Bjarni vill minni kjördæmi út um landið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. maí 2021 14:42 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir tíma til kominn að gerð verði grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni og kjördæmaskipan landsins. Hann segir óheppilegt að jöfnunarþingsæti kallist ekki á við fjölda flokka á þingi. „Þetta er óheppilegt, ég get alveg tekið undir það. En staðreyndin er sú að þetta hefur verið lítið rætt á vettvangi þingsins og hefur ekki verið til skoðunar“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í dag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur kallað eftir því að kosningalög verði tekin til skoðunar fyrir næstu Alþingiskosningar og segir hann tíma til kominn að fjöldi jöfnunarþingsæta verði tekinn til skoðunar. Eins og staðan sé í dag sé jafnkvæði atkvæða eftir flokkum ekki til staðar og hafi ekki verið síðan í þingkosningum 2009. „Það er alltaf spurning hversu langt tímabil maður á að taka undir þegar þetta er metið og það er vissulega rétt að eins og kosningar hafa farið fram að undanförnu er eins og jöfnunarsætin kallist ekki á við þann fjölda flokka sem hefur komist inn á þing,“ sagði Bjarni í dag. „Við höfum hins vegar aldrei verið í þeirri stöðu að hafa átta flokka á Alþingi og við vitum í sjálfu sér ekki hvort það verði staðan næst eða ekki,“ segir Bjarni. „Það er engin trygging fyrir því að breyting sem við gerðum núna myndi leysa það mál, segjum margar kosningar fram í tímann.“ Vill tvöfalda kjördæmin á landsbyggðinni Bjarni segir tíma til kominn að kosningalöggjöfin öll og kjördæmaskipan verði tekin til grundvallarendurskoðunar. Hann segist þeirrar skoðunar að skipta mætti kjördæmum landsbyggðarinnar upp í smærri kjördæmi og setur spurningamerki við það að Reykjavík sé skipt í tvö kjördæmi. Klippa: Bjarni vill grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni „Ég finn til dæmis fyrir því þegar ég fer um landið að fólki finnst kjördæmin of stór og ef ég nefni þar að skera landsbyggðarkjördæmin upp í tvennt, að tvöfalda fjölda þeirra, fellur það mönnum mjög vel í geð,“ segir Bjarni. „Menn fengju þannig meiri nálægð við sína fulltrúa á þingi og það fyndist mér alveg koma til greina. Eins hérna á höfuðborgarsvæðinu má spyrja sig: hvaða vit er í því að vera með Reykjavík í tveimur kjördæmum? Mér finnst það ekkert sérstaklega praktískt.“ Að færa þingmenn nær fólkinu yrði til góðs Hann segir að verði kjördæmin minnkuð myndi það færa þingmenn nær fólkinu í landinu. „Ég er búinn að mynda mér þá skoðun eftir mörg ár á þingi að þetta kjördæmafyrirkomulag sem við erum með í dag sé ekkert svakalega heppilegt. Það var ágætis breyting á sínum tíma en mér finnst komin tími til að taka það upp til endurskoðunar,“ segir Bjarni. „Ég myndi vilja sjá minni kjördæmi út um landið, það þýðir ekkert endilega fleiri þingmenn, sérstaklega ekki ef við förum að hreyfa við atkvæðavæginu. En það myndi færa þingmennina nær fólkinu og yrði til góðs að mínu áliti.“ Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Kjördæmaskipan Tengdar fréttir Segir óboðlegt að fresta jöfnun þingsæta sem samstaða ríki um Prófessor í stjórnmálafræði segir óboðlegt að fresta ráðstöfunum til að jafna þingsæti á milli flokka fram yfir kosningar. Forseti Alþingis segir svigrúm til þess að fjölga jöfnunarsætum en að málið sé bæði pólitískt og viðkvæmt. 10. maí 2021 11:28 Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4. maí 2021 12:30 Fólkið færist til suðurs og vesturs og þingsætin fylgja Nýjasta manntal Bandaríkjanna sýnir að Bandaríkjamönnum fjölgaði um einungis 7,4 prósent milli 2010 og 2020 og teljast þeir nú 331 milljón. Það sýnir einnig að sú þróun að íbúar færist til suðurs og vesturs heldur áfram. 27. apríl 2021 12:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
„Þetta er óheppilegt, ég get alveg tekið undir það. En staðreyndin er sú að þetta hefur verið lítið rætt á vettvangi þingsins og hefur ekki verið til skoðunar“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í dag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur kallað eftir því að kosningalög verði tekin til skoðunar fyrir næstu Alþingiskosningar og segir hann tíma til kominn að fjöldi jöfnunarþingsæta verði tekinn til skoðunar. Eins og staðan sé í dag sé jafnkvæði atkvæða eftir flokkum ekki til staðar og hafi ekki verið síðan í þingkosningum 2009. „Það er alltaf spurning hversu langt tímabil maður á að taka undir þegar þetta er metið og það er vissulega rétt að eins og kosningar hafa farið fram að undanförnu er eins og jöfnunarsætin kallist ekki á við þann fjölda flokka sem hefur komist inn á þing,“ sagði Bjarni í dag. „Við höfum hins vegar aldrei verið í þeirri stöðu að hafa átta flokka á Alþingi og við vitum í sjálfu sér ekki hvort það verði staðan næst eða ekki,“ segir Bjarni. „Það er engin trygging fyrir því að breyting sem við gerðum núna myndi leysa það mál, segjum margar kosningar fram í tímann.“ Vill tvöfalda kjördæmin á landsbyggðinni Bjarni segir tíma til kominn að kosningalöggjöfin öll og kjördæmaskipan verði tekin til grundvallarendurskoðunar. Hann segist þeirrar skoðunar að skipta mætti kjördæmum landsbyggðarinnar upp í smærri kjördæmi og setur spurningamerki við það að Reykjavík sé skipt í tvö kjördæmi. Klippa: Bjarni vill grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni „Ég finn til dæmis fyrir því þegar ég fer um landið að fólki finnst kjördæmin of stór og ef ég nefni þar að skera landsbyggðarkjördæmin upp í tvennt, að tvöfalda fjölda þeirra, fellur það mönnum mjög vel í geð,“ segir Bjarni. „Menn fengju þannig meiri nálægð við sína fulltrúa á þingi og það fyndist mér alveg koma til greina. Eins hérna á höfuðborgarsvæðinu má spyrja sig: hvaða vit er í því að vera með Reykjavík í tveimur kjördæmum? Mér finnst það ekkert sérstaklega praktískt.“ Að færa þingmenn nær fólkinu yrði til góðs Hann segir að verði kjördæmin minnkuð myndi það færa þingmenn nær fólkinu í landinu. „Ég er búinn að mynda mér þá skoðun eftir mörg ár á þingi að þetta kjördæmafyrirkomulag sem við erum með í dag sé ekkert svakalega heppilegt. Það var ágætis breyting á sínum tíma en mér finnst komin tími til að taka það upp til endurskoðunar,“ segir Bjarni. „Ég myndi vilja sjá minni kjördæmi út um landið, það þýðir ekkert endilega fleiri þingmenn, sérstaklega ekki ef við förum að hreyfa við atkvæðavæginu. En það myndi færa þingmennina nær fólkinu og yrði til góðs að mínu áliti.“
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Kjördæmaskipan Tengdar fréttir Segir óboðlegt að fresta jöfnun þingsæta sem samstaða ríki um Prófessor í stjórnmálafræði segir óboðlegt að fresta ráðstöfunum til að jafna þingsæti á milli flokka fram yfir kosningar. Forseti Alþingis segir svigrúm til þess að fjölga jöfnunarsætum en að málið sé bæði pólitískt og viðkvæmt. 10. maí 2021 11:28 Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4. maí 2021 12:30 Fólkið færist til suðurs og vesturs og þingsætin fylgja Nýjasta manntal Bandaríkjanna sýnir að Bandaríkjamönnum fjölgaði um einungis 7,4 prósent milli 2010 og 2020 og teljast þeir nú 331 milljón. Það sýnir einnig að sú þróun að íbúar færist til suðurs og vesturs heldur áfram. 27. apríl 2021 12:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Segir óboðlegt að fresta jöfnun þingsæta sem samstaða ríki um Prófessor í stjórnmálafræði segir óboðlegt að fresta ráðstöfunum til að jafna þingsæti á milli flokka fram yfir kosningar. Forseti Alþingis segir svigrúm til þess að fjölga jöfnunarsætum en að málið sé bæði pólitískt og viðkvæmt. 10. maí 2021 11:28
Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4. maí 2021 12:30
Fólkið færist til suðurs og vesturs og þingsætin fylgja Nýjasta manntal Bandaríkjanna sýnir að Bandaríkjamönnum fjölgaði um einungis 7,4 prósent milli 2010 og 2020 og teljast þeir nú 331 milljón. Það sýnir einnig að sú þróun að íbúar færist til suðurs og vesturs heldur áfram. 27. apríl 2021 12:30