Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2021 23:02 Reykur stígur til himins frá Gasa eftir loftárásir Ísraels. AP/Hatem Moussa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur tölu látinna eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Harka Ísraelshers gagnvart Palestínu hefur færst í aukana eftir að Hamas-samtökin, sem fara með völd á Gasa, skutu loftskeytum í átt að Ísrael. Af hinum minnst 28 látnu í Palestínu eru tíu börn. Tveir Ísraelar hafa látist í loftskeytaárásum Hamas á Ísrael. Átökin sem nú eiga sér stað milli Ísraels og Palestínu eru þau mestu síðan 2017. Þau má rekja til mótmæla Palestínumanna gegn þeim fyrirætlunum ísraelskra stjórnvalda að bera út palestínska íbúa hverfis í austurhluta Jerúsalem, þar sem ísraelskt landtökufólk hefur komið sér fyrir. Ísraelskir lögreglumenn handtaka Palestínumann við Damaskus-hlið gömlu borgarinnar í Jerúsalem.AP/Mahmoud Illean Miklar óeirðir hafa verið á Musterishæðinni í Jerúsalem, þar sem al-Aqsa moskuna, þriðju helgustu mosku Íslam, er að finna. Hundruð Palestínumanna eru særð eftir átök við ísraelska lögreglu við moskuna. Hér að neðan má sjá stutt myndband þar sem blokkin á Gasa sést falla. Tower collapse after strike in Gaza Also air raid sirens sounding in Sderot and Netivot pic.twitter.com/XBnGUQg5bv— ELINT News (@ELINTNews) May 11, 2021 Það sem koma skal Í kjölfar loftárásarinnar þar sem íbúðablokkin, sem einnig hýsir skrifstofur Hamas, féll hefur Hamas skotið loftskeytum í átt að ísraelsku borginni Tel Aviv. Mörg þeirra hafa verið skotin niður af loftvarnakerfi Ísraels. Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir loftárásirnar aðeins vera upphafið að því sem koma skuli. „Við höfum brugðist harkalega við hryðjuverkasamtökum og munum gera það áfram því þau réðust á Ísrael,“ sagði Gantz og vísaði þar til loftskeytaárása Hamas á Ísrael í kjölfar átakanna í Jerúsalem. Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, segir samtökin reiðubúin til frekari átaka, kjósi Ísrael að ganga lengra í aðgerðum sínum gegn Palestínu. „Ef [Ísrael] vill auka átökin, þá erum við tilbúin fyrir það. Ef þau vilja hætta, þá erum við tilbúin il þess líka,“ sagði Haniyeh í ávarpi sem sjónvarpað var á svæðinu, og bætti við að valdajafnvægið á milli Ísraels og Palestínu væri tekið að breytast. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda bak við luktar dyr á morgun til þess að ræða átökin milli ríkjanna, að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu. Ísrael Palestína Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur tölu látinna eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Harka Ísraelshers gagnvart Palestínu hefur færst í aukana eftir að Hamas-samtökin, sem fara með völd á Gasa, skutu loftskeytum í átt að Ísrael. Af hinum minnst 28 látnu í Palestínu eru tíu börn. Tveir Ísraelar hafa látist í loftskeytaárásum Hamas á Ísrael. Átökin sem nú eiga sér stað milli Ísraels og Palestínu eru þau mestu síðan 2017. Þau má rekja til mótmæla Palestínumanna gegn þeim fyrirætlunum ísraelskra stjórnvalda að bera út palestínska íbúa hverfis í austurhluta Jerúsalem, þar sem ísraelskt landtökufólk hefur komið sér fyrir. Ísraelskir lögreglumenn handtaka Palestínumann við Damaskus-hlið gömlu borgarinnar í Jerúsalem.AP/Mahmoud Illean Miklar óeirðir hafa verið á Musterishæðinni í Jerúsalem, þar sem al-Aqsa moskuna, þriðju helgustu mosku Íslam, er að finna. Hundruð Palestínumanna eru særð eftir átök við ísraelska lögreglu við moskuna. Hér að neðan má sjá stutt myndband þar sem blokkin á Gasa sést falla. Tower collapse after strike in Gaza Also air raid sirens sounding in Sderot and Netivot pic.twitter.com/XBnGUQg5bv— ELINT News (@ELINTNews) May 11, 2021 Það sem koma skal Í kjölfar loftárásarinnar þar sem íbúðablokkin, sem einnig hýsir skrifstofur Hamas, féll hefur Hamas skotið loftskeytum í átt að ísraelsku borginni Tel Aviv. Mörg þeirra hafa verið skotin niður af loftvarnakerfi Ísraels. Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir loftárásirnar aðeins vera upphafið að því sem koma skuli. „Við höfum brugðist harkalega við hryðjuverkasamtökum og munum gera það áfram því þau réðust á Ísrael,“ sagði Gantz og vísaði þar til loftskeytaárása Hamas á Ísrael í kjölfar átakanna í Jerúsalem. Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, segir samtökin reiðubúin til frekari átaka, kjósi Ísrael að ganga lengra í aðgerðum sínum gegn Palestínu. „Ef [Ísrael] vill auka átökin, þá erum við tilbúin fyrir það. Ef þau vilja hætta, þá erum við tilbúin il þess líka,“ sagði Haniyeh í ávarpi sem sjónvarpað var á svæðinu, og bætti við að valdajafnvægið á milli Ísraels og Palestínu væri tekið að breytast. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda bak við luktar dyr á morgun til þess að ræða átökin milli ríkjanna, að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu.
Ísrael Palestína Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira