Hann hefur störf um næstu mánaðarmót og tekur við starfinu af Magnúsi Hafliðasyni sem nýverið var ráðinn nýr forstjóri Dominos á Íslandi.
Hörður hefur áður starfað sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Ölgerðarinnar, framkvæmdastjóri Sólar, hjá Íslenska útvarpsfélaginu og síðustu ár rekið eigið ráðgjafafyrirtæki í markaðs- og auglýsingamálum.
Samhliða öðrum störfum hefur Hörður kennt markaðsfög í HÍ og HR, bæði á meistarastigi og í grunnnámi.
Um sextíu manns sóttu um stöðuna.
Vísir er í eigu Sýnar.