Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2021 21:41 Jörðin Hraun er austan við Grindavík. Eldgosið í Fagradalsfjalli er í landi hennar. Bólstrarnir á himninum eru frá eldstöðinni. Egill Aðalsteinsson Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. Eldstöðin er í landi Hrauns austan Grindavíkur en jörðin er í eigu um tuttugu einstaklinga. Áhugasamir kaupendur hafa sett sig í samband við eigendur með það í huga að kaupa jörðina og þar með gosstöðvarnar. „Já, já. Við erum alveg að fá fyrirspurnir frá fasteignasölum og ýmsum aðilum sem sjá sér eitthvað í þessu, eðlilega. Þetta hlýtur að vera heitasta jörðin á landinu núna,“ segir Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Sigurður Guðjón Gíslason er formaður Landeigendafélags Hrauns: „Þetta hlýtur að vera heitasta jörðin á landinu núna.“Egill Aðalsteinsson Sigurður treystir sér þó ekki til að segja hverjir þar séu að baki. Áhuginn hafi vaknað eftir að eldgosið hófst. „Já, já. Það er alveg klár tenging þar á milli.“ Og það er þegar búið að bjóða í jörðina. Komin eru 2-3 tilboð, segir formaður eigendafélagsins. -Vilja þeir þá kaupa jörðina og með öllu sem henni fylgir út af gosinu? „Já, menn eru til í að skoða ýmsa kosti. Kaupa hluta eða allt. Það er allur gangur á því. Það eru allskonar pælingar,“ svarar Sigurður Guðjón. Séð yfir gossvæðið. Landeigendur eru til viðræðu um að selja bara hluta jarðarinnar.Egill Aðalsteinsson Og það er auðheyrt á ferðamönnum að það væri auðvelt að selja þeim aðgang að eldgosi. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé eldfjall með eigin augum, hvað þá eldgos þar sem hraun spýtist í loft upp. Þetta er stórkostlegt,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Thomas Lovely, sem við hittum í fyrradag að lokinni skoðunarferð. -En er jörðin föl? „Já. Er ekki allt falt fyrir einhverja peninga? Það snýst náttúrlega allt um krónur og aura þegar upp er staðið, er það ekki?“ -Hvað þarf að borga mikið til þess að eignast jörð með eldgosi? „Ég segi pass við því núna. Það er í skoðun.“ Eigendur Hrauns, samkvæmt Lögbýlaskrá 2020.Skjáskot -Þannig að þið eruð opnir fyrir því að selja fyrir rétt verð? „Já, já. Það hefur svo sem ekkert verið launungarmál að það hafa verið pælingar um slíkt í gegnum tíðina þó að menn hafi kannski aldrei farið alla leið með það að auglýsa jörðina til sölu.“ -En sem sagt: Ef rétt boð kemur, þá eruð þið tilbúnir að selja? „Já, já,“ svarar formaður Landeigendafélags Hrauns. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun. 4. maí 2021 23:04 Leggja til bílastæðagjald af þeim sem vilja skoða gosið Starfshópur stjórnvalda telur að gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli geti orðið fjölfarnasti áfangastaður landsins og leggur til gjaldtöku af bílastæðum. Talsmaður landeigenda segir nauðsynlegt að fara hratt í uppbyggingu. 5. maí 2021 21:41 Segist ekki vera að hugsa um að rukka aðgangseyri Einn af eigendum Geldingadala segir ekki standa til að rukka aðgangseyri að eldgosinu. Hann sér hins vegar eftir gróðurlendinu sem farið er undir hraun. 29. mars 2021 21:37 Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Eldstöðin er í landi Hrauns austan Grindavíkur en jörðin er í eigu um tuttugu einstaklinga. Áhugasamir kaupendur hafa sett sig í samband við eigendur með það í huga að kaupa jörðina og þar með gosstöðvarnar. „Já, já. Við erum alveg að fá fyrirspurnir frá fasteignasölum og ýmsum aðilum sem sjá sér eitthvað í þessu, eðlilega. Þetta hlýtur að vera heitasta jörðin á landinu núna,“ segir Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Sigurður Guðjón Gíslason er formaður Landeigendafélags Hrauns: „Þetta hlýtur að vera heitasta jörðin á landinu núna.“Egill Aðalsteinsson Sigurður treystir sér þó ekki til að segja hverjir þar séu að baki. Áhuginn hafi vaknað eftir að eldgosið hófst. „Já, já. Það er alveg klár tenging þar á milli.“ Og það er þegar búið að bjóða í jörðina. Komin eru 2-3 tilboð, segir formaður eigendafélagsins. -Vilja þeir þá kaupa jörðina og með öllu sem henni fylgir út af gosinu? „Já, menn eru til í að skoða ýmsa kosti. Kaupa hluta eða allt. Það er allur gangur á því. Það eru allskonar pælingar,“ svarar Sigurður Guðjón. Séð yfir gossvæðið. Landeigendur eru til viðræðu um að selja bara hluta jarðarinnar.Egill Aðalsteinsson Og það er auðheyrt á ferðamönnum að það væri auðvelt að selja þeim aðgang að eldgosi. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé eldfjall með eigin augum, hvað þá eldgos þar sem hraun spýtist í loft upp. Þetta er stórkostlegt,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Thomas Lovely, sem við hittum í fyrradag að lokinni skoðunarferð. -En er jörðin föl? „Já. Er ekki allt falt fyrir einhverja peninga? Það snýst náttúrlega allt um krónur og aura þegar upp er staðið, er það ekki?“ -Hvað þarf að borga mikið til þess að eignast jörð með eldgosi? „Ég segi pass við því núna. Það er í skoðun.“ Eigendur Hrauns, samkvæmt Lögbýlaskrá 2020.Skjáskot -Þannig að þið eruð opnir fyrir því að selja fyrir rétt verð? „Já, já. Það hefur svo sem ekkert verið launungarmál að það hafa verið pælingar um slíkt í gegnum tíðina þó að menn hafi kannski aldrei farið alla leið með það að auglýsa jörðina til sölu.“ -En sem sagt: Ef rétt boð kemur, þá eruð þið tilbúnir að selja? „Já, já,“ svarar formaður Landeigendafélags Hrauns. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun. 4. maí 2021 23:04 Leggja til bílastæðagjald af þeim sem vilja skoða gosið Starfshópur stjórnvalda telur að gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli geti orðið fjölfarnasti áfangastaður landsins og leggur til gjaldtöku af bílastæðum. Talsmaður landeigenda segir nauðsynlegt að fara hratt í uppbyggingu. 5. maí 2021 21:41 Segist ekki vera að hugsa um að rukka aðgangseyri Einn af eigendum Geldingadala segir ekki standa til að rukka aðgangseyri að eldgosinu. Hann sér hins vegar eftir gróðurlendinu sem farið er undir hraun. 29. mars 2021 21:37 Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun. 4. maí 2021 23:04
Leggja til bílastæðagjald af þeim sem vilja skoða gosið Starfshópur stjórnvalda telur að gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli geti orðið fjölfarnasti áfangastaður landsins og leggur til gjaldtöku af bílastæðum. Talsmaður landeigenda segir nauðsynlegt að fara hratt í uppbyggingu. 5. maí 2021 21:41
Segist ekki vera að hugsa um að rukka aðgangseyri Einn af eigendum Geldingadala segir ekki standa til að rukka aðgangseyri að eldgosinu. Hann sér hins vegar eftir gróðurlendinu sem farið er undir hraun. 29. mars 2021 21:37
Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49