Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 62-74 | Seigla Keflavíkur felldi Hött Gunnar Gunnarsson skrifar 10. maí 2021 20:55 ÍR - Höttur. Dominos deild karla vetur 2021 körfubolti KKÍ Höttur er fallinn úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 62-74 tap gegn deildarmeisturum Keflavíkur á Egilsstöðum í kvöld. Keflavík nýtti skot sín í seinni hálfleik en tilraunir Hattar geiguðu. Til að bjarga sér frá falli þurfti Höttur að vinna Keflavík, Njarðvík að tapa gegn Þór Þorlákshöfn og ÍR að vinna KR og í hálfleik leik staðan ágætlega út fyrir Hött. Njarðvík var undir, jafnt hjá ÍR og Höttur sjálfur einu stigi yfir, 30-29. Heimamenn byrjuðu betur og skoruðu fyrstu sex stigin í leiknum áður en jafnvægi komst á hlutina og staðan var 15-14 eftir fyrsta leikhluta. Höttur náði mest níu stiga forskoti, 28-19, um miðjan leikhlutann. Eins og tölurnar bera með sér var leikurinn ekki hraður. Liðin spiluðu bæði ágæta vörn en ekki síður sóknarleik sem bar þess merki að þau vildu ekki að andstæðingurinn fengi skyndisóknir. Þá var skotnýting liðanna léleg, þegar líða tók á annan leikhluta höfðu liðin samanlagt nýtt 3/23 þriggja stiga skotum. Heildarnýting Keflavíkur var sínu verri, voru með 18% á þessum kafla. Keflavík bætti sinn árangur verulega í seinni hálfleik á meðan Hattarmönnum voru afar mislagðar hendur. Gestirnir höfðu góðar gætur á Bandaríkjamanninum Michael Mallory sem fékk fá opin skot. Þegar á leið þriðja leikhluta virtist draga af Hattarmönnum, sem höfðu misst Dino Stipcic út vegna höfuðmeiðsla um miðjan annan leikhluta. Á sama tíma hertu Keflvíkingar tökin og voru 46-56 eftir þriðja fjórðung. Þau voru aldrei í hættu í fjórða leikhluta á meðan öll úrslit kvöldsins fóru á versta veg fyrir Hött. Hjá Keflavík urðu Deane Williams, Dominykas Milka og Hörður Axel Vilbergsson stigahæstir með 19 stig. Williams tók að auki 16 fráköst, Milka 13 og Hörður Axel 10. Hjá Hetti skoraði Eysteinn Bjarni Ævarsson 16 stig og tók 10 fráköst Af hverju vann Keflavík? Liðið nýtti skotin sín betur í seinni hálfleik. Keflavík endaði í 34% skotnýtingu en Höttur í 30%. Það gekk lítið upp hjá heimamönnum þegar á leið. Breiddin virtist líka skipta máli þegar á leið í líkamlega hörðum leik. Hvað gekk vel? Leikurinn fer ekki í sögubækurnar fyrir að hafa verið hraður, skemmtilegur eða áferðafallegur. Þess vegna er langt gengið að segja að einhver atriði hafi gengið sérstaklega vel. Þó má tína til atriði eins og að miðað við stigaskorið var varnarleikurinn öflugur báðu megin. Eins má nefna að Keflavík tók 63 fráköst, 15 fleiri en Höttur. Hvað gekk illa? Nýting Keflavíkur var slök í fyrri hálfleik en þótt Höttur hafi skoraði fleiri stig í seinni hálfleik en þeim fyrr var lukkan ekki með liðinu í skotunum. Of oft skoppaði boltinn upp af hringnum. Mallory skoraði ekki nema tíu stig og Bryan Alberts nýtti ekki eitt af sjö þriggja stiga skotum sínum. Þeir hafa oft nýtt skot eins og þau sem þeir fengu í kvöld, en í svona leik má lið eins og Höttur ekki við því að lykilmenn séu kaldir í sókninni. Hvað næst? Hattar bíður að minnsta kosti ár í fyrstu deildinni áður en það gerir næstu atlögu á að festa sig í sessi í úrvalsdeildinni. Í flestum árum hefðu 14 stig dugað til þess en svo er ekki nú. Keflavík fer inn í úrslitakeppnina sem yfirburða lið deildakeppninnar og mætir Tindastóli í átta liða úrslitum. Brynjar Snær: Ekkert annað en beint aftur upp Brynjar Snær Grétarsson, fyrirliði Hattar, segir stemminguna þunga í herbúðum liðsins eftir að það féll úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 62-74 ósigur gegn Keflavík í kvöld. Félagið hafi þó eflst og styrkst í vetur. „Stemmingin er helvíti fúl núna þótt hún hafi verið fín inn á milli að undanförnu. Við höfum tapað með 1-5 stigum í síðustu umferðum. Í kvöld skildum við allt eftir inni á vellinum. Það skipti ekki máli hver var inn á, menn voru tilbúnir að setja blóð, svita og tár í leikinn. Keflavík er með þrusugott lið sem hefur verið ráðandi í deildinni en þetta hefði verið annar leikur hefðum við nýtt þriðjunginn af skotunum okkar. Sjö sigrar hefðu haldið okkur í deildinni í flest skiptin síðustu 15 árin,“ sagði hann. En markmiðið fyrir næstu leiktíð er einfalt: „Við förum beint aftur upp, það er ekkert annað í stöðunni. Uppbygging félagsins hefur verið til fyrirmyndar og það fer að detta í að verða traust úrvalsdeildarlið.“ Hann sagðist því líta á að tímabilið hefði verið skref fram á við. „Já – allan daginn.“ Brynjar kvaðst ekki geta svarað hvað tæki við hjá honum persónulega eftir sumarið. „Ég get ekki svarað því núna. Ég ætla að slaka á og hugsa um eitthvað annað en körfubolta næstu daga. Svo sjáum við til á næstu vikum.“ Dominos-deild karla Höttur Keflavík ÍF
Höttur er fallinn úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 62-74 tap gegn deildarmeisturum Keflavíkur á Egilsstöðum í kvöld. Keflavík nýtti skot sín í seinni hálfleik en tilraunir Hattar geiguðu. Til að bjarga sér frá falli þurfti Höttur að vinna Keflavík, Njarðvík að tapa gegn Þór Þorlákshöfn og ÍR að vinna KR og í hálfleik leik staðan ágætlega út fyrir Hött. Njarðvík var undir, jafnt hjá ÍR og Höttur sjálfur einu stigi yfir, 30-29. Heimamenn byrjuðu betur og skoruðu fyrstu sex stigin í leiknum áður en jafnvægi komst á hlutina og staðan var 15-14 eftir fyrsta leikhluta. Höttur náði mest níu stiga forskoti, 28-19, um miðjan leikhlutann. Eins og tölurnar bera með sér var leikurinn ekki hraður. Liðin spiluðu bæði ágæta vörn en ekki síður sóknarleik sem bar þess merki að þau vildu ekki að andstæðingurinn fengi skyndisóknir. Þá var skotnýting liðanna léleg, þegar líða tók á annan leikhluta höfðu liðin samanlagt nýtt 3/23 þriggja stiga skotum. Heildarnýting Keflavíkur var sínu verri, voru með 18% á þessum kafla. Keflavík bætti sinn árangur verulega í seinni hálfleik á meðan Hattarmönnum voru afar mislagðar hendur. Gestirnir höfðu góðar gætur á Bandaríkjamanninum Michael Mallory sem fékk fá opin skot. Þegar á leið þriðja leikhluta virtist draga af Hattarmönnum, sem höfðu misst Dino Stipcic út vegna höfuðmeiðsla um miðjan annan leikhluta. Á sama tíma hertu Keflvíkingar tökin og voru 46-56 eftir þriðja fjórðung. Þau voru aldrei í hættu í fjórða leikhluta á meðan öll úrslit kvöldsins fóru á versta veg fyrir Hött. Hjá Keflavík urðu Deane Williams, Dominykas Milka og Hörður Axel Vilbergsson stigahæstir með 19 stig. Williams tók að auki 16 fráköst, Milka 13 og Hörður Axel 10. Hjá Hetti skoraði Eysteinn Bjarni Ævarsson 16 stig og tók 10 fráköst Af hverju vann Keflavík? Liðið nýtti skotin sín betur í seinni hálfleik. Keflavík endaði í 34% skotnýtingu en Höttur í 30%. Það gekk lítið upp hjá heimamönnum þegar á leið. Breiddin virtist líka skipta máli þegar á leið í líkamlega hörðum leik. Hvað gekk vel? Leikurinn fer ekki í sögubækurnar fyrir að hafa verið hraður, skemmtilegur eða áferðafallegur. Þess vegna er langt gengið að segja að einhver atriði hafi gengið sérstaklega vel. Þó má tína til atriði eins og að miðað við stigaskorið var varnarleikurinn öflugur báðu megin. Eins má nefna að Keflavík tók 63 fráköst, 15 fleiri en Höttur. Hvað gekk illa? Nýting Keflavíkur var slök í fyrri hálfleik en þótt Höttur hafi skoraði fleiri stig í seinni hálfleik en þeim fyrr var lukkan ekki með liðinu í skotunum. Of oft skoppaði boltinn upp af hringnum. Mallory skoraði ekki nema tíu stig og Bryan Alberts nýtti ekki eitt af sjö þriggja stiga skotum sínum. Þeir hafa oft nýtt skot eins og þau sem þeir fengu í kvöld, en í svona leik má lið eins og Höttur ekki við því að lykilmenn séu kaldir í sókninni. Hvað næst? Hattar bíður að minnsta kosti ár í fyrstu deildinni áður en það gerir næstu atlögu á að festa sig í sessi í úrvalsdeildinni. Í flestum árum hefðu 14 stig dugað til þess en svo er ekki nú. Keflavík fer inn í úrslitakeppnina sem yfirburða lið deildakeppninnar og mætir Tindastóli í átta liða úrslitum. Brynjar Snær: Ekkert annað en beint aftur upp Brynjar Snær Grétarsson, fyrirliði Hattar, segir stemminguna þunga í herbúðum liðsins eftir að það féll úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 62-74 ósigur gegn Keflavík í kvöld. Félagið hafi þó eflst og styrkst í vetur. „Stemmingin er helvíti fúl núna þótt hún hafi verið fín inn á milli að undanförnu. Við höfum tapað með 1-5 stigum í síðustu umferðum. Í kvöld skildum við allt eftir inni á vellinum. Það skipti ekki máli hver var inn á, menn voru tilbúnir að setja blóð, svita og tár í leikinn. Keflavík er með þrusugott lið sem hefur verið ráðandi í deildinni en þetta hefði verið annar leikur hefðum við nýtt þriðjunginn af skotunum okkar. Sjö sigrar hefðu haldið okkur í deildinni í flest skiptin síðustu 15 árin,“ sagði hann. En markmiðið fyrir næstu leiktíð er einfalt: „Við förum beint aftur upp, það er ekkert annað í stöðunni. Uppbygging félagsins hefur verið til fyrirmyndar og það fer að detta í að verða traust úrvalsdeildarlið.“ Hann sagðist því líta á að tímabilið hefði verið skref fram á við. „Já – allan daginn.“ Brynjar kvaðst ekki geta svarað hvað tæki við hjá honum persónulega eftir sumarið. „Ég get ekki svarað því núna. Ég ætla að slaka á og hugsa um eitthvað annað en körfubolta næstu daga. Svo sjáum við til á næstu vikum.“