Kolbeinn Sigþórsson spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Gautaborgar og Hacken. Óskar Sverrisson og Valgeir Lunddal Friðriksson sátu allan tímann á varamannabekk Hacken.
Í Svíþjóð lék Hallbera Guðný Gísladóttir allan tímann fyrir AIK í 2-2 jafntefli gegn Hammarby.
Arnór Sigurðsson spilaði síðustu fimm mínúturnar þegar CSKA Moskva vann 3-1 sigur á Krasnodar.