Vildi ekki hleypa henni á æfingu með Glódísi: „Fótbolti er ekki vinna“ Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2021 09:00 Katrine Veje og Glódís Perla Viggósdóttir komust með Rosengård í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en þar féll liðið út gegn Bayern München. Getty/Sebastian Widmann Knattspyrnukonunni Katrine Veje var bannað að ferðast yfir landamærin á milli Danmerkur og Svíþjóðar til að komast á æfingu með liði sínu í gær. Ástæðan sem henni var gefin upp var sú að fótbolti væri ekki atvinna. Veje er liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá sænska knattspyrnufélaginu Rosengård, á að baki vel yfir 100 landsleiki fyrir Danmörku og hefur spilað fyrir lið á borð við Montpellier og Arsenal. Veje býr í Danmörku en þaðan er stutt fyrir hana að ferðast með lest yfir landamærin til Malmö á æfingu með Rosengård. Þrátt fyrir ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hefur Veje getað ferðast á æfingar án vandræða, það er að segja þangað til í gær. „Ef að maður starfar ekki í Svíþjóð þá þarf maður að hafa smitpróf með sér þegar maður ferðast á milli landanna. Ef að maður hins vegar starfar í Svíþjóð er nóg að taka eitt próf í viku,“ sagði Veje við Aftonbladet. Hélt að hann væri að grínast Hún tók síðasta próf sitt á mánudaginn. Það taldi lögreglumaður sem stöðvaði Veje hins vegar ekki duga til: „Hann sagði að fótbolti væri ekki vinna og að ég þyrfti að fara aftur til Danmerkur. Ég fór bara að hlæja því ég hélt að hann væri að grínast,“ sagði Veje. Lögreglumaðurinn var hins vegar ekki að grínast og Veje, sem lék í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir mánuði síðan, var vísað út úr lestinni. „Þeir [lögregluþjónarnir] þekkja mig yfirleitt ekki en ef að maður nefnir Rosengård þá vita þeir oftast að það er gott lið sem leikur í Meistaradeildinni,“ sagði Veje. Komst loks á æfinguna Hún þurfti sem betur fer bara að bíða í tíu mínútur áður en hún gat tekið næstu lest, eftir að kollegi lögreglumannsins kom til bjargar, og náði þar með á æfingu í tæka tíð. „Hinn lögreglumaðurinn sagði „þetta er vinnan hennar“. Ég gat því hoppað upp í næstu lest,“ sagði Veje sem fékk þó enga afsökunarbeiðni. Hún tók hins vegar fram að lögreglumennirnir væru oftast mjög vinalegir: „Þetta var bara einn af hundrað lögreglumönnum. Ég var bara óheppin að lenda á honum.“ Sænski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Sjá meira
Veje er liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá sænska knattspyrnufélaginu Rosengård, á að baki vel yfir 100 landsleiki fyrir Danmörku og hefur spilað fyrir lið á borð við Montpellier og Arsenal. Veje býr í Danmörku en þaðan er stutt fyrir hana að ferðast með lest yfir landamærin til Malmö á æfingu með Rosengård. Þrátt fyrir ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hefur Veje getað ferðast á æfingar án vandræða, það er að segja þangað til í gær. „Ef að maður starfar ekki í Svíþjóð þá þarf maður að hafa smitpróf með sér þegar maður ferðast á milli landanna. Ef að maður hins vegar starfar í Svíþjóð er nóg að taka eitt próf í viku,“ sagði Veje við Aftonbladet. Hélt að hann væri að grínast Hún tók síðasta próf sitt á mánudaginn. Það taldi lögreglumaður sem stöðvaði Veje hins vegar ekki duga til: „Hann sagði að fótbolti væri ekki vinna og að ég þyrfti að fara aftur til Danmerkur. Ég fór bara að hlæja því ég hélt að hann væri að grínast,“ sagði Veje. Lögreglumaðurinn var hins vegar ekki að grínast og Veje, sem lék í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir mánuði síðan, var vísað út úr lestinni. „Þeir [lögregluþjónarnir] þekkja mig yfirleitt ekki en ef að maður nefnir Rosengård þá vita þeir oftast að það er gott lið sem leikur í Meistaradeildinni,“ sagði Veje. Komst loks á æfinguna Hún þurfti sem betur fer bara að bíða í tíu mínútur áður en hún gat tekið næstu lest, eftir að kollegi lögreglumannsins kom til bjargar, og náði þar með á æfingu í tæka tíð. „Hinn lögreglumaðurinn sagði „þetta er vinnan hennar“. Ég gat því hoppað upp í næstu lest,“ sagði Veje sem fékk þó enga afsökunarbeiðni. Hún tók hins vegar fram að lögreglumennirnir væru oftast mjög vinalegir: „Þetta var bara einn af hundrað lögreglumönnum. Ég var bara óheppin að lenda á honum.“
Sænski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Sjá meira