Innlent

Hanna æfinga­tæki fyrir fólk í hjóla­stólum

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Nemendur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla kynntu æfingatæki sem þau hafa hannað fyrir borgarstjóra Reykjavíkur í dag.
Nemendur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla kynntu æfingatæki sem þau hafa hannað fyrir borgarstjóra Reykjavíkur í dag. Vísir/Arnar

Borgarstjórinn fékk skemmtilega heimsókn á skrifstofuna sína í dag þegar nemendur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla mættu til að sýna honum nýtt æfingatæki sem þeir hafa hannað.

Nemendurnir þrír eru hafa undanfarið hannað og þróað ný æfingatæki fyrir fólk í hjólastólum. Þau stunda nám á nýsköpunarbraut skólans og þar hafa þau unnið að því að hanna tækið.

Í dag hittu þau Dag B. Eggertsson borgarstjóra til að kynna fyrir honum tækið sitt. Hugmyndina að því á Valur Snær einn úr hópnum.

„Ég hef verið niðri í rækt alveg frá því ég var tólf ára og ég hef verið að reyna að finna hvað er best fyrir þennan hóp,“ segir Valur Snær.

Þessa dagana taka þau þátt í nýsköpunarkeppni og er tækið komið í úrslit þar. Þessir ungu frumkvöðlar láta einnig gott af sér leiða með að hanna og selja sérstök armbönd til styrktar Sjálfsbjörgu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×