Agata fyrsti íslenski keppandinn í dansi á Special Olympics Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. maí 2021 15:22 Agata og Lilja Rut dansa hér á móti. Aðsend/Örvar Möller Agata Erna Jack verður fyrsti íslenski keppandinn á dansmóti á vegum Special Olympics en hún mun keppa í DanceSport World Championship keppninni sem fer fram í Graz í Austurríki í ágúst. Agata var fyrsti keppandinn í stjörnuflokki í samkvæmisdansi á vegum Dansíþróttasambands Íslands sem fór fram í vor og hefur nú verið valin til að keppa á dansmóti Special Olympics í haust. Agata er 22 ára Garðbæingur og hefur undanfarin ár æft samkvæmisdans með dansíþróttafélaginu Hvönn. Hún keppir með danskennaranum Lilju Rut Þórarinsdóttur en Agata keppir með svokallaðri pro-am aðferð. Sú aðferð felst í því að keppandi dansar við kennara eða leiðbeinanda en aðeins keppandinn er dæmdur. Þetta kemur fram á vef ÍF sport. View this post on Instagram A post shared by Dansfe lagið Hvo nn (@dansfelagid_hvonn) Agata hefur æft dans frá því hún var fjögurra ára gömul. Hún tók sér danshlé um nokkurra ára skeið þegar fjölskyldan flutti til Þýskalands en eftir að Agata útskrifaðist úr framhaldsskóla lá leið hennar aftur á dansgólfið. Agata hefur æft með Dansfélaginu Hvönn í nokkur ár og þegar DSÍ setti af stað nýjan dansflokk, Stjörnuflokk sem hugsaður er fyrir fólk með stuðningsþarfir eða fatlanir, hvatti þjálfari Agötu hana til að taka þátt í keppni. Agata braut blað í dansíþróttasögunni í vetur þegar hún var valin fyrst í flokknum og varð hún jafnframt fyrsti einstaklingurinn til að keppa í Stjörnuflokki í samkvæmisdansi á dansmóti á vegum DSÍ. Dans Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Kim féll Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Agata var fyrsti keppandinn í stjörnuflokki í samkvæmisdansi á vegum Dansíþróttasambands Íslands sem fór fram í vor og hefur nú verið valin til að keppa á dansmóti Special Olympics í haust. Agata er 22 ára Garðbæingur og hefur undanfarin ár æft samkvæmisdans með dansíþróttafélaginu Hvönn. Hún keppir með danskennaranum Lilju Rut Þórarinsdóttur en Agata keppir með svokallaðri pro-am aðferð. Sú aðferð felst í því að keppandi dansar við kennara eða leiðbeinanda en aðeins keppandinn er dæmdur. Þetta kemur fram á vef ÍF sport. View this post on Instagram A post shared by Dansfe lagið Hvo nn (@dansfelagid_hvonn) Agata hefur æft dans frá því hún var fjögurra ára gömul. Hún tók sér danshlé um nokkurra ára skeið þegar fjölskyldan flutti til Þýskalands en eftir að Agata útskrifaðist úr framhaldsskóla lá leið hennar aftur á dansgólfið. Agata hefur æft með Dansfélaginu Hvönn í nokkur ár og þegar DSÍ setti af stað nýjan dansflokk, Stjörnuflokk sem hugsaður er fyrir fólk með stuðningsþarfir eða fatlanir, hvatti þjálfari Agötu hana til að taka þátt í keppni. Agata braut blað í dansíþróttasögunni í vetur þegar hún var valin fyrst í flokknum og varð hún jafnframt fyrsti einstaklingurinn til að keppa í Stjörnuflokki í samkvæmisdansi á dansmóti á vegum DSÍ.
Dans Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Kim féll Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira