Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2021 09:42 Óeirðarlögreglumenn bera burt mann sem tók þátt í miklum mótmælum gegn rússneskum stjórnvöldum árið 2019. Olga Misik vakti athygli fyrir framgöngu sína þar. Vísir/EPA Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. Olga Misik var sautján ára gömul þegar hún settist niður fyrir framan röð óeirðarlögreglumanna og las upp stjórnarskrá Rússlands fyrir tveimur árum. Hún hefur síðan verið þekkt sem „stúlkan með stjórnarskrána“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hefur nú verið dæmt til tveggja ára og tveggja mánaða frelsisskerðingar fyrir að hafa skvett málningu á skýli fyrir utan skrifstofur ríkissaksóknara til að mótmæla aðgerðum ríkisvaldsins gegn aðgerðasinnum. Með dómnum er henni ekki aðeins bannað að yfirgefa heimabæ sinn nærri Moskvu heldur einnig að yfirgefa heimili sitt að nóttu til. Dómstóllinn dæmdi tvo karlmenn til viðbótar til sambærilegrar refsingar. Stuðningsfólk Misik segir refsingu hennar alltof harkalega. „Allt þetta vegna málningarslettu við inngang skrifstofu ríkissaksóknara sem var hreinsuð burt sama morgun,“ segir Dmitrí Gudkov, fyrrverandi þingmaður stjórnarandstöðunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa gengið sérstaklega hart fram gegn andófsfólki og stjórnarandstæðingum eftir mikil mótmæli í landinu þar sem krafist var lausnar Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sem dúsir nú í fangelsi. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta leyfir takmarkað andóf gegn sér og hún sækist nú eftir að lýsa samtök Navalní gegn spillingu hryðjuverkasamtök. Olga Misik on this symbolic photo just embodied situation of opposition in #Russia right now. Reading the Constitution to fanatics in a dictatorship is the same as fighting windmills but after all, someone who has hope and faith can t give up in the name of #Russia s future pic.twitter.com/ZWD369UOTi— Linas Linkevicius (@LinkeviciusL) May 5, 2021 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Olga Misik var sautján ára gömul þegar hún settist niður fyrir framan röð óeirðarlögreglumanna og las upp stjórnarskrá Rússlands fyrir tveimur árum. Hún hefur síðan verið þekkt sem „stúlkan með stjórnarskrána“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hefur nú verið dæmt til tveggja ára og tveggja mánaða frelsisskerðingar fyrir að hafa skvett málningu á skýli fyrir utan skrifstofur ríkissaksóknara til að mótmæla aðgerðum ríkisvaldsins gegn aðgerðasinnum. Með dómnum er henni ekki aðeins bannað að yfirgefa heimabæ sinn nærri Moskvu heldur einnig að yfirgefa heimili sitt að nóttu til. Dómstóllinn dæmdi tvo karlmenn til viðbótar til sambærilegrar refsingar. Stuðningsfólk Misik segir refsingu hennar alltof harkalega. „Allt þetta vegna málningarslettu við inngang skrifstofu ríkissaksóknara sem var hreinsuð burt sama morgun,“ segir Dmitrí Gudkov, fyrrverandi þingmaður stjórnarandstöðunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa gengið sérstaklega hart fram gegn andófsfólki og stjórnarandstæðingum eftir mikil mótmæli í landinu þar sem krafist var lausnar Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sem dúsir nú í fangelsi. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta leyfir takmarkað andóf gegn sér og hún sækist nú eftir að lýsa samtök Navalní gegn spillingu hryðjuverkasamtök. Olga Misik on this symbolic photo just embodied situation of opposition in #Russia right now. Reading the Constitution to fanatics in a dictatorship is the same as fighting windmills but after all, someone who has hope and faith can t give up in the name of #Russia s future pic.twitter.com/ZWD369UOTi— Linas Linkevicius (@LinkeviciusL) May 5, 2021
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira