019 11:43