Stafrófið ræður því að FH-ingar eru á toppnum en er það rétt? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2021 10:00 FH-ingurinn Þórir Jóhann Helgason tekur sprettinn með boltann en Valsmaðurinn Patrick Pedersen reynir að kasta sér á eftir honum. Helgi Mikael Jónasson dómari leyfir sókn FH að njóta hagnaðar. Vísir/Hulda Margrét Þrjú lið eru nákvæmlega jöfn í efsta sæti Pepsi Max deildar karla í fótbolta eftir tvær fyrstu umferðirnar. FH, KA og Valur eru öll með fjögur stig eins og Víkingar. Víkingar eru með slökustu markatöluna af þessum fjórum liðum og skipa því fjórða sætið. Markatala FH, KA og Vals er hins vegar nákvæmlega sú sama eða þrjú mörk skoruð og eitt mark fengið á sig. Það er því stafrófið sem ræður því að FH er í efsta sæti, KA-menn eru í öðru og Valsmenn skipi það þriðja. En er það rétt? Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót þá værum við komin niður í flokk D til að skera út um jöfn lið. Samkvæmt honum þá ættu nú að ráða fjöldi stiga í innbyrðis leikjum (FH 1, Valur 1, KA 0) en svo markamismunur í innbyrðis leikjum (e), fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum (f) og loks G-liðurinn sem er fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum. Samkvæmt G-lið þá ættu Valsmenn í raun að vera í efsta sætinu þökk sé marki Sigurðar Egils Lárussonar á Kaplakrikavelli í gær. Brot úr reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.KSÍ KA-menn hafa reyndar hvorki keppt við FH eða Val og er því ekki alveg í sanngjarnri stöðu hvað varðar stigaöflun í innbyrðis leikjum. Það er aftur á móti spurningarmerki hvort að reglugerðin um röð liða sé hreinlega stillt inn í mótakerfi KSÍ alveg niður í G-lið. Samkvæmt röð liðanna í töflunni í dag þá virðist svo ekki vera. Þar virðist efstu þremur félögunum vera raða í efstu þrjú sætin eftir stafrófsröð. Ef úrslit fást ekki samkvæmt framangreindu í meistaraflokki (A til G lið), skulu liðin leika úrslitaleik (úrslitaleiki ef fleiri en tvö lið) ef nauðsyn krefur, en í öðrum flokkum skal ákvarða röð með hlutkesti. Það er auðvitað nóg eftir af Íslandsmótinu enda bara 2 umferðir búnar af 22. Það að ekkert lið sé með fullt hús og að öll liðin séu komin með stig bendir til þess að þetta verði skemmtilegt sumar. Pepsi Max-deild karla FH Valur KA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Sjá meira
FH, KA og Valur eru öll með fjögur stig eins og Víkingar. Víkingar eru með slökustu markatöluna af þessum fjórum liðum og skipa því fjórða sætið. Markatala FH, KA og Vals er hins vegar nákvæmlega sú sama eða þrjú mörk skoruð og eitt mark fengið á sig. Það er því stafrófið sem ræður því að FH er í efsta sæti, KA-menn eru í öðru og Valsmenn skipi það þriðja. En er það rétt? Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót þá værum við komin niður í flokk D til að skera út um jöfn lið. Samkvæmt honum þá ættu nú að ráða fjöldi stiga í innbyrðis leikjum (FH 1, Valur 1, KA 0) en svo markamismunur í innbyrðis leikjum (e), fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum (f) og loks G-liðurinn sem er fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum. Samkvæmt G-lið þá ættu Valsmenn í raun að vera í efsta sætinu þökk sé marki Sigurðar Egils Lárussonar á Kaplakrikavelli í gær. Brot úr reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.KSÍ KA-menn hafa reyndar hvorki keppt við FH eða Val og er því ekki alveg í sanngjarnri stöðu hvað varðar stigaöflun í innbyrðis leikjum. Það er aftur á móti spurningarmerki hvort að reglugerðin um röð liða sé hreinlega stillt inn í mótakerfi KSÍ alveg niður í G-lið. Samkvæmt röð liðanna í töflunni í dag þá virðist svo ekki vera. Þar virðist efstu þremur félögunum vera raða í efstu þrjú sætin eftir stafrófsröð. Ef úrslit fást ekki samkvæmt framangreindu í meistaraflokki (A til G lið), skulu liðin leika úrslitaleik (úrslitaleiki ef fleiri en tvö lið) ef nauðsyn krefur, en í öðrum flokkum skal ákvarða röð með hlutkesti. Það er auðvitað nóg eftir af Íslandsmótinu enda bara 2 umferðir búnar af 22. Það að ekkert lið sé með fullt hús og að öll liðin séu komin með stig bendir til þess að þetta verði skemmtilegt sumar.
Pepsi Max-deild karla FH Valur KA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Sjá meira