Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2021 11:00 Dauði Ahmaud Arbery vakti mikla reiði í Georgíu og Bandaríkjunum. EPA/ERIK S. LESSER Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. Verjendurnir vilja fá að varpa ljósi á sakaferil Arbery en það vilja saksóknarar koma í veg fyrir. Um er að ræða tíu atvik úr fortíð Arberys. Þar á meðal það að hann hafi verið á skilorði þegar hann var skotinn, að hann hafi árið 2013 játað að hafa verið með skotvopn á skólalóð og að hann hafi verið ákærður fyrir að stela sjónvarpi úr verslun árið 2017. Saksóknarar segja sakaskrá Arbery og fortíð hans ekki koma málinu við. Mennirnir þrír hafi ekki þekkt hann áður en hann var skotinn til bana og eini tilgangur verjenda þeirra sé að sverta mannorð Arbery. Saksóknarar í málinu hafa einnig farið fram á að fá að nota smáskilaboð mannanna þriggja og samfélagsmiðlafærslur, sem eiga að innihalda rasisma. Í gögnum málsins kemur fram að Bryan hafi sagt rannsakendum að Travis, sem er sonur Gregory, hafi kallað Arbery rasísku nafni þegar hann stóð yfir honum þar sem Arbery var að blæða út á götunni. Travis hefur neitað því. Farið verður yfir kröfurnar báðar og aðrar í dómsal í Georgíu í dag og á morgun. AP fréttaveitan segir að niðurstaðan gæti haft mikil áhrif á réttarhöldin sjálf, sem eiga að hefjast í október. Þeir Travis, Gregory og Bryan voru ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í apríl. Var það til viðbótar við fyrri morðákæru. Allir þrír lýstu yfir sakleysi sínu í dómsal í gær. Sjá einnig: Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Mennirnir þrír veittu Arbery eftirför eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfi þeirra í febrúar í fyrra. Þeir munu hafa elt hann um nokkuð skeið og reynt að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu, og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum. Enginn var þó handtekinn vegna málsins fyrr en um tíu vikum seinna, þegar myndband af banaskotunum, sem Bryan tók úr bíl sínum, var birt á netinu. Gregory starfaði áður hjá lögreglunni í Brunswick og sagði hann lögregluþjónum að Arbery hefði líkst innbrotsþjófi sem hafði náðst á myndavél í hverfi þeirra feðga. Því hefðu þeir ákveðið að elta hann og sögðust þeir einnig hafa verið að verja sig þegar Arbery var skotinn til bana. Einn saksóknari, sem lýsti sig seinna vanhæfan vegna tengsla við Gregory, skrifaði bréf þar sem hann sagði banaskotin vera réttmæt. George E. Barnhill sagði að ekki væri tilefni til að handtaka né ákæra feðgana. Þeir hafi hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Eftir að myndbandið var birt á netinu skipaði Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, Georgia Bureau of Investigation, æðsta löggæsluembætti ríkisins, að taka yfir rannsóknina á dauða Arbery og voru feðgarnir handteknir nokkrum klukkustundum síðar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Þrír ákærðir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir morð vegna dauða Ahmaud Arbery sem var skotinn til bana þegar hann fór út að hlaupa í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. 24. júní 2020 23:45 Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. 4. júní 2020 16:26 Segir morðið á syni sínum hafa verið aftöku „Hann átti þetta ekki skilið,“ segir Marcus Arbery Sr. um morðið á syni sínum Ahmaud Arbery. 10. maí 2020 10:06 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Verjendurnir vilja fá að varpa ljósi á sakaferil Arbery en það vilja saksóknarar koma í veg fyrir. Um er að ræða tíu atvik úr fortíð Arberys. Þar á meðal það að hann hafi verið á skilorði þegar hann var skotinn, að hann hafi árið 2013 játað að hafa verið með skotvopn á skólalóð og að hann hafi verið ákærður fyrir að stela sjónvarpi úr verslun árið 2017. Saksóknarar segja sakaskrá Arbery og fortíð hans ekki koma málinu við. Mennirnir þrír hafi ekki þekkt hann áður en hann var skotinn til bana og eini tilgangur verjenda þeirra sé að sverta mannorð Arbery. Saksóknarar í málinu hafa einnig farið fram á að fá að nota smáskilaboð mannanna þriggja og samfélagsmiðlafærslur, sem eiga að innihalda rasisma. Í gögnum málsins kemur fram að Bryan hafi sagt rannsakendum að Travis, sem er sonur Gregory, hafi kallað Arbery rasísku nafni þegar hann stóð yfir honum þar sem Arbery var að blæða út á götunni. Travis hefur neitað því. Farið verður yfir kröfurnar báðar og aðrar í dómsal í Georgíu í dag og á morgun. AP fréttaveitan segir að niðurstaðan gæti haft mikil áhrif á réttarhöldin sjálf, sem eiga að hefjast í október. Þeir Travis, Gregory og Bryan voru ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í apríl. Var það til viðbótar við fyrri morðákæru. Allir þrír lýstu yfir sakleysi sínu í dómsal í gær. Sjá einnig: Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Mennirnir þrír veittu Arbery eftirför eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfi þeirra í febrúar í fyrra. Þeir munu hafa elt hann um nokkuð skeið og reynt að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu, og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum. Enginn var þó handtekinn vegna málsins fyrr en um tíu vikum seinna, þegar myndband af banaskotunum, sem Bryan tók úr bíl sínum, var birt á netinu. Gregory starfaði áður hjá lögreglunni í Brunswick og sagði hann lögregluþjónum að Arbery hefði líkst innbrotsþjófi sem hafði náðst á myndavél í hverfi þeirra feðga. Því hefðu þeir ákveðið að elta hann og sögðust þeir einnig hafa verið að verja sig þegar Arbery var skotinn til bana. Einn saksóknari, sem lýsti sig seinna vanhæfan vegna tengsla við Gregory, skrifaði bréf þar sem hann sagði banaskotin vera réttmæt. George E. Barnhill sagði að ekki væri tilefni til að handtaka né ákæra feðgana. Þeir hafi hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Eftir að myndbandið var birt á netinu skipaði Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, Georgia Bureau of Investigation, æðsta löggæsluembætti ríkisins, að taka yfir rannsóknina á dauða Arbery og voru feðgarnir handteknir nokkrum klukkustundum síðar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Þrír ákærðir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir morð vegna dauða Ahmaud Arbery sem var skotinn til bana þegar hann fór út að hlaupa í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. 24. júní 2020 23:45 Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. 4. júní 2020 16:26 Segir morðið á syni sínum hafa verið aftöku „Hann átti þetta ekki skilið,“ segir Marcus Arbery Sr. um morðið á syni sínum Ahmaud Arbery. 10. maí 2020 10:06 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Þrír ákærðir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir morð vegna dauða Ahmaud Arbery sem var skotinn til bana þegar hann fór út að hlaupa í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. 24. júní 2020 23:45
Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. 4. júní 2020 16:26
Segir morðið á syni sínum hafa verið aftöku „Hann átti þetta ekki skilið,“ segir Marcus Arbery Sr. um morðið á syni sínum Ahmaud Arbery. 10. maí 2020 10:06