Með tök á eldinum í Heiðmörk: „Við höfum miklar áhyggjur af þessu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2021 12:59 Frá vettvangi í Guðmundarlundi upp úr klukkan eitt í dag. Vísir/Vilhelm Slökkvilið höfuborgarðsvæðisins glímir nú við eld í Guðmundarlundi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa tvær stöðvar verið ræstar út og búið að gera ráð fyrir að fleiri bílar verði sendir á vettvang ef þurfa þykir. Að sögn Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, virðist ganga vel hjá slökkviliðsmönnum að slökkva eldinn. Hann tók þessar myndir af svæðinu upp úr klukkan eitt. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi um klukkan hálf tvö að hans fólk sé komið með góð tök á svæðinu og það hafi tekist greiðlega. Vegirnir hafi hjálpað mikið að því leiti að stöðva útbreiðslu eldsins og koma búnaðnum sem næst honum til að slökkva. Óvissustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er á öllu Suðurlandi, allt vestur á Snæfellsnes og austur undir Eyjafjöll. Eldur kviknaði í Laugarnesinu í gærkvöldi og svo í Heiðmörk í dag en tæp vika er síðan afar stór gróðureldur kviknaði þar. Slökkviliðsmenn að störfum.Vísir/Vilhelm „Við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir Jón Viðar. Mikilvægt sé fyrir fólk að gera sér grein fyrir hættunni. „Ekki vera með opinn eld. Ekki reykja nálægt gróðri. Ekki kveikja uppi í arninum við gróður eða vinna með verkfæri sem gefa neista, slípurokka annað svoleiðis,“ segir Jón Viðar. „Þetta er tímabil þar sem fólk þarf að hugsa, hvað má ég gera og hvað ekki.“ Óvissustig almannavarna er á Suðurlandi öllu, vestur á Snæfellsnes og austur undir Eyjafjöll vegna hættu á gróðureldum.Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann telji að fólk sé að gera sér að leik að kveikja eld segir hann: „Maður trúir því ekki en þegar þetta er svona síendurtekið þá getur maður ekki ýtt þeirri hugsun frá sér.“ Unnið er að því að slökkva eldinn.Vísir/Vilhelm Aðeins sex dagar eru síðan mikill eldur kom upp í sinu í Heiðmörk. Gróðureldar á Íslandi Slökkvilið Kópavogur Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Sjá meira
Að sögn Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, virðist ganga vel hjá slökkviliðsmönnum að slökkva eldinn. Hann tók þessar myndir af svæðinu upp úr klukkan eitt. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi um klukkan hálf tvö að hans fólk sé komið með góð tök á svæðinu og það hafi tekist greiðlega. Vegirnir hafi hjálpað mikið að því leiti að stöðva útbreiðslu eldsins og koma búnaðnum sem næst honum til að slökkva. Óvissustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er á öllu Suðurlandi, allt vestur á Snæfellsnes og austur undir Eyjafjöll. Eldur kviknaði í Laugarnesinu í gærkvöldi og svo í Heiðmörk í dag en tæp vika er síðan afar stór gróðureldur kviknaði þar. Slökkviliðsmenn að störfum.Vísir/Vilhelm „Við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir Jón Viðar. Mikilvægt sé fyrir fólk að gera sér grein fyrir hættunni. „Ekki vera með opinn eld. Ekki reykja nálægt gróðri. Ekki kveikja uppi í arninum við gróður eða vinna með verkfæri sem gefa neista, slípurokka annað svoleiðis,“ segir Jón Viðar. „Þetta er tímabil þar sem fólk þarf að hugsa, hvað má ég gera og hvað ekki.“ Óvissustig almannavarna er á Suðurlandi öllu, vestur á Snæfellsnes og austur undir Eyjafjöll vegna hættu á gróðureldum.Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann telji að fólk sé að gera sér að leik að kveikja eld segir hann: „Maður trúir því ekki en þegar þetta er svona síendurtekið þá getur maður ekki ýtt þeirri hugsun frá sér.“ Unnið er að því að slökkva eldinn.Vísir/Vilhelm Aðeins sex dagar eru síðan mikill eldur kom upp í sinu í Heiðmörk.
Gróðureldar á Íslandi Slökkvilið Kópavogur Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Sjá meira