„Ömurlegur völlur og vindur“ Atli Arason skrifar 9. maí 2021 22:08 Daníel Laxdal er fyrirliði Stjörnunnar. vísir/hulda margrét Eftir tvö leiki í deildinni hefur Stjarnan leikið við báða nýliðana og ekki enn þá skorað mark í þessum tveimur leikjum. Daníel Laxdal var eðlilega óánægður með 2-0 tapið í Keflavík í kvöld. „Ég er mjög fúll. Þetta voru erfiðar aðstæður, ömurlegur völlur og vindur. Það á reyndar við fyrir bæði lið. Þeir fá þetta víti sem ég veit ekki alveg með. Svo ætlum við að snúa þessu við í seinni hálfleik en það gekk ekki alveg upp hjá okkur og þeir voru mjög góðir í skyndisóknum. Þegar við missum boltann þá fáum við þá á fullu í andlitið á okkur oft og mörgu sinnum,“ sagði Daníel í viðtali eftir leik. Fyrsta mark Keflavíkur kom úr vítaspyrnu og það voru skiptar skoðanir á því hvort að Vilhjálmur Alvar átti að dæma vítaspyrnu eða ekki. Daníel fannst þetta skrítinn dómur. „Brynjar nær boltanum og svo klessa þeir á hvorn annan. Halli er stærri og sterkari og hann skýst af honum. Dómarinn var mjög lengi að hugsa þetta og ég veit ekki hvaða upplýsingar hann hefur fengið en ég var ósáttur, maður er svo sem alltaf ósáttur að fá á sig víti en ég veit ekki alveg með þetta,“ svaraði Daníel aðspurður út í vítaspyrnuna. Daníel slapp ekki úr viðtali án þess að vera spurður aðeins út í mál málanna í vikunni sem leið, brottrekstur Rúnars Páls. Þegar leið á leikinn í kvöld fór stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, að syngja nafn Rúnars meira og hærra. „Þetta var skrítið. Maður er búinn að vera lengi með honum og mér þykir vænt um kallinn. Við þurfum að gleyma þessu og einbeita okkur að mótinu fram undan.“ „Rúnar var búinn að vera lengi hérna og hann er goðsögn í klúbbnum. Það er allt skrítið við þetta og ég veit bara ekki hvað ég á að segja meira,“ sagði Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, að lokum. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fleiri fréttir Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Sjá meira
„Ég er mjög fúll. Þetta voru erfiðar aðstæður, ömurlegur völlur og vindur. Það á reyndar við fyrir bæði lið. Þeir fá þetta víti sem ég veit ekki alveg með. Svo ætlum við að snúa þessu við í seinni hálfleik en það gekk ekki alveg upp hjá okkur og þeir voru mjög góðir í skyndisóknum. Þegar við missum boltann þá fáum við þá á fullu í andlitið á okkur oft og mörgu sinnum,“ sagði Daníel í viðtali eftir leik. Fyrsta mark Keflavíkur kom úr vítaspyrnu og það voru skiptar skoðanir á því hvort að Vilhjálmur Alvar átti að dæma vítaspyrnu eða ekki. Daníel fannst þetta skrítinn dómur. „Brynjar nær boltanum og svo klessa þeir á hvorn annan. Halli er stærri og sterkari og hann skýst af honum. Dómarinn var mjög lengi að hugsa þetta og ég veit ekki hvaða upplýsingar hann hefur fengið en ég var ósáttur, maður er svo sem alltaf ósáttur að fá á sig víti en ég veit ekki alveg með þetta,“ svaraði Daníel aðspurður út í vítaspyrnuna. Daníel slapp ekki úr viðtali án þess að vera spurður aðeins út í mál málanna í vikunni sem leið, brottrekstur Rúnars Páls. Þegar leið á leikinn í kvöld fór stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, að syngja nafn Rúnars meira og hærra. „Þetta var skrítið. Maður er búinn að vera lengi með honum og mér þykir vænt um kallinn. Við þurfum að gleyma þessu og einbeita okkur að mótinu fram undan.“ „Rúnar var búinn að vera lengi hérna og hann er goðsögn í klúbbnum. Það er allt skrítið við þetta og ég veit bara ekki hvað ég á að segja meira,“ sagði Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, að lokum.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fleiri fréttir Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Sjá meira