Með tök á eldinum í Heiðmörk: „Við höfum miklar áhyggjur af þessu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2021 12:59 Frá vettvangi í Guðmundarlundi upp úr klukkan eitt í dag. Vísir/Vilhelm Slökkvilið höfuborgarðsvæðisins glímir nú við eld í Guðmundarlundi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa tvær stöðvar verið ræstar út og búið að gera ráð fyrir að fleiri bílar verði sendir á vettvang ef þurfa þykir. Að sögn Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, virðist ganga vel hjá slökkviliðsmönnum að slökkva eldinn. Hann tók þessar myndir af svæðinu upp úr klukkan eitt. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi um klukkan hálf tvö að hans fólk sé komið með góð tök á svæðinu og það hafi tekist greiðlega. Vegirnir hafi hjálpað mikið að því leiti að stöðva útbreiðslu eldsins og koma búnaðnum sem næst honum til að slökkva. Óvissustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er á öllu Suðurlandi, allt vestur á Snæfellsnes og austur undir Eyjafjöll. Eldur kviknaði í Laugarnesinu í gærkvöldi og svo í Heiðmörk í dag en tæp vika er síðan afar stór gróðureldur kviknaði þar. Slökkviliðsmenn að störfum.Vísir/Vilhelm „Við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir Jón Viðar. Mikilvægt sé fyrir fólk að gera sér grein fyrir hættunni. „Ekki vera með opinn eld. Ekki reykja nálægt gróðri. Ekki kveikja uppi í arninum við gróður eða vinna með verkfæri sem gefa neista, slípurokka annað svoleiðis,“ segir Jón Viðar. „Þetta er tímabil þar sem fólk þarf að hugsa, hvað má ég gera og hvað ekki.“ Óvissustig almannavarna er á Suðurlandi öllu, vestur á Snæfellsnes og austur undir Eyjafjöll vegna hættu á gróðureldum.Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann telji að fólk sé að gera sér að leik að kveikja eld segir hann: „Maður trúir því ekki en þegar þetta er svona síendurtekið þá getur maður ekki ýtt þeirri hugsun frá sér.“ Unnið er að því að slökkva eldinn.Vísir/Vilhelm Aðeins sex dagar eru síðan mikill eldur kom upp í sinu í Heiðmörk. Gróðureldar á Íslandi Slökkvilið Kópavogur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Að sögn Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, virðist ganga vel hjá slökkviliðsmönnum að slökkva eldinn. Hann tók þessar myndir af svæðinu upp úr klukkan eitt. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi um klukkan hálf tvö að hans fólk sé komið með góð tök á svæðinu og það hafi tekist greiðlega. Vegirnir hafi hjálpað mikið að því leiti að stöðva útbreiðslu eldsins og koma búnaðnum sem næst honum til að slökkva. Óvissustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er á öllu Suðurlandi, allt vestur á Snæfellsnes og austur undir Eyjafjöll. Eldur kviknaði í Laugarnesinu í gærkvöldi og svo í Heiðmörk í dag en tæp vika er síðan afar stór gróðureldur kviknaði þar. Slökkviliðsmenn að störfum.Vísir/Vilhelm „Við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir Jón Viðar. Mikilvægt sé fyrir fólk að gera sér grein fyrir hættunni. „Ekki vera með opinn eld. Ekki reykja nálægt gróðri. Ekki kveikja uppi í arninum við gróður eða vinna með verkfæri sem gefa neista, slípurokka annað svoleiðis,“ segir Jón Viðar. „Þetta er tímabil þar sem fólk þarf að hugsa, hvað má ég gera og hvað ekki.“ Óvissustig almannavarna er á Suðurlandi öllu, vestur á Snæfellsnes og austur undir Eyjafjöll vegna hættu á gróðureldum.Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann telji að fólk sé að gera sér að leik að kveikja eld segir hann: „Maður trúir því ekki en þegar þetta er svona síendurtekið þá getur maður ekki ýtt þeirri hugsun frá sér.“ Unnið er að því að slökkva eldinn.Vísir/Vilhelm Aðeins sex dagar eru síðan mikill eldur kom upp í sinu í Heiðmörk.
Gróðureldar á Íslandi Slökkvilið Kópavogur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira