Nýr Herjólfur stórbætti nýtingu Landeyjahafnar Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2021 23:24 Nýi Herjólfur hefur aukið nýtingu Landeyjahafnar úr 57 prósentum upp í 83 prósent. Egill Aðalsteinsson Nýi Herjólfur hefur 45 prósentum oftar getað nýtt Landeyjahöfn undanfarna tvo vetur heldur en sá gamli. Tilkoma nýja skipsins á siglingaleiðinni til og frá Vestmannaeyjum hefur þannig aukið nýtingu Landeyjahafnar úr 57 prósentum upp í 83 prósent. Landeyjahöfn var tekin í notkun sumarið 2010 en hugmyndin upphaflega gerði ráð fyrir nýju skipi samtímis enda var höfnin hönnuð fyrir ferju sem risti grynnra en sú gamla. „Þessi er náttúrlega grunnristari og ræður betur við aðstæður. Við getum siglt í verri aðstæðum heldur en var á gamla skipinu,“ segir Brynjar Smári Unnarsson, skipstjóri á Herjólfi, í fréttum Stöðvar 2. Brynjar Smári Unnarsson, skipstjóri á Herjólfi.Egill Aðalsteinsson Hrunið frestaði smíði nýrrar ferju og í níu ár liðu samgöngur við Vestmannaeyjar fyrir að hafa ekki skip sem hentaði höfninni. „Ég hugsa að þetta hafi verið Þorlákshöfn hálft árið, eins og þetta var með gamla skipið. En núna eru þetta kannski fimmtíu dagar á ári,“ segir skipstjórinn. Tölurnar sem Vegagerðin hefur tekið saman að ósk fréttastofu sýna að gamli Herjólfur fór 57 prósent daga í Landeyjahöfn. Nýi Herjólfur hefur á hinn bóginn hækkað þetta hlutfall upp í 83 prósent frá því hann var tekinn í notkun sumarið 2019. Nýi Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn.Egill Aðalsteinsson Þannig hefur nýting Landeyjahafnar aukist verulega með tilkomu nýju ferjunnar eða um 45 prósent. Þótt Brynjar skipstjóri segi að enn megi bæta höfnina segir hann Eyjamenn káta með nýja skipið. „Ég held að langflestir séu rosalega ánægðir með þetta. Þetta er himinn og haf miðað við það sem var.“ Og það þykir bæði þægilegra og umhverfisvænna. „Og þetta er gott sjóskip. Ég held að allir séu sammála um það.“ -Það heyrist eiginlega ekkert í því? „Það heyrist ekki neitt. Þetta er rafmagns.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu frá vígsludegi Landeyjahafnar þann 20. júlí árið 2010: Í þættinum Ísland í dag var rætt við forystumenn Rangárþings eystra um höfnina: Vestmannaeyjar Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Sjáðu nýja Herjólf sigla inn í Landeyjahöfn Nýr Herjólfur hélt í jómfrúarsiglinguna á milli lands og Vestmannaeyja í gærkvöldi. 26. júlí 2019 14:30 Verður betra sjóskip sem bætir þjónustu við Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. 5. febrúar 2018 20:45 Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. 24. mars 2019 12:15 Vilja göng milli lands og Eyja Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp sem kanni fýsileika á gerð ganga á milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. 26. september 2017 21:19 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira
Landeyjahöfn var tekin í notkun sumarið 2010 en hugmyndin upphaflega gerði ráð fyrir nýju skipi samtímis enda var höfnin hönnuð fyrir ferju sem risti grynnra en sú gamla. „Þessi er náttúrlega grunnristari og ræður betur við aðstæður. Við getum siglt í verri aðstæðum heldur en var á gamla skipinu,“ segir Brynjar Smári Unnarsson, skipstjóri á Herjólfi, í fréttum Stöðvar 2. Brynjar Smári Unnarsson, skipstjóri á Herjólfi.Egill Aðalsteinsson Hrunið frestaði smíði nýrrar ferju og í níu ár liðu samgöngur við Vestmannaeyjar fyrir að hafa ekki skip sem hentaði höfninni. „Ég hugsa að þetta hafi verið Þorlákshöfn hálft árið, eins og þetta var með gamla skipið. En núna eru þetta kannski fimmtíu dagar á ári,“ segir skipstjórinn. Tölurnar sem Vegagerðin hefur tekið saman að ósk fréttastofu sýna að gamli Herjólfur fór 57 prósent daga í Landeyjahöfn. Nýi Herjólfur hefur á hinn bóginn hækkað þetta hlutfall upp í 83 prósent frá því hann var tekinn í notkun sumarið 2019. Nýi Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn.Egill Aðalsteinsson Þannig hefur nýting Landeyjahafnar aukist verulega með tilkomu nýju ferjunnar eða um 45 prósent. Þótt Brynjar skipstjóri segi að enn megi bæta höfnina segir hann Eyjamenn káta með nýja skipið. „Ég held að langflestir séu rosalega ánægðir með þetta. Þetta er himinn og haf miðað við það sem var.“ Og það þykir bæði þægilegra og umhverfisvænna. „Og þetta er gott sjóskip. Ég held að allir séu sammála um það.“ -Það heyrist eiginlega ekkert í því? „Það heyrist ekki neitt. Þetta er rafmagns.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu frá vígsludegi Landeyjahafnar þann 20. júlí árið 2010: Í þættinum Ísland í dag var rætt við forystumenn Rangárþings eystra um höfnina:
Vestmannaeyjar Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Sjáðu nýja Herjólf sigla inn í Landeyjahöfn Nýr Herjólfur hélt í jómfrúarsiglinguna á milli lands og Vestmannaeyja í gærkvöldi. 26. júlí 2019 14:30 Verður betra sjóskip sem bætir þjónustu við Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. 5. febrúar 2018 20:45 Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. 24. mars 2019 12:15 Vilja göng milli lands og Eyja Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp sem kanni fýsileika á gerð ganga á milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. 26. september 2017 21:19 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira
Sjáðu nýja Herjólf sigla inn í Landeyjahöfn Nýr Herjólfur hélt í jómfrúarsiglinguna á milli lands og Vestmannaeyja í gærkvöldi. 26. júlí 2019 14:30
Verður betra sjóskip sem bætir þjónustu við Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. 5. febrúar 2018 20:45
Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. 24. mars 2019 12:15
Vilja göng milli lands og Eyja Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp sem kanni fýsileika á gerð ganga á milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. 26. september 2017 21:19